NT - 06.03.1985, Blaðsíða 5

NT - 06.03.1985, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. mars 1985 5 Faglegt innbrot: 230 þúsund í þjófshöndum! ■ Borgarneslögregla leita nú ákaft að þeim sem braust inn í söluskála Skeljungs við brúarsporð Borgarfjarðarbrúar og hafði þaðan að minnsta kosti 230 þúsund krónur aðfaranótt mánudags. Innbrot þ'etta var fag- mannlega unnið og engar skemmdir unnar aðrar en þær sem nauðsynlegar voru til að nálgast pening- ana og engum vörum var stolið. Maðurinn gekk beint að lykli að peningaskáp húss- ins og tók út úr skápnum peningaskúffu með öllu innihaldi. „Þetta er slæmt og það er líka slæmt að menn skuli geynta svona mikið fé í skálanum yfir nótt." sagði Borgarneslögregla sem NT ræddi við í gærdag. Þýfið var allt sem kornið hafði inn hjá sölu- skálanum um helgina. Ásgarðsmál dómtekið: Bitist um fimm- tán milljónir ■ Skiptaréttur borgar- fógetaembættis Reykja- víkur dómtekur á fimmtu- dag skipti á söluverðmæti jarðarinnar Ásgarðs í Grímsnesi. Eigandi jarðarinnar, Sigurliði heitinn í Silla og Valda, arfleiddi á sínum tíma Skógrækt ríkisins, Hjartavernd og Reykja- víkurborg aðjörðinnien þar eð Grímsneshreppur nýtti sér forkaupsrétt sinn að jörðinni þá gekk sú arfleiðsla ekki eftir. Greiddi hreppurinn tæpar 15 milljónir fyrir jörðina að undangengnum niála- ferluni. Því hafa lögerfingjar Siguriiða og konu hans, Helgu Jónsdóttur, gert tilkail til kaupverðsins. Þá gerir skógræktin og Hjartavernd tilkall til fjárins en Reykjavíkur- borg féll frá kröfu í féð, enda hafði gjöf þeirra ver- ið háð skilyrðum. Fer skógræktin fram á rúmar 8 milljónir króna og Hjarta- vernd það sem þá er eftir, eða um 6,8 milljónir. Að sögn Ragnars Hall hjá borgarfógetaembætt- inu er dómsniðurstöðu í þessu máli tæpast að vænta fyrr en í maímánuði. 11 og 12áradrengir: Játa tíu spell- virki í Kópavogi ■ Kópavogslögreglan handtók í fyrrakvöld tvo pilta þar sem þeir voru að brjóta útiijósaperur í Hamraborginni í Kópa- vogi og við yfirheyrslur játuðu piltarnir á sig 9 innbrot og skemmdarverk sem átt hafa sér stað í bænum að undanförnu. Þeir eru 11 og 12 ára gamlir. Að sögn ívars Hannes- sonar hjá RLR beindist grunur um brotin að þessum piltum þegar í ljós komu málningarslettur á þeim en í barnaheimili sem brotist var inn í um helgina var nánast allt lagt í rúst og málningu ausið í hólf og gólf. í öllum þeim innbrotum sem drengirnir játuðu á sig var eingöngu um skemmdarverk að ræða en litlu eða engu stolið. Óslax hf: w KEA ogSIS í laxa- rækt í Ólafsfirði - ásamt heimamönnum, Eimskip, Skeljungi og fleirum Frá fréttaritara NT í SkapallrAi, Ö.Þ.: ■ Hlutafélag um fiskirækt á Ólafsfiröi, sem hlaut nafnið Ós- lax h.f. var stofnað á Ólafsfirði s.l. mánudagskvöld. Hlutafé nemur alls 5 milljónum króna. Stærstu hluthafar eru: Kaupfé- lag Eyfirðinga, Samband ísl. samvinnufélaga og Veiðifélag Ólafsfjarðar sem eiga hvert um sig 1 milljón króna, Ólafsfjarð- arbær 400 þús., Hraðfrystihús Ólafsfjarðar 250 þús., Hrað- frystihús Magnúsar Gamalíels- sonar 250 þús., Eimskipafélag íslands 195 þús. og Olíufélagið Skeljungur á 130 þús. króna. hlutafé. Auk þess eru allmargir einstaklingar hluthafar í Óslaxi h.f., en alls eru hluthafar 32. Tilgangur og markmið félags- ins eru fiskirækt og fiskeldi og önnur skyld atvinnustarfsemi í Ólafsfirði og Ólafsfjarðarvatni. Talið er að Ólafsfjarðarvatn geti hentað mjög vel lil fiskiræktar vegna þess hve það er salt um tveimur ntetrum undir yfirborði vatnsins. Og á vetrum þegar vatnið er ísi lagt, er það um 6-8 gráðu heitt á um 4 metra dýpi, sem hugsanlega gæti gcfið möguleika á að ala lax upp í slátrunarstærð. ,.Á stofnfundinum, scm 25 nianns sátu, ríkti mikill einhug- ur meðal manna um stofnun félagsins og þá hlutafjárskipt- ingu sem er,“ sagði Valtýr Sig- urbjörnsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði og forntaður undir- búningsstjórnar. En nokkur skoðanaágreiningur varð á s.l. hausti um það hve hlutafé fé- lagsins ætti að vera mikið. Á stofnfundinum var kosin 5 manna stjórn: Sigurður Jó- hannsson, Akureyri, Markús Stefánsson Reykjavík. Svein- björn Árnason, Þorsteinn Ás- geirsson og Ásgeir Ásgeirsson, allir á Ólafsfirði. Árekstur á Króknum: Fimm á sjúkrahús ■ Fimm slösuðust alvarlega í hörðum árekstri á Sauðárkróki í fyrrakvöld. Tveir fólksbílar skullu saman á gatnamótum með þeim afleiðingum að annar þeirra hentist upp í loftið yfir hina bifreiðina og hafnaði loks á toppnum. Ungmenni voru í báðum bíl- unum og hafði einn hlotið heila- hristing, í öðrum sködduðust tveir hryggjarliðir og eitt ung- mennanna handleggsbrotnaði og beinbrotnaði í andliti. Atburður þessi átti sér stað á mótum hafnarsvæðisins og Eyr- arvegar. Fiat bifreið var ekið út af hafnarsvæðinu í veg fyrir Daihatsu bíl sem ók norður Eyrarveginn. Skullu þeir horn í horn og hentist Daihatsu-inn yfir Fíat bílinn. Þrennt var í Daihatsubílnum og voru öll lögð inn á sjúkrahús en tveir af fjórum farþegum Fiatsins fengu að fara heim að skoðun lokinni. ■ Ekið var á þrítuga konu móts við Skálatúns- heimilið við Vestulands- veg í gærdag, en meiðsli sem konan hlaut voru ekki mjög alvarlegs eðlis. Á myndinni sést Hafnarfjarðarlögreglan kanna allar aðstæður en lengst til vinstri má merkja sjúkrabifreið sem flutti konuna af slysstað. NT inynd: Sverrir. Lukku Láki er hættur að reykja ■ Teiknimyndahetjan Lukku Láki er nú hættur að reykja og tyggur þess í stað strá. Þetta kemur fram í fréttabréfinu Takmark, sem gefið er út af Krabbameinsfélagi Reykjavík- ur. í Takmarki er vitnað í viðtal ■ Lukku Láki hefur nú lagt frá sér sígarettuna og tyggur í hennar stað strá. > við höfund Lukku Láka, Maur- ice de Bevere, sem birtist í tímariti Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar. Þar segir de Bevere, eða Morris eins og hann kallar sig, að Lukk* Láki hefði verið gerður eftir hinni dæmigerðu vestraímynd þar sem hetjurnar vöfðu sínar eigin sígarettur og reyktu þær. Lukku Láki var því alltaf með sígarettu dinglandi í munnvikinu: „Það var slæmt fordæmi fyrir unga fólkið að fyrirmynd þess, hetjan, var sífellt reykjandi. Mérfannst betra að Lukku Láki reykti ekki framar“ segir „Morris“ í viðtal- inu. Listamaðurinn telur ekki að þetta komi til með að hafa neikvæð áhrif á bóksöluna. Þvert á móti kunni svo að fara að hún aukist vegna þess að sumir foreldrar telji gott að Lukku Láki reyki ekki lengur, þá sé hann betri hetja. Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér s^ir: Hull/Goole: Dísarfell .............. 11/3 Dísarfell ...............25/3 Dísarfell ................8/4 Dísarfell ...............22/4 Rotterdam: Dísarfell ...............12/3 Disarfell ...............26/2 Dísarfell ................9/4 Dísarfell ...............23/4 Antwerpen: Dísarfell .............. 13/3 Dísarfell ...............27/3 Dísarfell ...............10/4 Dísarfell ...............24/4 Hamborg: Dísarfell .............. 15/3 Dísarfell ...............29/3 Dísarfell ...............12/4 Dísarfell ...............26/4 Helsinki/Turku: Hvassafell . 27/3 Falkenberg: Mælifell . 15/3 Larvik: Jan . 18/3 Jan .. 1/4 Jan . 15/4 Gautaborg Jan . 19/3 Jan .. 2/4 Jan . 16/4 Kaupmannahöfn: Jan . 20/3 Jan . . 3/4 Jan . 17/4 Svendborg: Jan ..................7/3 Jan .................21/3 Jan ..................4/4 Jan .................18/4 Aarhus: Jan ..................7/3 Jan .................21/3 Jan...................4/4 Jan ................ 18/4 Gloucester, Mass.: Jökufell............ 13/3 Halifax, Canada: ,Jökulfell............14/3 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth 180 121 Reyk|avik Simi 28200 Telex 2101 XAlllr vita, en sumlr'N. að reiðhjól barna eru best geymd inni að vetrarlagi. ||u£fb«mr

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.