NT - 06.03.1985, Blaðsíða 12

NT - 06.03.1985, Blaðsíða 12
Oðru vísi afmælisveisla en fyrirhuguð hafði verið ■ Hinn 23. junúar s.l. átti Karólína Mónakóprinsessa 28 ára afmæli. Pann dag varð minna um dýrðir en til hafði staðið, en þau hjón, hún og Stefano Cariraghi höfðu gert sér vonir unt að þau gætu haldið upp á vel hcppnaða rallkeppni sem þau tóku þátt í frá París og Ijúka átti í Dakar, höfuþborg Sencgal, 22. janú- ar, með þvt að kippa töppum/ úr nokkrum kampavínsflösk- um og samgleöjast öðrum þátt- takendum í keppninni. Þessi von átti ekki eftir að rætast, þar sem þau hjónin hættu keppninni cftir óhapp á fimmta degi. Til að bæta sér upp óheppnina í kappakstrin- um og jafna sig eftir skrckkinn bar Karólína fram þá hógværu ósk, að ekki yrði gert mikið veður út af afmælinu. Hennar ósk var að fara í skárri fötin og vera viðstödd óperusýningu. Það mætti svo fára á einhvern rólegan og hljóðlátan stað á eftir. Bóndi hennar var ekki iengi að fallast á bón hennarog á mcðfylgjandi mynd sjáum við þau hjón halda afmælis- daginn hátíðlegan samkvæmt óskuni prinsessunnar. ■ Karólína og Stefano þurftu að jafna sig eftir skrekkinn í rallkeppninni. í»að er gott að fara i óperuna undir slíkum kringumstæðum. Fátæka drottningin fyrrverandi bíður eftir stóra arfinum Miðvikudagur 6. mars 1985 12 ■ Alltaf er hún sama hefðar- ,frúin, jafnvel þó að hún veröi að láta sér nægja smáeftirlaun til að lifa af. En Alexandra, fyrrum drottning Júgóslavíu, sem nú býr í Feneyjum horfir bjartsýn til framtíðarinnar. Hún setur allar vonir sínar á að komast í fjárhirslur svissnesks banka, þar á að vera að finna auðæfi, sent tengdafaðir hennar, Alexander I, konung- ur af Júgóslavíu, skildi eftir sig. Alexandra er ekki ein um að standa í þeirri meiningu, að í fjárhirslunni sé mikinn auð að finna. Stjórnin í Belgrad er líka sannfærð um það og hefur gefið fyrirmæli til Genfar um að hirslan verði opnuð í vitna viðurvist. En Alexander I, sem myrtur var í Marseille, tók með sér í gröfina leynilykil þann, sem þarf til að fá aðgang að peningaskápnum og sam- kvæmt erfðaskrá hans, verða að líða 50 ár frá dauða hans, áður en nokkur fær að komast þangað inn. Núverandi yfirvöld í Júgósl- avíu halda því fram, að „ólög- lega fengin auðæfi tilheyri rík- inu en ekki ættingjum," en Alexandra og hennar ráðgjafar eru þeirra skoðunar, að engar sannanir séu fyrir því að auðæfi Alexanders I séu illa fengin: Á meðan Alexandra bíður lausnar á vanda sínum, verður hún að láta sér nægja eftirlaun, en þau nema u.þ.b. 17.000 krónum, sem verða minna og minna virði með hverju árinu sem líður. Sparifé hennar er fyrir löngu uppurið og dýrmæt- ir erfðagripir löngu seldir. Lögfræðingar hafa talið kjark í Alexöndru á þeim for- sendum að hún sé ekkja síð- asta kóngs Júgóslavíu, Péturs II, sem flúði land 1941. Þau giftust árið 1944 í London og ári síðar fæddist sonur þeirra Alexander, sem enn þann dag í dag kallar sig „krónprins". Þau mæðgin gera sér vonir um að dómstólar felli þann úrskurð, að þeim beri a.m.k. hluti þeirra stóreigna, sem þau eiga von á að finna í bankahólf- inu, og þar með verði fjár- hagsvandi þeirra leystur um aldur og ævi. ■ Hér áður fyrr á árunum var Aiexandra, íyrrum drottn- ing Júgóslavíu, tíður gestur á ■ Pétri II, Júgóslavíukon- fínasta hóteli Feneyja, Dan- ungi, og Alexöndru drottningu ieli. Nú orðið kemur hún að- hans fæddist sonurinn Alex- eins þangað, þegar einhver ander í júlí 1945. Fjórum mán- gesturinn þar býður henni í uðum síðar varð Júgóslavía heimsókn. lýðveidi. Sá hann tvöfalt, eða hvað? ■ Dean Martin er enn hrcss og hefur augun hjá sér þegar fallegar stúlkur eru annars vegar. Hér áður fyrr átti hann það til að halla sér of mikiö að flöskunni, og þegar hann tróð upp á skemmtistöðum var Itann vanalega með glas í hendi og sagði brandara af fyllirí- inu á sjálfum sér. Hann hefur þó víst fyrir löngu bætt ráð sitt á því sviði. Á ferð í París mátti hann auðvitað til með að kíkja inn í skemmtistaðinn Moulin Rouge (Rauðu mylluna) og þar tóku á móti honunt þessar tvær fallegu stúlkur, - eins klæddar, eins greidd- ar og mjög Iflca í andliti. „Hvað er þetta," sagði Dean, „er ég nú aftur farinn að sjá tvöfalt?!" ■ Dean Martin tók af sér gleraugun, ef það skildi vera þeim að kenna að hann sæi tvöfalt. ■ Þetta er glæsilegur hnpiir ungra manna sem tók að sér að dreifa NT á Akureyri um síð- ustu hclgi. Piltarnir eru allir í Knattspyrnufélagi Akureyrar, eða KA eins og það er nefnt í daglegu tali. „Þetta er frískt og gott blað og iint að dreifa því,“ NT-mynd: Kjartan AsmunAvson. sögðu piltarnir og voru meira en fúsir til að sitja fyrir á þcssari heimildarmynd um dreifínguna...

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.