NT


NT - 12.05.1985, Page 21

NT - 12.05.1985, Page 21
Laugardagur 11. maí 1985 21 ■ Danir heilsa framvarðarsveitum Montgomerys í Kaupmannahöfn. Ólafur krónprins kem• ur heim 01 Noregs ■ Norsk börn fagna á sigurdaginn. ■ Þann 5. maí fyrir 40 árum vinnur þýskur kafbátur síðasta sigur sinn við austurströnd Bandaríkjanna. Það er þegar U-853 sökkvir gufuskipinu Blackpoint. Kafbátnum sjálf- um er svo sökkt af USS Ather- on. Suður í Tékkóslóvakíu gera andspyrnumenn áhlaup á útvarpsstöð, sem verður upp- hafið að almannauppþotum gegn hernámsliði Þjóðverja. Patton hershöfðingi tekur hinar miklu vopnaverksmiðjur í Skoda hinn 6. maí. í Prag er þremur SS-deildum skipað að bælaniðuruppþotin. Portúgal- ir rjúfa stjórnmálasamband við stjórn Dönitz. Hinn stóri dagur rennur upp hinn 7. maí. Þá gefast Þjóð- verjar upp án skilyrða á öllum vígstöðvum. Það er Jodl hers- höfðingi sem uppgjöfina undir- ritar í skólastofu í Rheims klukkan 2.41. Bandamenn hernema Emden og Wilhelms- hafen og sækja inn í A-Holland og Danmörku. Þjóðverjar gef- ast upp fyrir Rússum í Breslau og 40 þúsund manns eru hand- teknir. Kafbáturinn U-2336 sökkvir strandferðaskipunum Avondale Park og Sneland í Firth of Forth. U-320 er sökkt af katalínuflugbáti utan við Bergen. Þettaersíðasti kafbát- urinn sem sökkt er í styrjöld- inni. Alls hafði þá verið sökkt 153 bátum. 217 höfðu laskast og 187 gáfust upp. Sigurdagurinn rennur upp hinn 8. maí. Almenningur um alla Evrópu fagnar. Rússar taka Dresden. Libertyskipið Horace Binn- ey rekst á tundurdufl utan við Flushing og brotnar næstum í tvennt. Fyrir einslags krafta- verk tekst að bjarga áhöfn og farmi. Lokið er tlutningi Þjóð- verjafráLettlandi. 1,4 milljón- ir manna hafa verið þaðan fluttar frá 25. janúar. Ólafur, krónprins Norð- manna, kemur heim til Noregs með bresku herskipi. Hann lýsir yfir uppgjöf alls þýska herliðsins. Þýska herliðið í Prag gefst upp. Þýska herdeildin „Kúrland" tekur að gefast upp fyrir Rúss- um 9. maí. Það eru 133 þúsund manns sem gefast upp hinn 9.-11. maí. Þeir Göring og Kesselring eru teknir höndum af Banda- ríkjamönnum í Austurríki. Terboven, ríkiskommissar Þjóðverja í Noregi, fremur sjálfsmorð. Quisling er hand- tekinn. í Grikklandi gefast 20 þúsund þýskir hermenn upp á Krít, Rhodosog öðrumeyjum. í Moskvu eru haldin stórkost- leg hátíðarhöld, þar sem 2 milljónir í Moskvu fylgjast með flugeldasýningum og her- sýningu. Hér látum við lokið þessari upprifjun á síðustu þáttum styrjaldarinnar fyrir 40 árum, sem við höfum fylgst með frá einni viku til annarrar hér í blaðinu frá því í janúar sl. Lesendum þessara pistla er þökkuð samfylgdin. * ' / / Lausn á síðustu krossgátu fl K 0 E> M ú r’ O L í K u K r I M ■ K U M u u ■ M Ó P R fl N ■R ■E M ■ rr R r-) F V E M u K e c Jj ■ S H (\ K áburðardreifarar á frábæru verði ★ Sterkir og einfaldir ★ Nýtísku hönnun ★ Lág hleðsluhæð (92 cm) ★ Litur: Grænir 500 I kr. 15.500.- 650 I kr. 16.500.- Hafið samband við sölumenn okkar sem veita allar nánari upplýsingar Vinsamlega gerið pantanir strax Þaðgræreftir þann græna G/obusr LÁGMÚLI 5, SIMI 81555

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.