NT - 30.05.1984, Blaðsíða 10

NT - 30.05.1984, Blaðsíða 10
Miðvikudagur 30. maí 1984 10 ■ Guðmundur Bragason, níu ára, keppti sem gestur í Traffíc á sunnudaginn, og var honum vel fagnað að því loknu. ■ Handa- og/eða axlahlaup eru eitt danssporið Break-danskeppnin á sunnudag: Flipp, flapp og heljarstökk... ■ Á sunnudaginn var haldin í Traffíc, fyrsti hlutinn í Break- danskeppninni góðu sem margur hefur beðið eftir með eftirvæntingu. Alls komu fram tuttugu og fimm keppendur, tólf ára og eldri. Yngsti kepp- andinn var reyndar ekki nema níu ára, og keppti hann sem gestur. Keppnin var haldin á vegum Traffíc, Coca-Cola og NT. Eins og geta má nærri, var glatt á lijalla og tilþrif mikil í Traffic, þennan dag, og má með sanni segja að staðurinn hafi borið nafn með rentu, slíkur var fjöldinn sem mætti til að fylgjast með keppninni, og klappa keppendum lof í lófa. Keppendur stóðu sig með stakri prýði, og gáfu ekkert eftir kollegum sínum í Amer- íku. Voru þeir örlátir á heljar- stökkin, handahlaupin og krabbaganginn að ógleymdum þessum makalausu rykkjum og skrykkjum sem gefa til kynna að dansarinn hafi gúmmí í stað beina í skrokknum. í yngri flokknum tólf til fimmtán ára, voru þrettán keppendur. Fimm þeirra voru valdir í úrslit og yngsti kepp- andinn, Guðmundur Braga- son, níu ára, fékk auk þess sérstök verðlaun fyrir frábæra frammistöðu. Þeir sem komust í úrslit voru: Þórhallur Skúlason, Axel Örn og Hallgrímur Krist- jánsson, Árni Valur, Street- Breakers og loks Flipparar. í eldri hópnum komu fram ellefu keppendur og þeir fimm sem kjörnir voru í úrslit voru: Stefán Baxter og Rúrik V. Vatnarsson, Arnór Diegó, Ice- breakers, Björn Árnason og loks þeir félagar Björn Frið- þjófsson og Viðar Ævarsson. Á næstu helgi verður síðan önnur undankeppni þar sem einnig verður valið fyrir úrslita keppnina tíunda júní. Ef að líkum lætur verður aftur húsfyllir í Traffic þegar þar að kemur, enda vel þess virði að kynnast nánar þessum skemmtilega dansi sem hefur lagt Evrópu að fótum sér. En myndir segja meira en mörg orð.... NT-myndir: Ari ■ Flipp, flapp og heljarstökk.... ■ Oft mátti ekki á milli sjá hvort heldur dansað var í lofti eða á láði. ■ Það var traffík í Traffíc á meðan á keppninni stóð. ■ Skyldi þessi hafa gúmmí í stað beina?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.