NT - 13.08.1985, Blaðsíða 21

NT - 13.08.1985, Blaðsíða 21
«• J > <*|J| T * ; |jg f í H- m 3& '#■&MMWé^jk w^ | ,» .i( ’••1 Þridjudagur 13. ágúst 1985 21 Iþróttir íslandsmótið í knattspyrnu 1. deild: ÍBK fór létt með Garðsbúa - skoruðu fjögur gegn engu á heimavelli sínum Frá Olafi Þór Jóhannssvni á Suðurncsjum: ■ Keflvíkingar fóru létt með nágranna sína úr Garðinum er liðin áttust við í 1. deildinni á 'laugardag. Lokatölurnar urðu 4-0 og Víðir er því eftir sem áður í næstneðsta sæti deildar- innar með níu stig. Keflvíkingar eru hins vegar komnir með 19 stig, alveg lausir við allar fall- áhyggjur, en blanda sér vart heldur í baráttuna um íslands- meistaratitilinn. Keflvíkingar léku undan strekkings vindi í fyrri hálfleik og tóku leikinn þegar í sínar hendur. Léku þeir oft og tíðum vel, stutt spil á miðju og svo keyrt upp kantana. Á 14. mínútu fær Ragnar Margeirsson knöttinn inn í víta- teig og ætlar að fara að leggja hann fyrir sig, er varnarmaður kemur aftan að honum og ýtir við Ragnari. Ragnar dettur og hlaut dómarinn að dæma víti. Nokkuð strangur dómur, en ekki var hægt að rengja hann. Ragnar skoraði sjálfur úr vítinu, 1-0. Víðir fékk gott tækifæri á 25. mínútu. Pá myndaðist þvaga á markteig ÍBK eftir horn og upp úr henni kom hörkuskot, sem Þorsteinn varði. Tveimur mínútum síðar hirti Helgi Bentsson boltann af Víð- ismönnum í þeirra eigin vítateig og skoraði, 2-0. Keflvíkingar skora sitt þriðja mark á 41. mínútu og var það svolítið skondið. Eftir pressu á markVíðis best boltinn út fyrir vítateig til Sigurðar Björgvins- sonar, sem á gott skot að marki. Knötturinn hrökk í höfuð sam- herja og þaðan til Gunnars Oddssonar, sem skallaði í mark, óverjandi fyrir Gísla. Víðismenn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Einar Ásbjörn komst einn inn fyrir á fyrstu mínútunni en skaut framhjá, en Keflvíkingar voru ekki dauðir úr öllum æðum. Gísli varði laust skot frá Ingvari eftir fallega fyrirgjöf frá Sigur- jóni. Er um 15 mínútur voru liðnar af hálfleiknum fór Ragnar Margeirsson út af hjá ÍBK og þá var sem heimamenn gæfu mikið eftir. Víðismenn voru meira með boltann, en þeim tókst þó illa að skapa sér færi og runnu sóknir þeirra flestar út í sandinn við vítateig ÍBK. Besta færið var er Einar Ásbjörn varði á línu hjá Keflvíkingum. Á 80. mínútu fékk Helgi knöttinn rétt framan við miðju. Engin hætta virtist á ferðum en Helgi einlék inn að markteig og skoraði laglegt mark. Keflavík lék leikinn vel, en í síðari hálfleik var sem leikmenn liðsins væru með allan hugann við bikarleikinn gegn KA í kvöld. Leikmenn Víðis gerðu stundum mistök, sem ekki ættu að sjást í 1. deild. Liðin: ÍBK: Þorsteinn Bjarnason, Gunnar Oddsson, Freyr Sverrisson, Valþór Sig- þórsson, Sigurjón Sveinsson, Óli Þór Magnússon, Sigurjón Kristjánsson (Jóh- ann Magnússon, 65. mín.), Sigurður Björgvinsson, Ingvar Guðmundsson, Ragnar Margeirsson (Björgvin Björgvins- son 60. mín.) og Helgi Bentsson. Víðir: Gisli Heiðarsson, Klemens Sæm- undsson, Ólaíur Róbertsson, Vilberg Þor- valdsson, Vilhjólmur Einarsson, Guðjón Guðmundsson, Gísli Eyjólfsson (Hörður Davíðssson), Einar Ásbjörn Ólafsson, Daníel Einarsson, Grétar Einarsson og Guðmundur Knútsson. ■ Arnar Arinbjarnar og Þórdís Edwald léku til úrslita í tvenndarleik en töpudu. Amar sigradi í einlida- og tvfliðaleik karla á Islandsmótinu. Þórdís varð íslandsmeistari í tvfliðaleik kvenna. íslandsmótið í tennis: Guðný vann þrefalt - og Arnar Arinbjarnar tvöfalt ■ fslandsmótið í tennis var haldið um helgina og voru úr- slitaleikirnir leiknir á völlum TBR við Gnoðarvog. Keppt var í flokki fullorðinna, 8-10 ára, 11-13 ára og 14-16 ára. Einnig var keppt í svokölluðum B- flokki. Úrslitin í mótinu fylgja hér með: Fullorðnir: Einliðaleikur karla: Arnar Arinbjarnar ÍK vann Kjartan Óskarsson ÍK 6-2 og 6-4. Einliðaleikur kvenna: Guðný Eiríksdóttir ÍK vann Elísabetu Jóhannsdóttur 7-5 og 6- 4. Tvíliðaleikur kvenna: Guðný Eiríksdóttir IK og Þórdís Edwald TBR unnu Elísabetu Jóhannsdóttur og Steingerði Einarsdóttur 7-5 og 7- 5. Tvíliðaleikur karla: Kjartan Óskarsson og Arnar Arinbjarnar ÍK unnu feðgana Árna T. Ragnarsson TBR og Ragnar T. Arnason TBR 6-3, 3- 6 og 6-1. Tvenndarleikur: Guðmundur Eiríksson KR og Guðný Eiríksdóttir ÍK unnu Arnar Arinbjarnar ÍK og Þór- dísi Edwald TBR 2-6, 6-3 og 6-4. Guðný Eiríksdóttir varð sem sagt þrefaldur íslandsmeistari í kvennaflokki og Arnar Arin- bjarnar tvöfaldur meistari í karlaflokki. í flokki 8-10 ára var bara keppt í einliðaleik karla og þar sigraði Eiríkur Önundarson TBR Stefán Pálsson TBR 2-4, 4- 2 og 4-2. í flokki 11-13 ára sigraði Jó- hann Örn Þórarinsson TBR Eldjárn Þórarinsson TBR í ein- liðaleik karla og í tvíliðaleik sigruðu Helgi Már Kristinsson ÍK og Eiríkur Önundarson TBR þá Arna G. Árnason og Jónas Björnsson TBR með 4-2,1-4 og 4-0. NT Boltinn ■ Hjá Víði voru Daníel Einars- son og Einar Ásbjörn Ólafsson góðir og Sigurjón Sveinsson og Helgi Bentsson voru góðir hjá ÍBK. Maður leiksins var Sigurður Björgvinsson i liði Keflvíkinga, duglegur leikmaður og sívinn- andi. íslandsmótið 1. deild: Guðmunur T. Árnason TBR vann Ólaf Má Björnsson TBR í flokki 14-16 ára með 6-0 og 6-1. Það var aðeins keppt í einliða- leik í þessum aldursflokki. í B-flokki vann Börkur Aðal- steinsson TBR Guðmund Sveinsson TBR. HNOT- SKURN IBK VtÐIR 4-0 (3-0). Strekkings- vindur var eftir endilöngum vell- inum og hálfskýjað. ÍBK betra liðið, en Víðismenn börðust vel. Mörk ÍBK: Ragnar Margeirsson á 14. mín., víti, Helgi Bentsson á 27. og 80. min. og Gunnar Odds- son á 41. mín. Sveinn Sveinsson dæmdi harðan leik allvel. Hann bókaði Vilhjálm Einarsson hjá Víði og fjóra í ÍBK, þá Helga Bentsson, Óla Þór Magnússon, Jóhann Magnússon og Sigurð Björgvinsson. KR-ingar í toppslaginn - eftir góðan sigur á Skagamönnum uppi á Skaga KR-ingar skutu sér í 2. sæti 1. deildar með góðum 1-3 sigri á Akurnesingum á laugardag. í hálfleik leiddi Vesturbæjarliðið 0-1. KR er því komið með 24 stig, tveimur minna en Fram. í A hefur 23. Mikið rok var uppi á Skaga er leikurinn fór fram og setti það mjög mark sitt á leikinn. Leik- mönnum gekk illa að leika sam- an sín á milli, en KR-ingar voru þó heldur skárri aðilinn fyrir hlé. Þeir skoruðu líka eina mark hálfleiksins. Þeir skoruðu líka eina mark hálfleiksins og kom það upp úr þvögu eftir hornspyrnu á 44. mínútu. Börkur Ingvason skaut að marki og þótt svo varnar- maður virtist ná að bjarga á línu HNOT SKURN KR náði í stigin í rokleik. Börkur Ingvason skoraði á 44. mín. O-l, Júlíus Ingólfsson gerði 1-1 úr víti á 73. mín, Willum Þór Þórsson skoraði 1-2 á 76. mín. og Björn Rafnsson 1-3 á 80. mín. Gísli Guðmundsson dæmdi hcldur linlcga. Ilann bókaði Ágúst Má Jónsson í liði KR. var Gísli Guðmundsson dómari ekki í vafa um að knötturinn hefði farið inn fyrir línuna. Síðari hálfleikur var mun opnari en sá fyrri og liðin fengu bæði góð færi. Ólafur Þórðarson skaut yfir KR-markið og Björn Rafnsson fór eins að við hitt markið. En á 73. mín. jöfnuðu svo Skagamenn. Júlíus Ingólfsson skoraði úr víti, sem dæmt var á KR eftir að Herði Júlíussyni hafði verið hrint inni í teignum. KR náði aftur forystunni að- eins þrem mínútum síðar. Will- um Þór Þórsson sendi knöttinn í netið eftir fyrirgjöf Ásbjarnar Björnssonar. Björn Rafnsson innsiglaði svo sigurinn með miklu sóló-marki á 80. mínútu. NT Boltinn Skagumcnn sýndu ekki sitt rétta andlit í þcssum leik, þcir gcta allir mun mcira. KR-ingar voru mun bctri mcð Björn Rafnsson scm mann vallarins. Gunnar Gíslason og var cinnig góður mcðan hans naut við, en hann meiddist og varð að fara út af. Liðin: ÍA: Birkir Kristjánsson, Guðjón Þórðarson, ólafur Þórðarson, Sigurður Lárusson, Jón Áskelsson, Hörður Jó- hannesson, Július Ingólfsson, Lúðvík Bergvinsson (Aðalsteinn Viglundsson), Karl Þórðarson, Valgeir Barðason (Heim- ir Guðmundsson) og Árni Sveinsson. KR: Stefán Jóhannsson, Börkur Ingvason, Hálfdán örlygsson, Hannes Jóhannsson, Willum Þór Þórsson, Gunnar Gíslason (Stefán Pétursson), Ágúst Már Jónsson, Ásbjörn Björnsson, Björn Rafnsson, Júl- íus Þorfinnsson og Sæbjörn Guðmunds- ■ Eðvarð Þ. Eðvarðsson: Sundmaður í hcimsklassa. Frábær árangur hjá Eðvarð - komst í úrslit á Evrópumótinu í sundi ■ Síðasta degi Evrópumeist- aramótsins í sundi lauk með glæsibrag, af íslendinganna hálfu, eins og reyndar er hægt að segja um hina dagana líka. Þó var síðasti dagurinn punktur- inn yfir iið á glæstri frammistöðu Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar. Fyrr hafði hann komist í B úrslit í 200 rnetra baksundi og marg- bætt íslandsmetið í greininni. En í þetta sinn gerði hann sér lítið fyrir og komst í A-úrslitin í 100 metra baksundi. í riðla- keppninni synti Eðvarð á 58,30 sek. sem var 6. besti tíminn og að sjálfsögðu glæsilegt íslands- met. Gamla metið var 1:00,45 mín. í úrslitasundinu seinna um daginn bætti Eðvarð um betur. Hann kom í mark í 6. sæti, enn á nýju íslandsmeti, 57,92 sek. Fróðir menn segja að þessi tími sé sá 10. besti í heiminum í ár og hann er sá besti á Norður- löndum. Á undan Eðvarð í úrslita- sundinu voru tveir Rússar. tveir Austur-Þjóðverjar og einn Vestur-Þjóðverji. Á þessu má sjá að Eðvarð er í heimsklassa eins og sagt var í NT á laugardaginn. Að sögn Reuters var 100 metra baksundið mest spenn- andi greinin á Evrópumeistara- mótinu. Þeir sem syntu úrslita- sundið voru: 1. Igor Polianski, Sovét...55,24 2. Dirk Richter, A-Þýsk....56,02 3. Sergei Zaborotnov Sovét .....56,88 4. Frank Baltrusch, A-Þýsk......57,09 5. Thomas Lebherz V-Þýsk........57,84 6. Eðvarð Þór Eðvarðsson, ísl..57,92 7. Hans Fredin, Svíþjóð.........58,25 8. Richardo Aldabe, Spáni ......59,64 En það voru fleiri en Eðvarð sem settu íslandsmet þó ekki kæmust fleiri íslendingar í úrslit. Ragnheiður Runólfsdótt- ir, setti fyrsta met sitt á mótinu er hún synti 200 metra fjórsund á 2:30,65. Þá synti Ragnar Guðmunds- son 1500 metra skriðsund og kom í mark átímanum 16:39,98 en það er ekki íslandsmet. Áf öðrum keppendum en ís- lenskum er það að segja að Michael Gross, Albatrossinn, hélt heim á leið með 6 gullverð- laun. Hann sigraði í 200 m skriðsundi og 100 og 200 metra flugsundi auk þess að vera í sigursveit V-Þjóðverja í þremur boðsundsgreinum. Kvennagreinarnar voru ein- okaðar af a-þýsku stúlkunum eins og búast mátti við. Verð- launataflan leit svona út að lokurn. A-Þýskaland Sovétríkin V-Þýskaland Bretland Frakkland Ungverjaland Búlgaría Austurríki Holland Svíþjóð Tékkóslóvakía Danmörk Portúgal Júgóslavía Sviss Ítalía

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.