NT - 04.04.1985, Blaðsíða 8

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 8
 Fimmtudagur 4. apríl 1985 8 Blað II fallega rauðbrúnt. Allar þessar eggjahefðir í Austur-Evrópu hafa eðlilega minnkað samfara afkristnun kommúnismans, en víða er eggjamálun þó mikil list í þessum heimshluta og lengstum stunduðjafntaf lista- mönnurn og alþýðufólki, eink- um konum. Þess eru jafnvel dæmi að keppt sé í því að mála egg. Egg þessi eru oft á tíðum Örfáir fróðleiksmolar um páskaegg af ýmsu tagi hin ágætustu listaverk, sem af hangandi í armböndum ellegar skiljanlegum ástæðum eru þó hálsfestum. ekki mjög endingargóð. Víða hefur það líka verið I Rússlandi gáfu menn páska- siður að mála egg, úrblásin egg eftir efnum og aðstæðum, ellegar harðsoðin rauð og þá í sumir Iituðu þau með lauk- minningu hans blessaða blóðs. hýði, aðrir létu smíða þau úr Það tíðkaðist meðal annars að eðalmálmum. í Kreml eru gefa slík egg ungum börnum geymd nokkur páskaegg sem ogfylgdisáátrúnaðuraðgjöfin skara framúr, kennd við gull- myndi tryggja þeim heilbrigði smiðinn Carl Fabergé, hirð- næstaárið. Þeir sem fylgst hafa gullsmið Nikulásar II keisara. nteð páskaguðþjónustum í Hið frægasta af eggjunt Fa- réttrúnaðarkirkjum austurálf- bergés er á stærð við tvo unar segja að þar megi sjá mannshnefa og mótað úr gulli gamlar konur handfjatla rauð- og platínu. Ytra borðið hefur máluð egg með guðrækislegum ■ Það er tiltölulega nýr siður að gefa börnum súkkulaðiegg á páskum, en hann á rætur sínar að rekja allt aftur í fornöld. Löngu áður en kristin trú kont til sögunnar var eggið álitið heilagt hjá ýmsum þjóðum. Helgi eggsins fólst einkunt í tvennu: I fyrsta lagi má líta á það sem uppruna alls og í öðru lagi var það eins konar alheimstákn - skurnin táknar þá jörðina, hvítan tákn- ar vatnið, rauðan táknar eldinn, auk þess sem eggið inniheldur líka fjórðu höfuð- skepnuna, loft. Hjá fornþjóð- um voru egg algengar fórnar- gjafir til guða og hjá Grikkjum og Rómverjum mun það hafa tíðkast að gefa egg á vorin sem tákn um endurkomu og áfram- hald lífs og jarðargróðurs. Það eru því ýmsar ástæður fyrir því að eggið hefur tengst páskahátíðinni. Ein liggur kannski í augum uppi: í suð- lægari löndum taka fuglar að verpa eggjum um páskaleytið og af því getur hafa orðið til einhvers konar eggjahátíð. Forðum tíð þegar landbúnað- arhættir voru frumstæðari gerðu hænsn á noðurhveli einnig hlé á eggjavarpi yfir veturinn, en tóku síðan til óspilltra málanna um páskana. Þess er cinnig að geta að áður fyrr var neysla eggja forboðin á föstunni, rétt einsog kjötát. Á páskadagsmorgun máttu menn svo aftur snæða egg. Frumkvöðlar kristninnar höfðu bein í nefinu og tóku upp á arma sína ýmsar fornar hátíðir og gerðu að sínum. Þetta gildir bæði um páska og jól. Um páskaleytið voru í heiðnum sið haldnar vorhátíð- ir, sem og víða enn utan krist- inna landa. Þetta er náttúrlega mjög eðlilegur tími til að halda hátíð þegar jörðin er að vakna af vetrarsvefni og sólin að hækka á lofti. Það var því ærin ástæða til að hugsa til sumars- ins og biðja æðri máttarvöld um góða og ríkulega uppskeru. Eggið og það líf sem það nærir með sér er vissulega tilvalið frjósemistákn og hefur líklega tengst þessari vorhátíð strax í árdaga. Það er nokkuð óljóst hvers konar hátíð hún var, þessi heiðna vorhátíð, því heimild- irnar eru harla fátæklegar og mun yngri en siðurinn. Á þýsku kallast páskarnir „oster“ og á ensku „easter", sem talin eru gömul heiti á þessari heiðnu hátíð. Sumir liafa álitið að til hafi verið gyðjan Ostara og að hátíðin hafi verið heitin eftir henni, en þau fræði eru öll býsna óljós og vafasöm, því heimildir skortir. Þessi gamla hátíð tengdist ékki aðeins vexti og viðgangi náttúrunnar held- ur einnig birtu og ljósi og hér eimir enn eftir af þeirri trú. Líkt og víða um Evrópu var það hald manna hérlendis að sólin dansaði á páskadags- rnorgun af gleði yfir upprisu Jesú Krists. Mönnum er þó ráðlagt að setja upp sólgler- augu áður en þeir ganga úr skugga um sannleiksgildi þessa. En ætlunin var víst að fjaila um páskaegg, en ekki gleðilæti sólarinnar. Þegarhin eiginlega páskahátíð kom með kristn- inni fylgdi eggið með sem eins konar tákn upprisunnar, bæði upprisu Krists og upprisu hinna dauðu á dómsdegi, því einsog unginn brýtur skurnina rísa hinir dauðu úr gröfum sínum í heimsslitum. Það eru ýmsir siðir sem tengjast páskaeggjum og erum við Islendingar sennilega einna fátækastir þjóða í þvi' efni. Árni Björnsson segir frá því í bók sinni um tyllidaga að forð- um hafi börn í Evrópu fengið að fara út í skóg á páskum til að safna eggjum. Þegar skóg- lendið hörfaði og borgir stækk- uðu tók þessi siður á sig þá mynd að foreldrar földu egg í görðum, svó að börnin hefðu eitthvað að finna. Víða var þá látið svo heita að svokallaður páskahéri, sem mun allsendis óþekktur hér á landi, kæmi með eggin og feldi þau. Að því kom að í stað eggja til átu var tekið að útbúa skrautleg páskaegg. Innihaldið var sogið úr egginu og skurnin síðan máluð eða skreytt með öðrum hætti. Þessi siður er líklega elstur og ábyggilega þróaðastur meðal þjóða í Austur-Evrópu. Þar var til dæmis algengt að lita egg með því að sjóða þau með laukhýði. Fyrst var gjarnan bundið laufblað, til dæmis smárablað á eggið, og það síðan soðið með miklu laukhýði. Þar sem blaðið var kom enginn litur en annars staðar varð eggið liina fullkomnu lögun eggsins, en er annars nokkuð látlaus, en það er innihaid eggsins sem vekur furðu. Því er lokið upp með litlum gulllykli og þá kem- ur í Ijós, greypt í platínu, líkan af fyrstu Síberíujárnbrautar- lestinni. Líkanið er fram úr hófi smásmugulegt og í gegn- um örsmáa lestargluggana má meðal annars greina skilti þar sem lagt er bann við reyking- um. Einhvern tíma um alda- mótin var egg þetta gjöf Niku- lásar keisara til spúsu sinnar, en annars fékk hún á hverjum páskum einhverja viðlíka dýr- gripi í eggjamynd, stundum svip. Þar þekkist einnig sá sið- ur að leggj a egg á grafir látinna ættmenna á páskadagsmorgun sem tákn um upprisu holdsins, stundum merkt XB, og stendur X þá fyrir frelsarann og B fyrir upprisu hans. é, 1 Grikklandi má^a menn hænuegg einnig rauð. Þar er til sú siðvenja að 'koma saman á páskadagsmorgun og slá sam- an eggjum um leið og höfð eru yfir orðin „Kristur er uppris- inn“ og er þá hið hefðbundna svar á móti: „Víst er hann risinn." Þessi siður er ekki óáþekkur leik sem þekktist, og þekkist kannski enn, á Norðurlöndun- um, en þó einkum í Suður- Svíþjóð. Við getum kallað hann eggjahark, en á sænsku heitir hann „ággpickning“. Snemma á páskadagsmorgun safnaðist fólk saman, oftastnær karlmenn, með drjúgar birgðir af lituðum harðsoðnum eggjum. Þeir tóku síðan að banka saman eggjum í gríð og erg og taldist sá keppandi vera sigurvegari sem hafði heilt egg, en ef bæði reyndust brotin hélt hver sínu eggi. Sá sem hafði flest egg að loknum leik fór svo með sigur af hólmi. Þeir eru margir páskasiðirnir og surnir ærið kúnstugir. Það virðist tildæmis gamall siður víða í Norður-Evrópu að rúlla eggjum niður hæðir eða hóla og eru til fornar heimildir á Englandi um slíkt athæfi. Þeg- ar um keppni var að ræða var markmiðið annað hvort að rúlla sínu eggi sem lengst eða á að reyna að hitta önnur egg. Bandaríkjunum var það til- dæmis löngum siður að rúlla eggjum á grasflötinni fyrir framan Hvíta húsið á páska- dagsmorgun. Síðan á nítjándu öld hafa máluð hænuegg verið í harðri samkeppni við gotterísegg, fyrst pappaöskjur sem fylltar voru með sælgæti og síðan súkkulaðieggin einsog við þekkjum þau í dag. Við hér á Islandi neytum páskaeggja eins og aðrar þjóðir, en annars erum við ógn fátæk af páska- siðum og -hefðum. Ástæðan er ef til vill sú að hér á landi höfðu menn lítil efni og aðstæður til að halda stórhátíðir svo síðla vetrar þegar það eitt gilti að þrauka til vors. Hér hefur aldrei verið neitt um það að ráði að menn máluðu á hænu- egg, enda voru egg hér sjaldséð áður fyrr og ekki fastur liður í mataræði fyrr en nýlega. Sæl- gætispáskaegg virðast líka hafa verið svo til óþekkt hér á íandi fyrr en um 1920. Líkur benda til þess að það hafi verið Björnsbakarí í Reykjavík sem þá hafi verið fyrst til að inn- leiða þennan sið, fyrst áður- nefndar pappaöskjur, en síðan fylgdi sælgætisiðnaðurinn í kjölfarið með öllu afli þannig að nú má það vera ólánsamt og afskipt barn sem ekki fær að minnsta kosti-eitt súkkulaðiegg á páskum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.