NT - 02.12.1984, Blaðsíða 19

NT - 02.12.1984, Blaðsíða 19
Sunnudagur 2. desember 1984 19 Umsjón Ester Vagnsdóttir Fimm peningat Við fyrsta spilið sem Magnús dró komu upp „Fimm pening- ar“ sem tákn hins liðna. Þetta spil segir til um erfiðleika í fortíðinni, aðallega fjárhags- erfiðleika en samstöðu við erf- iðar aðstæður. Spilið táknar líka sjálfstæði, stolt og þrjósku. Djöfullinn Þar næst dró ritstjórinn trompspilið „Djöfulinn“ en spilið snéri öfugt. í þessu tilviki á það að lýsa þeim aðstæðum sem blaðið býr við. Spilið minnir á að eiginhagsmuna- sjónarmið mega ekki ráða ferð- inni. Það gefur og til kynna að ýmis öfl starfi á bak við tjöldin sem geti verið skeinuhætt. Það bendir líka á nauðsyn þess að halda lægri eðlisþáttum niðri. Ritstjórinn dró „Hengda manninn “ Þriðja spilið sem ritstjórinn dró segir okkur almenna hluti um hið ókomna. Þar dró Magnús „Hengda manninn“. Spilið er þó ekki eins svart og ætla mætti við fyrstu sýn. Það bendir á að réttsýni og innsæi muni ráða ferðinni í framtíð- inni og blaðinu takist að sigrast á þeim öflum sem næsta spil á undan varaði svo eindregið við. Hvaða stefnu ber að taka? Fjórða spilið sem dregið var segir til urn þá stefnu sem best mun reynast. Þetta spil er kall- að „Opnun". Snúi það rétt táknar það að leita beri inn á við, til einveru án þess að hafast nokkuð að eða reyna að leysa málin. Spilið sem Magn- ús dró snéri hins vegar öfugt. Það táknar að takst beri á við vandamálin, knýja fram nýja möguleika. í tengslum við næsta spil á undan mundi það tákna að leita fleiri úrræða og möguleika og það af nýju inn- sæi. Níu peningar Fimmta spilið segir til um áhrif frá umhverfinu og af- stöðu annarra til blaðsins. Við þetta tækifæri dró ritstjórinn „Níu peninga“ og snéri spilið öfugt. Það táknar ótta fólks til að taka afstöðu til blaðsins með eða á móti. Ákveðið kæruleysi sem er andstaðan við sjálf- stæða afstöðu. Hindranir Næstsíðasta spilið segir okk- ur til um hindranir og erfið- leika í framtíðinni. Spilið sem Magnús dró að þessu sinni var „Turninn og Eldingin". Það táknar að blaðið megi búast við alvarlegri hindrun eða óviðráðanlegum atburði. Þetta þarf þó ekki að vera af hinu illa, sérstaklega ef tekið er tillit til undanfarinna spila. Margt bendir til að spilið þýði einfaldlega að það takist að byggja starfsemina á grunni sem þegar hefur verið grund- vallaður og reynast mun traust- ur, samanber spil númer 3. Andað léttara Sjöunda og síðasta spilið sem Magnús dró á að svara upphaf- legu spurningunni sem var um ástand og horfur blaðsins. Spilið sem upp kom var „Tíu Sverð" en það snéri öfugt. Sverðin táknar erfiðleika en að þessu sinni falla þeir úr baki mannsins og eru því erfið- leikarnir fremur yfirborðsleg- ir. Spilið minnir þó á að þegar mótstaðan og erfiðleikarnir minnki verði að gera kröftugar ráðstafanir til að tryggja batn- andi ástand og hag blaðsins. Svo mörg voru þaúorð. Það má ljóst vera að ritstjórinn andaði léttar þegar spilin höfðu verið útskýrð og hann var ekki einn um það. Nú er bara að vita hvort spá spilanna reynist rétt. -JÁÞ NÖTOLACT orkugjafi fyrir kýr, til að fyrirbyggja súrdoða og auka sykurmagn í blóðinu. Einn pakki 21 kg. hæfilegur skammtur fyrir eina kú, daglega fyrir og eftir burð (6 vikur). NÖTACÉT (fljótandi) til að eyða súrdoða sem þegar er fyrir hendi og hækka blóðsykur magnið. Fljótvirkt og árangursríkt. Einn brúsi 1.8 lítrar hæfilegur skammtur fyrir eina kú. GAMATOX baðduft, eyðir tilteknum sníkjudýrum úr húð og hári húsdýra. í ár er baðár, eigum baðduftið til í 500 g pökkum og er það sérstaklega ætlað til böðunar sauðfjár. Einnig NUTRICHIP vítamín fyrir hesta og saltsteinar, hvítir, rauðir og bláir. Selt í kaupfélögunum um land allt og í verslun okkar Ármúla 3. Leiðbeiningar á íslensku fyrir öll þessi efni. BÚNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 Byggðu þér hús á Spánl , «-Y?' 1 ~ H •*• 1 •' ' i * 5 | k SUN SPAN A/S í Noregi bjóða þér upp á ódýr hús á Spáni. Húsin eru í TORREVIEJA, fjórar mílur suður aí ALICANTE, en þar er einhver mesta veðursœld í Evrópu (3009 sólarstundir á ári). Húsin seljast fullírágengin, með öllum innréttingum, kœliskáp, ílísar á baði og eldhúsi og marmari á gólíum. Verð írá 147.000 Nkr. - 403.000 Nkr. ÞÚ KEMTJR Á STAÐINN OG SKOÐAR Farnar eru 4 daga sýningarferðir á staðinn hálísmánaðarlega, og bjóðum við frítt uppihald á Spáni. Nœsta ferð verður 6. des. n.k. Leitið írekari upplýsinga hjá umboðsskriístoíu SUN SPAIN á Islandi. SUN SPAIN S/F Síðumúla 4 Símar 687975 og 687976

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.