NT - 17.08.1985, Blaðsíða 5

NT - 17.08.1985, Blaðsíða 5
01 „Jafnaðarstefnan er ekki gamaldags - segir formaður andófshópsins í BJ Laugardagur 17. ðgúst 1985 5 ■ Fundargestir hlýða á framsöguerindi Jóhanns Sigurjónssonar, um markmið rannsókna á hval við íslandsstrendur. NT-mynd: Svernr. Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur: Hvalveiðar eru nauðsynlegar ■ „Nei, þessi klofningur veikir ekki stöðu jafnaðarstefnunnar á íslandi, því öll pólitísk um- ræða er af hinu góða. Við erum að leggja jafnaðarstefnunni lið og teljum að það sé ekki gam- aldags,“ sagði Þorlákur Helga- Nýr viðskipta- samningur ■ Nýr viðskiptasamningur Is- lands og Tékkóslóvakíu verður undirritaður í Reykjavík um miðja næstu viku. Gildandi samningur landanna var gerður árið 1977 og átti hann að gilda til fimm ára en hefur áriega verið framlengdur til þessa. „Ég býst við að nýi samning- urinn verði í meginatriðum lík- ur þeim gamla,“ sagði Sveinn Björnsson, skrifstofustjóri í við- skiptaráðuneytinu, í samtali við NT. Sveinn sagði að viðskipti landanna hefðu ekki verið mikil að vöxtum undanfarin ár en þó verið nokkur. Héðan hafa Tékkar aðallega keypt fiski- mjöl, fryst karfaflök og nokkuð af landbúnaðarvörum. Iðnvarn- ingur, svo sem bílarog landbún- aðarvélar, hefur verið fyrirferð- armestur í innflutningi frá Tékkóslóvakíu. Tékkneskur ráðherra mun koma til íslands til að skrifa undir samninginn. son formaður andófshópsins innan Bandalags jafnaðar- manna, í samtali við NT. Þorlákur sagði hópinn vilja ræða alvarlega ástandið innan Bandalags jafnaðarmanna. Hann sagði að meiri áhersla væri lögð á það innan BJ að úthrópa eitthvað sem banda- lagsfólk er ekki sátt við, frekar en hlúa að jafnaðarstefnunni. „Bandalag jafnaðarmanna var á sínum tíma stofnað án sérstakra i\ hagsmuna, sem því miður eru alít of oft fyrir hendi í stjórnmálaflokkum, en eins og er, þá flækist bandalagið fyrir, ef það ætlar að halda uppi þessum merkjum sem aðrir flokkar eru fullfærir um að gera,“ sagði Þorlákur. Andófshópurinn lagði mikla áherslu á að þau tækju pólitík- ina alvarlega og þau telja að sú jafnaðarstefna sem þau eru að ræða um eigi fullkomlega rétt á sér í þessu þjóðfélagi. Þorlákur sagði að ekkert hafi verið rætt um að sameinast einum né neinum að svo stöddu, en hann sagði að er BJ hindri að jafnaðarstefnan næði fram að ganga þá ætti bandalagið ekki rétt á sér lengur. Þorlákur sagði að ekki væri komið nafn á hópinn, því ekki náðist samstaða um neina hug- mynd sem fram kom á fundin- um. ■ Hafrannsóknarstofnun hélt fund í gær, þar sem kynntar voru hvalarannsóknir og fyrir- hugaðar veiðar í vísindaskyni, hér við land. Flutt voru átta erindi, þar sem sérfræðingar sem unnið hafa að hvalarann- sóknum tjáðu sig um veiðarnar og vísindalega þýðingu þeirra. Fundargestir voru margir, þar á meðal fulltrúar Greenpeace samtakanna, sem eru staddir hér á landi. Jóhann Sigurjónsson sjávar- líffræðingur hjá Hafrannsókn- arstofnun útskýrði tilgang veið- anna, og að hverju rannsóknir miðuðu. Hann sagði m.a.: Aðalatriðið með veiðunum er að tryggja áframhaldandi upp- lýsingaflæði um stofnstærð og lifnaðarhætti hvalanna." Áætl- un Hafrannsóknarstofnunar skiptist í tíu svið, sem rannsókrf- ir beinast að. Líffræði nytja- hvala, líffræði friðaðra hvala. Sambandi milli afla og sóknar. Hvalamerkingar. Radíómæl- ingar á hvölum, o.fl. Þá kom skýrt fram í máli Jóhanns að hann telur að áfram- haldandi veiðar séu nauðsynleg- ar, til þess að tryggja að hægt sé að halda áfram rannsóknum, og ljúka við ýmis verkefni sem þeg- ar eru vel á veg komin. Fleiri erindi voru flutt á fund- inum, fiest fræðilegs efnis, og greindu meðal annars frá þeim árangri sem þegar hefur náðst í rannsóknum. Keflavík: Fyrsta hótelið Frá frcttaritara N.T. í Keflavík: ■ 1 gær samþykkti bygg- ingarnefnd Keflavíkur teikningar af stærstu bygg- ingu, sem hingað til hefur risið í Keflavík, er það hótel-, verslunar- og skrifstofu- bygging, sem rísa mun á svokölfuðu Vatnsnestorgi, en það er við aðalgötu bæjarins. Áðúr fyrr stóð við þessa götu frystihús, sem nú er búið að rífa. Húsið verður um 2.500 femietrar að gmnn- fleti, og í því verða fjöldi verslana, auk skrifstofa, en aðalbyggingin verður undir hótelrekstur. Segja má að byggingin skiptist í þrennt, við Vatnsveg verður hptel- byggingin, en við Hafnar- götu verslanir og skrifstofur. Undir húsinu verða svo bíla- stæði, en keyrt verður út og inn í þau, frá Vatnsnesvegi. Það eru Byggingarverktak- ar Keflavíkur sem reisa munu þetta stórhýsi, en eftirlitsmaður meðbyggingu hússins verður Bragi Páls- son. Hann tjáði frétta- manni, að nú þegar munu hefjast framkvæmdir. og bú- ið væri að bjóða út uppgröft að byggingunni. Verður þetta fyrsta hótel, sem reist verður hér, og finnst mörg- um kominn tími til að Kefl- víkingar eignist hótelað- stöðu hér við hliðina á eina millilandaflugvellinum, en oft hefur verið bagalegt þeg- ar þurft hefur að aka öllum farþegum til Reykjavíkur ef eitthvað hefur verið að veðri, eða bilanir átt sér stað í fluginu. BRIMRÁSA RVIKA 16.8-23.8. FYRSTA FLOKKS ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Á FRÁBÆRU VERDI í BYGGINGAVÖRUVERSLUN SAMBANDSINS SUÐURLANDSBRAUT 32, FER FRAM KYNNING Á ÁLSTIGUM,TRÖPPUM OG l'.l.ll ? I.IIJJ J BYGGINGAVÖRUSALA SAMBANDSINS Suðurlandsbraut 32 Reykjavik sími 82033

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.