NT - 13.08.1985, Blaðsíða 24

NT - 13.08.1985, Blaðsíða 24
HRINGDU ÞÁ f SÍMA 68-645-62 fréttar i blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavik, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 ' Staðan Staðan í 1. deild er nú þessi: Fram KR ÍA Valur Þór ÍBK FH Þróttur Víðir 12 8 2 2 26-17 26 12 7 3 2 27-18 24 12 7 2 3 27-13 23 12 6 4 2 17-9 22 12 7 1 4 20-16 22 12 6 1 5 20-14 19 12 4 1 7 14-22 13 12 3 1 8 14-25 10 12 2 3 7 12-28 9 Víkingur 12 1 0 11 12-27 3 ■ íslandsmótiö í tennis var haldið um helgina. Á myndinni má sjá systkinin Guðnýju Eiríksdóttur og Guðmund Eiríksson en þau sigruðu í tvenndarleik á mótinu. Guðný varð þrefaldur íslandsmeistari, í einliða-og tvíliðaleik kvenna auk tvenndarleiksins. Boltinn ■ Fótt um fína drætti hjá Víking- um, Ögmundur Kristinsson í mark- inu einna skástur, þrótt fyrir klaufamarkið sem hann fékk á sig. Jónas Róbertsson var einna skást- ur hjá Þór, en enginn fær boltann. Kvennaboltinn: Tveir leikir gegn Sviss ■ Sigurbcrgur Sigsteins- son, landsliðsþjálfari, valdi í gxr 16 stúlkur til að taka þátt í landsleikjum gegn A og B liðum Sviss dagana 17. og 19. þessa mánaöar. Þetta verða fyrstu leikir íslands gegn Sviss og fara þeir fram í Sins og Die- tikon. Allar stúlkurnar nema þrjár leika annað hvort með Akranesi eða Breiða- bliki. Tvær þeirra leika ineð Val, og ein með KR. Hópurinn lítur annars svona út, tala landslcikja í • sviga. Markverðir eru Vala Úlfljótsdóttir, ÍA (0) og Erna Lúðvíksdóttir, Val (5). Aðrir leikmenn eru Árna Steinsen, KR (2), ! Guðrún Sæinundsdóttir, Val (0), Ásta B. Gunn- laugsdóttir (7), Ásta M. Reynisdóttir (2), Erla Rafnsdóttir (6), Margrét Sigurðardóttir (6), Sigríður Jóhannsdóttir (0) og Svava Tryggvadóttir (0), en þær leika allar með Breiðablik. Frá Skaganum koma Hall- dóra Gylfadóttir (0), Karít- as Jónsdóttir (0), Laufey Sigurðardóttir (6), Ragna Lóa Stefánsdóttir (0), Ragnheiður Jónasdóttir (1) og Vanda Sigurgeirs- dóttir (0), auk Völu markmanns. • Svo sem sjá má hafa átta stúlkur ekki lcikið lands- leik fyrir ísland og aðeins fjórar hafa leikið fleiri en tvo leiki. Ásta B. Gunn- laugsdóttir er þeirra lcik- reyndust en hún hcfur leik- ið alla landsleiki íslands til þessa. ■ Hlvnur Birgisson, Þórsari, bvr sig undir að stökkva á knöttinn og Krístni Helgasyni virðist ekki standa alveg á sama. Halldór Askelsson og Björn Bjartmarsson búa sig líka undir að ráðast að boltagreyinu. NT-mynd: Svernr búa sig líka undir: íslandsmótið 1. deild: 0g enn taparVíkingur - að þessu sinni 1-2 fyrir Þór í hroðalegum leik er að nota það orð og sigruðu ■ Þeir gerast ekki öllu lélegri leikirnir í 1. deild en sá sem boðið var upp á á Laugardals- velli í gærkvöldi. Þórsarar reyndust heldur skárri, ef hægt víkingur-Þór Víkinga 1-2. Þetta var 11. tap- leikur Víkings í röð og Hæðar- garðspiltarnir verða að fara að taka sig taki. Þór er með sigrin- um komið í fímmta sætið, ein- ungis fjórum stigum á eftir Fram. Fyrri hálfleikurinn jaðrað: við það að vera þokkalegur, alltént litu þrjú mörk dagsins ljós fyrir hlé. Það fyrsta kom þegar á 5. mínútu. Jónas Róbertsson tók aukaspyrnu, fékk knöttinn aftur úr frákastinu og þrumaði á markið. Ögmundur í marki Víkings varði en hafði ekki hendur á knettinum, sem small í brjóst honum og þaðan út í teiginn. Þar var Kristján Krist- jánsson dauðafrír og skoraði. Víkingar voru ekki lengi að I HNOT- SKURN Sæmilogur fyrri hálfleikur en hroðalegar slakt í þeim seinni. Kristján Kristjansson skoradi 0-1 á 5. mínútu, Andri Marteinsson jafnadi 1-1 á þeirri 13. og Nói Björnsson gerði 1-2 á 26. mínútu. Friðjón Eðvarðsson dæmdi þol- anlega. Hann gaf tveimur Vík- ingum áminningu, Þórði Marels- syni og Jóhanni Þorvarðarsyni. Áhorfendur voru 328 og var lítt skemmt. jafna metin. Á 13. mín. stakk Andri Marteinsson knettinum inn á Atla Einarsson sem lék áfram inn í vítateginn. Er hann kom að markteigshorninu renndi hann knettinum fyrir markið og þar var Andri kom- inn og sópaði knettinum í netið. Nú yar komið að Halldórs þætti Áskelssonar, sem á fimm mínútna kafla fékk þrjú gulliri tækifæri til að skora. Fyrst átti hann gott skot, sem Ögmundur gerði vel að verja og síðan skallaði hann yfir markið upp úr aukaspyrnu Árna Stefánssonar. Ögmundur hafði hlaupið út en Halldór varð á undan honum í knöttinn en hafði ekki heppnina með sér. Loks komst Halldór einn í gegnum vörnina, en Ög- mundur varði með fótunum og varnarmenn bægðu frekari hættu frá. Markið hlaut hins vegar að koma og það gerði það líka á 26. mínútu. Kristján óð upp kantinn og sendi fyrir markið. Siguróli drap knöttinn niður fyrir Nóa Björnsson, sem skaut lágu skoti í markhornið. Skemmtileg samvinna hjá Þórs- urum og gott mark. í síðari hálfleik hættu menn að leika knattspyrnu en tilvilj- analögmálið tók öll völd. Aðal- steinn fékk að vísu færi við mark Þórs en vissi ekki hvar markið var og skaut framhjá. Kristján átti góða tilraun upp við mark Víkings á 85. mín en þá varði Ögmundur vel. Liðin: Vikingur: ögmundur Kristinsson, Þórður Marelsson, Magnús Þorvaldsson, Kristinn Helgason, Björn Bjartmarsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Jóhann Holton, Jóhann Þorvarðarson, Andri Marteinsson, Ámundi Sigmundsson og Atli Einarsson (Trausti Ómarsson 85. mín.). Þór: ómar Guðmundsson, Rúnar Steingrímsson, Óskar Gunnarsson, Júl- íus Tryggvason, Siguróli Kristjánsson, Nói Björnsson, Jónas Róbertsson, Halldór Áskelsson, Hlynur Birgisson, Kristján Kristjánsson og Árni Stefánsson. NT-mynd: Árni Bjarna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.