NT - 23.03.1985, Blaðsíða 23

NT - 23.03.1985, Blaðsíða 23
 Laugardagur 23. mars 1985 23 LlL 9 i ■i Dregið í Evrópukeppnum í knattspyrnu: Stefnir í stórleik ■ Það stefnir allt í stórúrslita- leik í Evrópukeppni meistara- liða. Dregið var í Evrópu- keppnum í gær og drógust saman í Evrópukeppni meist- araliða Liverpool og Panat- hinaikos annarsvegar og Ju- ventus og Bordeaux hinsvegar. Verður að telja Liverpool og Juventus sigurstranglegri - þó má alls ekki afskrifa Bordeaux. Everton fékk það erfiða verkefni að glíma við Bayern Munchen í Evrópukeppni bikarhafa. Bayern er í góðu formi um þessar mundir og Everton reyndar líka. Hinn leikurinn í keppni bikarhafa er á milli Rapid Vín og Dynamo Moskva. í UEFA-keppninni leiða saman hesta sína þau tvö lið sem hvað sterkust eru þ.e. Inter Mílanó og Real Madrid. Hinn leikurinn er á milli tveggja liða frá austur- blokkinni þ.e. Videoton frá Ungverjalandi og Zeljesnicar frá Júgóslavíu. Pað verða því örugglega þrír stórir leikir í næstu umferð Evrópukeppnanna. Juventus- Bordeaux, Bayern-Everton og Inter Real Madrid. ■ Tveir leikir voru í keppni neðstu liða í 1. deild í hand- knattleik í gærkvöldi. Fyrst sigraði Stjarnan Þór frá Vest- mannaeyjum með 22 mörkum gegn 20 og síðan unnu Þróttar- ar UBK með 22 mörkum gegn 21. Páll Ólafsson skoraði sigur- mark Þróttar og sitt 10 mark beint úr aukakasti á síðustu sekúndu leiksins Kristján Hall- dórsson gerði 5 fyrir Blikana. Sigurjón Guðmundsson var markahæstur Stjörnumanna með 6 mörk en Páll og Sig- björn gerðu 6 hvor fyrir Þór Ve. Myndin hér til hliðar er úr leik Stjörnunnar og Þórs og sýnir Guðmund Þórðarson skjóta á mark - með slæmum árangri. NT-mynd: Árni Bjarna. Norskur handbolti: Urædd meistari Frá Amþrúði Karlsdóttur fréttaritara NT í Noregi: ■ Liðið Urædd frá bænum Porsgrunn varð norskur meistari í handknattleik um helgina síðustu. Liðið vann Stavanger í lokaleik sínum og tryggði sér þar með sinn fyrsta meistaratitil. Stavanger varð í öðru sæti. Helgi Ragnarsson, sem nú er þjálfari KA mun þjalfa Stavanger á næsta ári. Um 3.-4. sætið í deildinni keppa Fre- driksborg-Sky, liðið sem Gunnar Einars- son spilar með, og Kolbotn sem FH-ingar slógu út úr Evrópukeppninni. Þess má geta að Gunnar Einarsson mun þjálfa Fredriksborg á næsta ári en ekki er víst hvort hann muni spila með liðinu líka. Fjellhammer, sem Víkingar slógu út úr Evrópukeppni bikarhafa, varð í sjöunda sæti í deildinni. Hvað er að gerast um helgina? Handknattleikur: Stóri leikurinn verður á milli Víkings og Barcelona í Evrópu- keppni bikarhafa. Leikurinn verð- ur í Laugardalshöll kl. 20.30 á sunnudagskvöldið. Þá verður keppt í úrslitum í neðri hluta 1. deildar, 2 deild og í 3. deild. Keppt er í 1. deild í Digranesi og þar verða tveir leikir í dag. Þrótturog Stjarnan kl. 14:00 og UBK-Þór Ve. kl. 15:30. Á morgun keppa svo kl. 14:00 Þór og Prótturogkl. 15:30 Stjarnan-UBK. Efstu liðin í 2. deild spila á Akureyri. f dag spila Fram-KA kl. 14:00 og Haukar-HK kl. 15:30. Á morgun HK-Fram kl. 14:00 og KA-Haukar kl. 15:30. Neðstu liðin í 2. deild spila í Seljaskóla og úrslitakeppni 3. deildar fer fram á Akranesi. Körfuknattleikur: Úrslitaleikurinn í úrvalsdeildinni verður í Njarðvíkum kl. 14:00 í dag. Þá verður spilað í yngri flokkum yfir helgina. Frjálsar íþróttir: Innanhússmót öldunga er í Bald- urshaga og KR-húsinu um helgina og hefst í Baldurshaga kl. 14:00. Sund: íslandsmótið í sundi fatlaðra hefst í Sundhöll Reykjavíkur kl. 17:00 í dag en það byrjaði í gær. Skíði: Þingvallagangan, frá Hveradöl- um að Þingvöllum er í dag og hefst kl. 12:00. Þá er bikarmót í alpa- greinum í Bláfjöllum. Unglingar 15-16 ára keppa í alpagreinum á Dalvík og keppt verður í stökki fullorðinna á Ólafsfirði. Glíma: Landsflokkaglíman verður á morgun í Melaskóla kl. 14:00. MJÓLKURDAGSNEFND með daglegri mjólkurneyslu Átvítugsaldri hafa beinin náð fullum vexti og þroska. Engu að síður þurfa þau á kalki að halda því líkaminn getur ekki framleitt það sjálfur til eðlilegs viðhalds á styrk beinanna. Eftir miðjan aldur byrja beinin að tapa kalki sínu og þá eru þeir tvímœlalaust betur settir sem neyttu mjólkur daglega. Hjá þeim verður kalktapið tœpast svo mikið að hœtta sé á alvarlegri beinþynningu og fylgikvillum hennar; viðkvœmum og stökkum beinum sem gróa illa eða skakkt saman, bognu baki, hryggskekkju o.fl. Tvö glös af mjólkurdrykkjum á dag innihalda lágmarks kalkmagn fyrir þennan aldurshóp. Mjólk erörugg vðm í baráttunni gegn beinþynningu. Mjólk í hvert mál Ráðlagður dagskammtur (RDS) afkalkiogmjólk Dagsþörfaf kalkifmg Samsvarandi kalkmagn í mjólk,2,5dlqiös Böm 1-lOöra ■ 800 3 Unglingar 11-18 öra 1200 4 Ungtfólkogfullorðið 800 .. 2-3 Konurefflrtfðahvörf 1200-1500 4-5 Ófrfskarkonurog brjóstmaBður 1500 5 Mjólk Inniheldur meira af kalkl en aðrar fœðutegundir og auk þess ABogD vrtamfn, kalfum, magnfum, zlnk og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar Ifkaminn til vaxtar og viðhalds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst f líkamsvðkvum, holdvetjum og frumuhimnum og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vöðvasamdrótt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalklð hluti af ýmsum efnaskiptahvötum. Til þess að líkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D vftamfn, en það er einmitt í hœfilegu magni f mjólkinni. Neysla annarra kalkrfkra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast meira en 300 mg af kalki ó dag en það er langt undir lógmarks þörf. Úr mjólk fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr um það bil þremur glösum og er auk þess auðnýftara en í flestum öðrum fœðutegundum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.