NT - 04.04.1985, Blaðsíða 20

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 20
Sjónvarp mánudag 2. í páskum kl. 21.25 ■ Þorsteinn Ö. Stephensen og Lárus Pálsson bjuggu leikritiö til útvarpsflutnings. Útvarp sunnudag kl. 13.00 Mýsog menn endurflutt ■ Á páskadag 7. aprii kl. 13.00 verður endurflutt lcikritið Mvs og menn eftir handaríska rithöf- undinn John Steinbcck. Ólafur Jóh. Sigurðsson þýddi leikritið, en Lárus Pálssori og Þorstcinu (). Stephensen bjuggu það til flutn- ings í útvarpi. Leikritið, sem er byggt á sant- nefndri sögu Steinbecks, segir frá tveimur farandlandbúnaðar- verkamönnunt, Georgog Lenna, sem eru tengdir sterkum vináttu- böndum, þó að þeir eigi ekkert sameiginlegt annað en drauminn um eigið býli. L.cnni ertreggáfað- ur risi, sem er haldinn óviðráðan- legri löngun til að strjúka allt sem er mjúkt og cr sífellt að lenda í vandræðunt vegna þessarar ár- áttu sinnar. Þeir vinirnir hafa ráðið sig til starfa á búgarði nokkrum staðráðnir í að reyna að safna peningum svo aðdraum- ur þeirra megi rætast. En margt fer á annan veg en ætlað er. Leikendur eru: Lárus Pálsson, Þorsteinn Ö. Stephensen. Steindór Hjörleifsson, Róbert Arnfinnsson, Guðmundur Pálsson, Krisbjörg Kjeid, Gísli Halldórsson, Valdemar Lárus- son, Rúrik Haraldsson, Árni Tryggvason. Leikstjóri er Lárus Pálsson. en aðstoðarleikstjóri Jón Múli Árnason. Tæknimaður er Magnús Hjálmarsson. HALLIOG LADDI og fleiri stórmenni í FJAÐRAFOKI ■ Það verður mikið ntannval í sjónvarpsþætti skcmmtiþátt- ar Lionsmanna, FJAÐRA- FOKI, sem er á dagskrá kl. 21.25 á annan í páskum. Sá þáttur er í tilefni af væntanlegri sölu „Rauðu fjaðrarinnar", sem Lionsmenn hafa selt áður til peningaöflunar til líknar- mála, aðallega til kaupa á lækningatækjum. Efnisval og umsjón þáttarins er í höndum hins þekkta og vinsæla útvarpsmanns Svavars Gests, en stjórnandi er Valdi- mar Leifsson og kynnir Þorgeir Ástvaldsson. Eins og fyrr segir er það mikið mannval sem þarna legg- urgóðu málefni liðogskemmt- ir áhorfendum um leið, svo sem söngvararnir Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson. Hinn eini sanni Ómar Ragn- arsson lætur þarna Ijós sitt skína ásamt Hauki Heiðari Ingólfssyni. Halli og Laddi (Haraldur Sigurðss. og Þór- hallur Sigurðss.) verða með í því að skemmta áhorfendunt. ■ Á þessari mynd fer vel á meö húsciganda og leigjanda. Þátturinn „FARDU NÚ SÆLL“ kveður ■ Undanfarna mánudaga hafa sjónvarpsáhorfendur velt því stundum fyrir sér hvernig hægt væri að botna samband hennar Victoriu Jones og Trav- is Kent leigjanda hennar svo vel færi nú í sögulök. í þessum síðasta þætti segir frá því, að Travis er farinn að velta því fyrir sér, að hann þurfi að verða sér úti um „nýja konu" svo tilveran verði skemmtilegri. Þó Victoria hafi lagt hart að sér við að koma leigjanda sínunt út úr húsinu, á er hún ekki ánægð með vaða stet’nu kvennamál leigj- andans taka. Og ekki bætir úr skák þegar Travis leyfir sér að bjóða ungu konunni, Louise (leikin af Jill Mcager) heim til þess að eiga vingott við hana í húsi Victoriu sjálfrar, þá er henni nóg boðið. Hver út- koman verður sjáum við svo á' 'mánudagskvöld. Leigjandann, Travis Kent. leikur Richard Briers, Victoriu Jones leikur Hannah Gordon og dóttur hennar Lucy leikur Talla Hayes. ■ Margir þekktir menn koma fram í „FJAÐRAFOKI“ - en bregöa sér í önnur hlutverk en þeir gegna í daglegu lífí. - Hvaða hlutverkum ætli t.d. þeir komi fram í: sr. Ólafur Sktilason dómprófastur, Sigurbjörn Þorbjörnsson ríkisskattstjóriogTómas Árnason, fyrrv. ráöherra og seðlabankastjóri? og má búast við að yngri kyn- slóðin sitji því spennt við sjón- varpstækin. Þá koma fram leikararnir Randver Þorláks- son og Sigurður Sigurjónsson og svo hljómsveitirnar Cosa Nostra og Lúdó-sextettinn. Þeir Halldór Blöndal, Helgi Sæntundsson, Indriði G. Þor- steinsson, Jón Helgason ráð- herra, Karl Steinar Guðnason, Ólafur Skúlason, Sigurbjörn Þorbjörnsson og Tómas Árna- son bregða sér í önnur hlutverk en þeir gegna í daglegu lífi sínu, að því er þeir sjónvarps- menn segja í kynningu á þessu „rauða fjaðrafoki“. Fimmtudagur 4. apríl 1985 20 Blflð II Sjónvarp kl. 20.50 - sunnudag: STALÍNerekki hér - flutt á páskadag í Sjónvarpinu Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur Mundu og Helgi Skúlason leikur Þórö. ■ Leikritið „Stalín er ekki hér“ eftir Véstein Lúðvíksson var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1977. Það vakti þá miklar um- ræður og blaðaskrif og var vel sótt. Nú fá sjónvarpsáhorfendur að sjá þetta leikrit í leikstjórn Lárusar Ýmis Óskarssonar. í kynningu frá Sjónvarpinu segir: „Leikritið er uppgjör höfundar við kjarnafjölskyld- una og stalínisma innan vinstri- hreyfingarinnar.“ Persónur og leikendur í Stal- ín er ekki hér- í sjónvarpsleik- gerðinni - eru: Þórður, leikinn af Helga Skúlasyni, Mundu leikur Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Stjána leikur Egill Ólafsson, Svandísi - Vilborg Halldórsdóttir, Kalli er leikinn af Þresti Leó Gunnarssyni og Huldu leikur Guðrún S. Gísla- dóttir. Egill Aðalsteinsson sér um myndatöku, en Baldur Már Arngrímsson um hljóð. Leik- mynd er eftir Baldvin Björnsson. Stjórnandi við upp- töku er Elín Þóra Friðfinns- dóttir. ■Hm Sjónvarp mánudag kl. 20.50 Föstudagur 5. apríl Föstudagurinn langi 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólls- dóttir. 19.25 Knapaskólinn Þriðji þáttur. Breskur myndaflokkur i sex þáttum um unglingsstúlku sem langar til að verða knapi. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Hljómar sætir líða... Blokk- flautusveit frá Vínarborg, Wiener Blockflötenensemble, flyiur verk eftir nokkra meistara fyrri alda: Glogauer, Ludwig Senfl, Erasmus Widmann, Le Romain ogJoseph Haydn. Stjórn upptöku: Andrés indriðason. . 20.50 Stiklur 21. Með fróðum á frægðarsetri I þessum þætti ligg- ur leiöin út meö Eyjafiröi austan- verðum að Laufási í Grýtubakka- hreppi, höfuðbóli að fornu og nýju. I fylgd með séra Bolla Gustavssyni prófasti er timinn fljótur að líða, bæði í kirkjunni og hinum reisulega torfbæ þar sem allt er í svipuðu horfi og meðan búið var í honum. Umsjónarmaður Ómar Ragnars- son. 21.50 Kniplingastúlkan (La dentel- liére) Svissnesk-frönsk bíómynd frá 1977. Leikstjóri Claude Gor- etta. Aðalhlutverk: Isabella Hupperts, Yves Beneyton, Flor- ence Giorgetti og Michel de Re. Ung og óspillt stúlka sem stunda hárgreiðslunám kynnist háskóla- pilti í sumarleyfinu. Þau verða ástfangin og fara að búa saman. Framtíðin virðist björt en enginn veit hvað í annars brjósti býr. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 23.40 Fréttir í dagskrárlok. Laugardagur 6. apríl 16.30 Iþróttir Umsjónarmaður Ingólf- ur Hannesson. 18.30 Enska knattspyrnan 19.25 Þytur i láufi Fimmti þáttur. Breskur brúðumyndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Við feðginin Tólfti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í þrettán þáttum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Gestir hjá Bryndísi Bryndis Schram tekur á móti gestum í sjónvarpssal. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 21.50 Óskarsverðlaunin 1985 Sjón- varpsþáttur frá afhendingu Óskars- verðlaunanna bandarísku fyrir kvikmyndagerð og leik. Athöfnin fór fram í Los Angeles 25. mars sl. Kynnir Jack Lemmon. Þýðandi Ell- ert Sigurbjörnsson. 23.20 Hefnd bleika pardussins (The Revenge of the Pink Panther) Bandarisk gamanmynd fjrá 1978. Leikstjóri Blake Edwards. Aðal- hlutverk: Peter Sellers, Herbert Lom, Robert Webber og Byan Cannon. Clousseau lögreglufor- ingi á í höggi við voldugan fíkni- efnahring sem vill hann feigan. Um tima er meistaraspæjarinn talinn af og hans forna fjanda, Dreyfusi fyrrum lögreglustjóra, er falið að hefna hans. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 01.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 7. apríl Páskadagur 17.00 Páskamessa í Bústaðakirkju Séra Ólafur Skúlason vígslubiskup predikar og þjónar fyrir altari. Kór Bústaðakirkju syngur, stjórnandi Guðni Þ. Guðmundsson organisti. 18.00 Stundin okkar Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Andrés Indriöason. 19.00 Hlé 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.20 Karlakórinn Fóstbræður Karlakórinn Fóstbræður syngur í sjónvarpssal nokkur lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda. Stjórn- andi Ragnar Björnsson. Stjórn upptöku: Viðar Víkingsson. 20.50 Staiín er ekki hér Leikrit eftir Véstein Lúðvíksson. Leikstjóri Lár- us Ýmir Óskarsson. Persónur og leikendur: Þórður ... Helgi Skúla- son. Munda ... Margrét Helga Jó- hannsdóttir. Stjáni ... Egill Ólafs- son. Svandis ... Vilborg Halldórs- dóttir. Kalli ... Þröstur Leo Gunn- arsson. Hulda... Guðrún S. Gísla- dóttir. Leikritið er uppgjör höfundar við kjarnafjölskylduna og stalín- isma innan vinstrihreyfingarinnar. Varla hefur nokkurt islenskt nú- tímaleikrit vakið aðrar eins umræð- ur og blaðaskrif sem „Stalin er ekki hér“ þegar það var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1977. Mynda- taka: Egill Aðalsteinsson. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Leik- mynd: Baldvin Björnsson. Stjórn upptöku: Elin Þóra Friðfinnsdóttir. 22.50 Litríkur svartlistamaður Þátt- ur af dönskum listamanni, Palle From, sem fæst bæði við grafík og Ijósmyndun. Fyrirmyndir finnur hann ýmist á knæpum í Kaup- mannahöfn eða í Færeyjum þar sem hann er tíður gestur. Þýðandi Helgi Skúli Kjartansson. (Nordvis- ion - Danska sjónvarpið). 23.20 Dagskrárlok. Mánudagur 8. apríi Annar í páskum 19.25 Aftanstund Bamaþáttur með innlendu og erlendu efni: Tommi og Jenni, Sögurnar hennar Siggu og Súsí og Tumi. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarp næstu viku Umsjón: Guðmundur Ingi Kristjánsson. 20.50 Farðu nú sæll Lokaþáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sjö þáttum. Aðalhlutverk: Richard Bri- ers og Hannah Gordon. Þýðandi Helgi Skúli Kjartansson. 21.25 Fjaðratok Skemmtiþáttur Lionsmanna í tilefni af væntanlegri sölu „Rauðu fjaðrarinnar". Efnisval og umsjón: Svavar Gests. Stjórn- andi: Valdimar Leifsson. Kynnir: Þorgeir Ástvaldsson. Fram koma: Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Ómar Ragnarsson, Haukur Heiðar Ingólfsson, Harald- ur (Halli) Sigurðsson, Þórhallur (Laddi) Sigurðsson, Randver Þor- láksson, Sigurður Sigurjónsson og hljómsveitirnar Cosa Nostra og Lúdósextettinn. Auk þess munu þeir Halldór Blöndal, Helgi Sæ- mundsson, Indriði G. Þorsteins- son, Jón Helgason ráðherra, Karl Steinar Guðnason, Ólafur Skúla- son, Siaurbjörn Þorbjörnsson og Tómas Árnason bregða sér í önnur hlutverk en þeir gegna í daglegu lífi. 22.30 Gufubaðstotan (Finnbastuen) Sænsk sjónvarpsmynd í léttum dúr. Leikstjóri: Göran Pettersson. Leikendur: Jaakko Tantarináki, Leena Persson, Jan Koldenius, Arne Lindfors og fleiri. Finni nokkur færvinnuviðskógarhögg i Svíþjóð og flyst þangað búferlum. Það verður eitt hans fyrsta verk í nýjum heimkynnum að koma sér upp saunabaði sem veldur nokkru upp- námi meðal heimamanna. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. (Nordvision - Sænska sjónvarpið). 23.20 Dagskrárlok. Þriðjudagur 9. apríl 19.25 Hugi frændi á ferð Breskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi og þulur Guðni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 íþróttir Umsjónarmaður Ingólf- ur Hannesson. 21.25 Derrick Þrettándi þáttur. Þýsk- ur sakamálamyndaflokkur í sextán þáttum. Aðalhlutverk: Horst Tapp- ert og Fritz Wepper. Þýðandi Vet- urliði Guðnason. 22.25 Umræðuþáttur. 23.20 Fréttir í dagskrárlok. f~ —N Árlega deyja hundruö íslendinga af völdum reykinga. LANDLÆKNIR K____________________

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.