Heimilistíminn - 30.11.1980, Side 11

Heimilistíminn - 30.11.1980, Side 11
—Þakka þér f yrir Brad, sagði hún mjúklega. Brad gretti sig framan i hana. — Fyrir hvað? — Fyrir að leyfa mér að iþyngja þér með áhyggjum minum, svaraði hún. — Það er ekki nema sjálfsagt, hvenær svo sem þú hefur löngun til, vinan min, sagði Brad og það kom dreymandi svipur i augun. — Við höfum vist bæði farið heldur illa að ráði okkar, eða hvað finnst þér? Þú lézt reka þig úr hjúkruninni, bara vegna þess að þú varst að hugsa um einhverja gamla og veika konu, og ég kastaði frá mér lifsstarfinu vegna þess að ég hélt að fótbolti og iþróttir yfirleitt væru þýðingarmeiri en föst atvinna, sem gerði mér kleift að sjá fyrir konu og börnum. — Ég er nú hjúkrunarkona enn, benti hún honum á, og reyndi að fá hann til þess að brosa. — Og þú ert ennþá iþróttamaður. — Já, vissulega, vissulega. Hann var svolitið reiðilegur. — Og þó við slægjum saman kaup- inu okkar myndi það ekki nægja til þess að kaupa fyrir það haframjöl i graut. Andrea stóð á fætur, þegar bjallan hringdi og gaf til kynna, að nú væri sjúklingarnir farnir að biða eftir hjúkrunarkonunni. — En hvað þetta er falleg hugsun! sagði hun striðnislega. — Hvern langar svo sem i hafra- graut? Og þar fyrir utan, ertu kannski búinn að gleyma þvi, að ég er milljónaerfingi? — Hvilikur erfingi! Hún setti upp rannsóknarsvip og horfði á hann frá toppi til* táar. Janet Dailey hefur skrifaö 53 skáldsögur. SKRIFAR 12 METSÖLUBÆKUR ÁÁRIHVERJU Janet Dailey þekkti ekk- ert nema fátækt, þegar hún var barn. Foreldrar hennar höfðu ekki úr miklu að spila, og hún fékk ekki nema um 30 krónur i vasapeninga á viku. 1 dag hefur hún aðra sögu að segja. Hún er rithöf- undur og hefur samið 53 skáldsögur, sem allar selj- ast eins og heitar lummur í heimalandi hennar, Banda- rikjunum, og sjálf er hún margmilljóner, eða liklega billjóner, þvi milljónin er ekki svo mikið lengur. Janet Dailey tókstekki einu sinni aö Ijúka gagnfræöaskólanámi. Hún fór aö vinna fyrir sér sem einkaritari, og eina æfing hennar áöur en hún fór aö skrifa bækurnar var aö skrifa bréf. NU skrifar hún tólf bækur á ári. Hvernig fer hún aö þessu? — Þaö sem mestu máli skiptir er aö finna starf, sem maöur hefur ánægju af, og þá getur maöur einnig fært öörum ánægju lika, segir þessi þrjátfu og sex ára gamla skáldkona. Bækur hennar hafa nú selst i yfir 50 mill- jónum eintaka vestan hafs. — Ef maöur hefur svo peninga upp úr krafsinu aö auki, er þetta ekki sem verst, bætir Janet Dailey viö, — og þaö er nokkuö, sem henni sjálfri hefur tek- ist. —Annars er hægt aö mæla árangur enekkiánægju Ipeningum, segirhún. Dailey fæddist og ólst upp i Iowa. Faöir hennar dó, þegar hún var aöeins fimm ára gömul, og móöir hennar þurfti svo sannarlega aö berjast til þess aö geta haldiö lifinu i sjálfri sér og fjórum dætrum sinum. — Viö fengum aöeins þrjátiu krónur 1 vasapeninga á viku, en mér tókst aö finna leiöir til þess aö nýta þessar fáu á sem bestan hátt, segir Dailey. Hún hætti i gagnfræöaskóla og fór i einkaritaraskóla i staöinn. Hún þurfti aö vinna fyrir sér á meöan á náminu stóö og vann þá á veitingahUsi. Ariö 1969 las Dailey fyrstu Harlequin- skáldsöguna sína — en þaö er pappfrs- kiljuútgáfa, sem hefur þaö aö megin- markmiöi aö gefa út bækur, sem falla vel i geö kvenfólki, sem lftiö hefur fyrir stafni. — 1 hvert skipti, sem ég las eina af þessum bókum sagöi ég: — Ég gæti svo sannarlega skrifaö svona bók sjálf.MaöurinnminnBill varfarinn aö þreytast á þessum ummælum minum o g f eitt skiptiö sagöi hann: — Hættu aö endurtaka þetta i sffellu. Sýndu aö þú getir staöiö viö þaö, skrifaöu bara bók. —Þaö tók mig um sex mánuöi aö skrifa fyrstu bókina. Þegar ég var búin aö skrifa hana var ég sannfærö um, aö hún væri engu lakari en þær bækur, sem ég haföi hingaö til lesiö eftir aöra. Ég geri ráö fyrir, aö ég hafi haft á réttu aö standa vegna þess aö bókin selst enn vel. NU skrifa ég tólf bækur á ári. Frá þvi áriö 1974 hefur Dailey fengiö 3 til 4 milljónir dollara fyrir sölu á bókum sinum, aö þvi er talsmaöur Pocket Books segir, en þaö fyrirtæki sér um útgáfu bóka hennar. Dailey hefur eftirfarandi ráö aö gefa öllum þeim, sem langar til aö komast áfram i lifinu: — Þú munt aUtaf sjá eftir þvi aö hafa ekki gripiö þau tækifæri, sem þér hafa boöist, og aö hafa ekki reynt, ef þér hefur gefist kostur á aö reyna eitthvaö nýtt. Láttu þvi ekki dragast aö gera þaö, sem þig langar tU, þaö sem þig dreymir um — þaö er besta ráöiö, sem ég get gefiö öörum. Þfb 11

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.