NT

Ulloq

NT - 07.02.1985, Qupperneq 12

NT - 07.02.1985, Qupperneq 12
„Ég ætla sjálfri mér stóran hlut í kvikmyndum í framtíðinni“ Ur nýjn inviidinni „Cirandvievv U.S.A. - I’al rick Svvay/e og Jamie Lee ('nrtis í liliilverkuin sínum en liiin var cigamli kappaksturs- brautar oj; liann adstodar- I nivndinni „Tradinj; Places" lék Jamie Lee jjóithjartada j>leóikonu oj> tókst |)ar vel upp. Kellv. systir Jamie Lee. var í smáhlutvcrki í þeirri mynd ■ Jamie I.ee í einni af hryllinj>smync viðurnefnió „öskurdrottninj>iir‘ ÍW' Fimmtudagur 7. febrúar 1985 12 UL Spegill Dóttir tveggja Hollywoodstjarna Jamie Lee Curtis: ■ Það vakti forvitni margra, þegardóttirtveggja jafn frægra Hollywoodleikara og Tony Curtis og Janet Leigh, byrjaði að reyna fyrir sér við kvik- myndaleik. Dóttirin sjálf, Jam- ie Lee Curtis, sagði að í fyrstu hefði því verið spáð að nafnið myndi fleyta henni átakalaust áfram á framabrautinni, - en svo sögðu margir, að nafnið yrði henni ekki síðurfjötur um fót. „Þeir siðarnefndu höfðu nokkuö til síns máls“, sagði Jamie Lee. Hún var þó staðráðin í að hafa að cngu allar hrakspár, -og ég er ekki frá því að nafnió hafi hjálpað til þegar ég var aö fá áheyrn hjá stórmógúlunum í Hollywood og komast í prufumyndir. „En þegar kom- ið er inn í bransann þýðir ekkert annaö en að standa sig vel, annars dettur botninn úr öllu samanj' í fyrstu fékk Jamic Lee helst hlutverk í einhverjum lélegum hryllingsmyndum, en hvað um það, hún hafði þó fengiö vinnu og komist svolítið áleiðis á þeirri braut sem hún hafði ætlað sér. Þegar Jamie Lee hafði leikiö í „Terror Train", Hallowcen II, o.fl. slíkum hrollvekjum, hafði hún fengið viöurnefnið „Öskur-drottning- in“, því það virtist vera venjan að bíógestir æptu og öskruöu af óhugnaði þcgar spennan varð hvað mest. Ekki vildi Jamic Lee festast í einni tegund kvikmynda, svo hún fór fram á að fá nú eitthvað mannlegra hlutverk. Jú, þá fékk hún hlutverk þar sem hún lék hina hjartagóðu gleðikonu Opheliu. Leikstjóri var John Landis og það var mikill ávinn- ingur, sagði hin unga leikkona, að fá að vinna með honum. „Hann gat meira að segja feng- ið mig til að taka þátt í nektar- atriði, sem ég hefði aldrei get- að sætt mig við annars. Sjálf er ég feimin, en hann útskýröi fyrir mér að Ophelia, sem ég var að lcika, væri ékki haldin hlédrægni. Henni væri eðlilcgt að berhátta sig frammi fyrir hverjum sem var. Það fylgdi atvinnu hennar. Ég reyndi að setja mig inn í þetta, og með hjálp leikstjórans tókst „senan“ bara vel. Síðan fékk ég hlutverk sem „töff pía“ sem er eigandi kapp- akstursbrautar þar sem smábíl- ar keppa og reyna um leið að eyðilcggja bíla keppenda sinna. Þessu lylgir mikill hasar, semeigandinn vcrður auðvitað að standa í og stjórna með harðri hendi. Svo þarfærJam- ie Lee að sýna enn eina hlið á sér. Jamie Lee er nú orðinn 25 ára og hefur verið dugleg við að koma sér áfram. „Mér finnst spennandi að vinna við kvik- myndir og ég vonast til að áhuginn dvíni ckki, því ég ætla mér stóran hlut í kvikmyndum í framtíðinni", sagði Jamie Lee, þegar verið var að kynna nýju kappakstursmyndina „Grandview U.S.A.". Svo bætti hún viö til blaðamanna: „Elskurnar mínar látið þið það ekki plata ykkur hvað ég er töff í þessari mynd, því ég er bara feimin og öryggislaus stelpa, - algjör anganóra!" -

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.