NT - 02.12.1984, Blaðsíða 17

NT - 02.12.1984, Blaðsíða 17
Sunnudagur 2. desember 1984 17 taka sig of alvarlega. Hins vegar búum viö yfir allt annarri reynslu nú og hún hlýtur að hafa áhrif á þaö sem viö erum að fást við í dag. Ég held líka að þrátt fyrir að hin létta lund, eins og það er kallað, sé í fyrirrúmi, þá reynum við að koma með nýja fleti á hinu hversdagslega í tilverunni. hetta er búið að vera gaman og ég vona líka að það skíni í gegnum það sem við erum að gera.“ flifreiðin lenti á tveimur fyrir framn hús í Hafnarfirði og sögumaður okkar er horfinn með eldingarhraða. Ég fór að hugsa um þetta með baðherbergið en áður en varði vorum við enn á ný á Reykjavíkurveginum og bílnum ekið jafnvel greiðar en fyrr. /Cvikmyndin ykkar „Hvítir mávar“ er það söngvamynd?", ég er orðinn sveittur í lófunum og spurningin hljómaði eins og ég væri að spyrja um „The sound of Music." „Ne i nei,“ hinn spurði leyfir sér að geyspa. „Þetta er ekki söngvamynd þar sem fólk brestur í söng af minnsta tilefni. Það er að vísu tekið lagið á einum eða tveimur stöðum en það er allt og sumt. Annars á ég erfitt með að lýsa myndinni í fáum orðum. Hún fjallar þó um samskipti fólks og samskipti þjóðanna, bæði um stóra menn og litla. Nokkrar senurnar urðu til í stemmningu augnabliksins og voru alls ekki með í upphaflega handritinu. Þú getur skrifað að þetta verði hæfileg blanda af gamni og alvöru. Á endanum eru það svo áhorfendurnir sem upplifa það sem þeir sjá og heyra og þar með öðlast kvikmyndir sjálfstætt líf, já eða deyja drottni sínum. Það er því best að segja sem minnst. mynd lagðar en það kom svo í minn hlut að skrifa handritið. Þegar hér var komið sögu var orðið Ijóst að ekki yrði ráðist að svo stöddu í „Með allt á hreinu“ enda var Ágúst Guðmundsson sem vann þá mynd með okkur farinn að vinna við allt aðra mynd. Nú svo fóru hjólin að snúast og síðan þá er þetta búin að vera stöðug vinna og þegar ég segi vinna þá meina ég vinna. „Ég kyngi". „flftir að tökurnar voru búnar þá fórum við beint í að undirbúa plötuna og hún er að smella saman þessa dagana. Tómas Tóm- asson er úti í London við annan mann og ég vona bara að þeirfái síðustu upptökurnar í tæka tíð. Þær voru sendar út í morgun, við eigum bókaðan tíma í stúdíói þar í kvöld og þá á að mixa síðustu lögin.“ „Ha, hvað segirðu?" „Já þetta heitir víst hljóðblöndun á gullaldarmálinu, því miður eru varla til nægilega góð tæki hér á landi til að fullvinna þetta. Samkeppnin er líka hörð við innfluttar hljómplötur og gæðin verða því að vera eins og best verður á kosið. Sum lögin á plötunni verða svo notuð í myndinni." Þegar ég spurði á varfærnislegan hátt hvort þeir Stuðmenn væru ekki orðnir vel stöndugir á því að hafa verið einir vinsæl- ustu skemmtikraftar á eyjunni i mörg ár, þá brosti Valgeir. „Nei því er nú ekki fyrir að fara . Auðvitað þurfum við ekki að kvarta, en þegar það er haft í huga hversu mikill tími og vinna liggur á bak við þetta allt saman þá er nú tímakaupið upp og ofan. Við höfum gaman af því að vinna saman og við trúum á það sem við erum að gera, við værum örugglega ekki að þessu annars." Þetta byrjaði allt saman á því að ég fór í heimsókn til Jakobs þar sem hann dvaldist í Bandaríkjunum og þar var ætlunin að fara yfir grunnhugmyndirnar. Þá fæddist reyndar svo allt önnur hugmynd að allt annarri mynd. Seinna fórum við Egill og Jakob til Lundúna og þar voru línurnar að þessari Þaö var rykkt f handbremsuna og við vorum komnir heilir á húfi þangað sem túrinn hófst. Ef kvikmynd þeirra stuðmenninganna verður eins góð og lögin sem undirritaður fékk að heyra af plötunni þá geta landsmenn ekki undan neinu kvartað og haldið áfram að vera hamingjusamasta þjóð í heimi. J.Á.Þ.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.