Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 30.11.1980, Qupperneq 8

Heimilistíminn - 30.11.1980, Qupperneq 8
Hún heitir Ina Balin og við sjálft lá, að hún fengi ekki að fara með hlutverk Inu Balin i sjónvarpskvikmynd- inni, sem gerð var um hana sjálfa, vegna þess að stjórn- andi upptökunnar sagði að hún „hæfði ekki hlutverk- inu!” Svo fór þó at> lokum, aö hún fékk hlut- verkið, og geröi þvi meira aö segja svo góö skil, aö hún hlaut lof fyrir. Nú hefur þaö sýnt sig, aö Ina Balin er ekki aöeins góöleikkona heldur er hún lika góö mann- eskja. Þátturinn, sem hér um ræöir, heitir Börnin frá An Lac, og i honum fer Ina Balin meö hlutverk sjálfrar sin og lýsir "þvi hvernig hún ættleiddi þrjú Viet- nam-börn og aöstoöaöi viö aö koma I óurtu flestum þeim börnum, sem voru munaöarleysingjaheimili i Saigon á siö- ustu dögum Vietnam-strlösins. Þetta er næstum tveggja tima löng mynd, sem er góö skemmtun fyrir alla f jölskyláuna, aö þvi er bandarisk blöö segja, og um leið er þetta ein af mörgum leiknum heimildar- kvikmyndum, sem nú eru sérlega vinsæl- ar. Vel getur veriö, aö sumum eigi eftir að þykja myndin nokkuö velluleg, en leikur Inu Balin og Shirley Jones, sem fer meö 'hlutverk Betty Tisdale gerir það þó aö verkum, aö myndin vekur ánægju en um leiö er þaö staöreynd, aö hér er um næst- um ótrúlegt ævintýri að ræöa, þegar börn- unum var bjargaö af munaöarleysingja- hælinu. Börnin voru flutt til Bandarikj- anna, og þar hafa þau án efa fundiö for- •eldra þegar hér er komið sögu, en þau sem eftir uröu I Saigon eru líklega farin aö hjálpa til viö uppbyggingu landsins. 1 myndinni sigra ,,góðu strákarnir” sem reyndar eru tvær góöar stúlkur, „vondu strákana”, sem eru Viet Cong menn og skrifstofubáknið i Saigon. Meö dugnaöi tekst konunum aö koma i burtu nokkur hundruð börnum. Nýlega kom Ina Balin til New York frá Kaliforniu þar sem hún býr ein meö þremur vietnömskum börnum sinum — Nguyet, Kim Thuy og Ba-Nhi Mai. í New York sagöi hún frá þvi sem geröist i Viet 8- Nam. Ina Balin hefur reyndar lengi veriö leikkona, þótt hún hafi kannski ekki leikiö I mörgum stórmyndum siðustu árin. — Ég er ekki hætt aö leika, segir hún i mótmælatón. — Ég hef bara haft nóg að gera viö aö annast börnin min þrjú, sem ég hef haft hjá mér i fimm og hálftár. An Lac-sagan hófst áriö 1967 þegar Ina Balin fyrst bauðst til þess aö fara til Suö- austur Asiu til þess aö skemmta þar her- mönnum Bandarikjahers, sem lágu þar á sjúkrahúsum. Þar dvaldist hún i sjö vik- ur. — Þessi ferð varb til þess aö gjörbreyta lifi minu, og ég ákvaö, aö ég skyldi fara aftur til Asiu, vegna þessaöégsá, hve þaö haföi mikib aö segja fyrir hermennina, aö fá einhvern aö heirran til þess að skemmta þeim. Aftur fór ég til Asiu og söng og skemmti hermönnunum. Ég hélt áfram aö taka i hendur sem flestra og tala viö þá, vegna þess aö þaö skiptir miklu máli, ab hafa persónulegt samband við fólk. Aður en ég fór i aðra ferðina frétti ég af An Lac barnaheimilinu. Munaöar- leysingjahæli þetta var i Saigon, en þaö haföi fyrst veriö starfrækt i Norður-Viet- nam, og haföi aubug kona, frú Ngai sett þaö á fót en maður hennar og sonur höfðu týnst, þegar fyrstu árásirnar hófust á landiö. Konan fór aöleita aö þeim, en fann i þeirra staö fjöldann ailan af munaöar- leysingjum, börnum, sem foreldrarnir höföu annab hvort skiliö eftir, eða þeir höföu farizt og börnin stóöu ein uppi. Kon- an ákvaö þvi aö setja á fót barnaheimili. Dr. Tom Dooley aðstoðaði hana viö aö finna hæfan staö ISaigon, þar sem hún gat komið sér fyrir meö 250 börnum. Betty Tisdale, einkaritari öldunga- deildarþingmanns, sem Balin haföi haft samband við áöur en hún fór tii Vietnam, haföi nú boöiö sig fram til þess aö aöstoöa Tom Dooley, og eftir aö hann lézt ákvaö hún að ferðast til allra þeirra staöa, þar sem hann haföi unnið I Suðaustur Asiu og sjá hvaö þar væri hægt aö gera frekar. Slðan ákvaö hún að helga sig málefninu og hefja fjársöfnun til handa munaðar- lausu börnunum. Eftir aö Betty og Ina höföu komið til An Lac uröu þær enn áhugasamari um þetta verkefni en áöur. — Ég kom til Saigon 1969, 1971 og 1975 rétt áöur en borgin féll. Börnin min þrjú eru öll frá An Lac. Þau voru I hópi þeirra barna, sem flutt voru á burt frá barnaheimilinu fyrir fall borgar- innar. Ég hef haft þauhjámér.eitt frá þvi það var þriggja vikna, annað var tiu vikna þegar ég tók það og stóra stelpan var 16 ára. Reyndar eru börnin þrjú, sem allt eru stúlkur, I sjónvarpsþættinum lika, en eins og gefur að skilja leika þau ekki sjálf sig vegna þess aö þau hafa elzt svo mikið. Elzta stelpan, sem vann á barnaheimil- inu, er hálfur svertingi og hálfur kinverji. Litlu stelpurnar leika litil börn á heimil- inu og þess vegna fengu stelpurnar þrjár aö vera meö móbur sinni, þegar veriö var aö kvikmynda sjónvarpsþáttinn, en það var gert á Filippseyjum. Þaö er svolitið óvenjulegt, aö einstæö kona taki aö sér fósturbörn til þess aö ala upp, en hvaö finnst Inu Balin þýöingar- mest við þetta? — Þaö aö hafa kynnst þessum börnum og fá aö eiga þau. Þau eru þaö allra bezta, sem komið hefur fyrir mig i lifinu. Þau eru mér til svo mikillar gleði og ánægju. Ég er svo hamingjusöm yfir að eiga þau. Þaö hefur veriö dásamlegt aö hafa börnin, enda þótt ég sé einstæö móöir meö þau. Hvernig stóö á þvi, að Ina Balin valdi þá leiö aö taka aö sér börn fremur en eiga þau sjálf? Þegar Ina er spurö þessarar hreinskilnislegu spurningar reynir hún ab svara henni af jafnmikilli hreinskilni. Hún dregur djúpt inn andann, brosir og segir svo söguna einsog hún gekk fyrir sig. — Ég haföi verið með ákveðnum manni um langan tima, og haföi alltaf hugsaö mér, að þegar viö giftumst myndum viö eignast börn. Skyndilega var ég komin á fertugsaldur og viö hættum að vera sam- an. Ég sagöi viö sjálfa mig, aö ég þyrfti alls ekki aö eignast „litla sjálfa mig.” Barn er barn, hvernig sem á allt er litiö. 1 þessu landi er næstum ómögulegt fyrir ógifta konu aö fá að taka fósturbarn, og ég fann svo til meb fólkinu i Vietnam. Ina Balin er þeirrar skobunar, aö ein- stæöir foreldrar séu ekki bara konur, heldur einnig karlmenn. — Ég þekki mann, sem hefur ættleitt þrjá Viet- nam-drengi. Það er siöur en svo ómögu- legt. Maöur veröur bara að langa nógu mikið til þess. Ég varö sjálf aö fara og sækja min börn. Þaö var næstum eins og kraftaverk, aö ferö min skyldi vera ákveðin i april 1975, þegar Viet Kong hélt inn i Saigon. Þess vegna endaði þetta meb þvi, aö i staö þess að fara og sækja barniö mitt lenti ég i þvi að hjálpa til viö aö f lytja I burtu börnin af barnaheimilinu. Ætlar Ina Balin sér aö taka fleiri börn? — Svo fremi aö ég hafi f járhagslegt bol- magn til þess . . . Hafa börnin breytt henni á einhvern hátt? Hún kinkar kolli af miklum ákafa. — Ó, já svosannarlega. Ég hef aldrei veriö sér- lega þolinmóö manneskja, og er þaö vist ekki enn, en ég hef tamið mér þolinmæði af þvi ab umgangast börnin. Ég hef alltaf verið mjög opin manneskja og veitul, og ég vona aö börnin min veröi þaö lika. Mér finnst þessir eiginleikar hafi jafnvel auk- izt meðmér siöan ég varö móöir. Mér hef- ur lika lærzt aö skilja, viö hvilikt álag konur veröa aö búa, sem eru mæöur. Hvaö hefur svo oröið um An Lac undir stjórn Noröur-Vietnama? — Kommúnistarnir tóku við stjórninni á heimilinu, og eldrf börnin lögöust út. Þau yngri voru send I vinnubúðir. Ég hef I hyggju aö fara þangað aftur, eins fljótt og mér gefst kostur. Langar Inu Balin aö opna aftur An Lac I Saigon, sem nú heitir Ho Chi Minh borg? Það kemur glampi i augu hennar eitt augnablik, þegar hún hugsar til þess aö Ina Balin meö tvö m unaöarlaus börn f An Lac aftur komi tækifæri til þess aö hjálpa börnum þarna i fjarlægö, en svo segir hún: — Nei, ég vona aö þess gerist ekki þörf. Já, og þaö sem meira er, ég vona svo sannarlega aö áöur en langt um liöur veröi ekki þörf fyrir barnaheimili nokkurs staðar i heiminum. Vel getur veriö, aö svo fari aö lokum, en þaö þvi aðeins aö I heiminum fyrirfinnist fleiri á borö viö Inu Balin. þfb. Hvers vegna halda konur að þær verði vitrari með árunum, en ekki eldri. Brúðguminn er maður, sem eyðir miklum pening- um í að kaupa föt, sem enginn tekur eftir. Einu sjálfstæðu hugsan- irnar, sem flestir hugsa eru um þá sjálfa. Stærsta gjöfin, sem flest- um hefur hlotnast er hnappurinn, sem gerir þeim kleift að slökkva á sjónvarpinu. Geispi er aðferð náttúr- unnar til þess að opna munninn á einum og loka munninum á öðrum um leið. Ef gamall maður kvæn ist ungri konu kaupir hann bók, sem aörir eiga eftir að lesa. Sá imyndunarveiki horfir stöðugt í spegilinn og les á milli línanna. 9 K

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.