NT - 19.05.1985, Blaðsíða 16

NT - 19.05.1985, Blaðsíða 16
■ Haldi einhver (með tilliti til síðustu greinar) að þjcrðardrykkur íslendinga sé brennivín, þá er það misskilningur. Hann er kaffi - eða öllu lieldur það sem kallað var nærbuxnavatn í mínu ungdæmi. Nærbuxnavatn er hollur drykkur ( eða öllu heldur fremur lítið óhollur) sem styrkir skaphöfn (þrjósku og þrautseigju) neytandans, enda drekkur hver fullvaxinn íslendingur að um þaö bil tvo lítra á dagað jafnaði af þessum þjóðlega drykk (sjálfur drekk ég þrjá) og verður gott af, svo sem dæmin sýna. Kennarnr og blaðamenn munu þó drekka fjóra lítra, sem cr á mörkum ofneyslu-en þáskulum við líka minnast þess í leiðinni livar þeir væru staddir ef hér væri um brennivín að ræða en ekki nærbuxnavatn. Yndislcgt er aö fá nærbuxnavatn með góðum tertum cða eftir velheppnaöa steik. Allir, sem ekið hafa kringum landið, þekkja hvað þaö er hressandi að staldra við á greiðasölum, söluskálum og kaffiteríum, og fá sér r.tóran bolla af nærbuxnavatni með rnjólk og miklum sykri! Með þessu er ég ekki að halda því fram að sykur sé hollur, ég er aðeins að benda á að hann sé mjög hollur á þreytandi ferðalögum, a.m.k. sem upplausn í nærbuxnavatni. Islenskt hótel standa sig og vel í kynningu þessa þjóðlega drykkjar, og má stundum sjá undruna.rsvip á andlitum útlendinga eftir fyrsta sopann. Gott er að láta nærbuxnavatn malla í tuttugu lítra geymum í svo sem eins og eitt dægur, eins og algengt er á stærri vinnustöðum og betri kaffiteríum. Maður sem drckkur tvo lítra af slíku vatni er ekki samur á eftir. Á þessu er vakin athygli ef Alþingi skyldi slysast til að ieyfa bruggun venjulegs öls, sem óhjákvæmilega myndi bitna á kaffiþambi liins almcnna borgara og höggva stórt skarð í nærbuxnavatnið og þar með skaphöfn okkar og hafa með því fyrirsjáanlega óheillavænleg áhrif á þjóðarsálina, þannig að íslensk menning kynni að líða undir lok. Allir þekkja hvað það er ánægjulegt að hittast yfir nærbuxnavatni, stríðstertum og hnallþórum, og reyta af sér brandara í góðra vina hópi. Nærbuxnavatn er líka kjörið til að stuðla að viðkynningu og stofna til nýrra sambanda, vináttu eða kunningsskapar. Setja niður deilur og ræða viðskipti og önnur hagsmunamál. Gotterað rabba við elskuna sína yfir bolla af nærbuxnavatni. Ómetanlegt að hafa það við hendina (í hitabrúsa) eftir erfiðar og langvinnarsamfarir-geturlíka verið mjög karakterstyrkjandi að neyta þess meðan á þeim stendur. Bach samdi kaffikantötu, enda átti hann tuttugu börn með konunni sinni. Balzac þambaði nærbuxnavatn frá morgni til kvölds, enda samdi hann margar góðar bækur. Eða hvernig ættu menn að útkljá vinnudeilur, ef ekki væri til nærbuxnavatn? Og hvernig liti þá út á vinnumarkaðnum yfirleitt? Hvernig væri ástatt á heimilunum? hvar væri þjóðin stödd? Varla mikið orkt á þessu landi: Vatnid buxna vil eg nær, volgt og lengi soðið. Yndisauiía' og unað Ijær útþynnt buðlungs joðið. Vil ég með orðum skáldsins ljúka kaffi-kantötu þessari eða nærbuxnapistli um leið og við hyllum íslenskt hugarfar og tökum undir með húnum þjóðholla innflytjanda. sem skriflega og af fullri einurð mótmælti vörusvikum eða vörðuðu sjálfan þjóðardrykkinn: „der Koffí ist mit ratshit gemischt". Nokkur orð um þjóðar- drykk íslendinga i— —i Oddur BJörnsson r~ i Ekki fræði- legur mögu- leiki en hún segir mig samt vera föðurinn Kæri lögíræðingur Mig langar til þess aðbera undir þig nokkuð viðkvæmt mál og vil því síður að nafn mitt verði birt. Þannig ermál með vexti að ég var í sam- bandi við stúlku um nokkurt skeið, en eins og gengur þá slitnaði upp úr því. Það væri svo sem ekki í frásögur fær- andi nema aðnúer hún með barni og segir mig vera föðurinn. Galhnn er hins vegar sá, að það er ekki fræðilegur möguleiki á að svo geti verið. Þó svo að barnið hljóti að hafa komið undir meðan við vorum enn, formlega í vinskap, þá áttum við ekki náin mök á þessum tíma. Hvað get ég gert í þessu, og efégneita á hverj- um hvílir sönnunarbyrðin? Eru til einhver próf sem á öruggan hátt fá úr þessu skorið? Herra X Kvenpen- ingurinn löngum verið varasamur Já herra X, kvenpeningur- inn hefur löngum verið vara- samur, einkum og sér í lagi þegar þessi mál eru annars vegar. En örvaentu samt ekki, hið sanna er oft ansi þungt á metunum. Af bréfi þínu virðist mega ráða að viðkomandi barn sé ekki fætt. Til að þú getir gert þér grein fyrir hvaða reglur gilda um feðrun óskilgetinna barna ætla ég rétt að renna yfir þær. Þess er fyrst að geta að sá karlmaður, sem kona kennir óskilgetið barn sitt, getur gengist við fað- erni þess fyrir presti eða valdsmanni eða bréflega og vottfast og telst hann þá faðir barnsins. Þar sem að þú ert ekki faðir bamsins muntu að sjálfsögðu forðast að gefa nokkrar svona yfir- lýsingar. Það jafngildir einn- ig faðernisviðurkenningu ef móðir barns og sá sem hún lýsir faðir þess búa saman samkvæmt því sem greinir í þjóðskrá, eða samkvæmt öðrum ótvíræðum gögnum, við fæðingu barnsins. Ef þið hafið sem sagt átt lögheimili á sama stað á meðan á vin- skap ykkar stóð og þú ert ekki enn búinn að flytja lög- heimili þitt, eða hún sitt, ættir þú að drífa í því ekki síðar en strax, helst fyrr. Ef þú fylgir framangreind- um ráðum og neitar að vera faðir barnsins verður þú ekki talinn faðir þess nema að það sannist í barnsfaðernis- máli að þú hafir.haft samfarir við stúlkuna á getnaðartíma barnsins. Þetta er þó sam- kvæmt lögunum háð því að ekki sé til að dreifa gögnum sem geri það lítt sennilegt* að þú sért faðir barnsins. Ef það sannast að stúlkan hafi átt samfarir við fleiri menn en einn á getnaðartíma barnsins verður þú aðeins dæmdur faðir þess að veru- lega meiri líkur séu á að þú sért faðir barnsins en annar eða aðrir sem til greina hafa komið. Um sönnunarbyrðina er það að segja að það er við- komandi dómara að kveða upp úr um hvor málsaðili skuli bera halla af því að fullyrðing um ákveðin máls- atvik er ekki fullkomlega sönnuð. Vegna stórstígra framfara í blóðflokkagrein- ingu, blóðflokkafræði og mannerfðafræðilegum rann- sóknum er þó sönnun í barnsfaðernismálum það miklu traustari en áður var að hér er sjaldnar vafi á um hvor hafi rétt fyrir sér. Þegar barnsfaðernismál hefur ver- ið höfðað á dómari af sjálfs- dáðum að afla allra upplýs- inga og gagna til skýringar málinu. í þessu skyni getur dómari m.a. mælt fyrir um að blóðrannsókn skuli gerð á móður barns og barninu svo og varnaraðiljum, og enn fremur aðrar sérfræðilegar kannanir, þ.á.m. mannerfða- fræðilegar rannsóknir. Ef dómari kveður á um þetta eru aðilar skyldir til að hlíta blóðtöku, svo og annarri rannsókn í þágu sérfræði- legra kannana. Dómari getur einnig kveðið á um að blóð- rannsókn og mannerfða- fræðileg rannsókn skuli fara fram á foreldrum og eftir atvikum systkinum barns- móður og varnaraðilja, sem og á öðrum börnum barns- móður og öðrum börnum lýsts barnsföður. Ég vona að þessi svör mín komi þér að einhverju gagni og að hið sanna í málinu upplýsist. „Ljúft er að eiga sálarinnar sólsklnsstundir, “ kvað skáldið en vonandi sér þó barnsfaðir fyrrverandi vinstúlku þinnar að sér og gengst við barni sínu. Undanþága frá sparnaðarskyldu ungmenna: í svari mínu 27. apríl síðast- liðinn átti að koma fram að beiðnir um undanþágur frá sparnaðarskyldunni skal senda Húsnæðisstofnun ríkisins. Á þessu er hér með vakin athygli með von um að skattstjóra hafi ekki borist allt of margar undanþágubeiðnir. Jóhann Pétur Sveinsson svarar spurningum lesenda um lögfræðileg málefni

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.