Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. október 2004 B örn deyja ekki aðeins í stríðum, börn missa fjölskyldur sínar, og glata tækifærum sem þau höfðu. Börn verða hermenn og fórn- arlömb aðstæðna; neydd til voða- verka sem svipta þau æskunni. Börn voru t.a.m. heilaþvegin með linnulausum áróðri í Afríkuríkinu Rúanda og stefnt í fjöldamorð sem skók heiminn árin 1994 og 1995. Börn missa útlimi þegar þau stíga á jarðsprengjur eða skoða á ósprungnar sprengjur. 20% af öllum fórnarlömbum jarðsprengna eru börn yngri en 18 ára – nema í Afganistan – þar eru þau 50%. Börn fæðast jafnvel vansköpuð áratugum eftir stríðs- hörmungar sökum efnavopnahernaðar, t.d. í Víetnam. „Þar sem langvarandi átök ríkja vex hver kynslóðin upp af annarri sem upplifir stríðshörmungar með þeirri eyðileggingu og dauða sem þeim fylgir. Það er því brýnt að hjálpa börnum á átakasvæðum, bæði með lífs- björg og öðrum stuðningi - til að þau geti menntað sig og komist út úr þeirri hringiðu ofbeldis sem víða rík- ir,“ hefur Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands sagt. Gildi menntunar eftir stríð er mikið því fræðsla er forvörn og endurhæfing. Skólasókn kemur reglu á líf barna, og verður umgjörð æskuáranna. Mikilvægt er að þessi menntun sé í samhljómi við gildi samfélagsins sem börnin búa í. Menntun getur ýtt undir réttlæt- iskennd, eflt friðarferli og spornað gegn því að börn í stríði glati endanlega tækifærum sínum og mögu- leikum í lífinu. U.þ.b. 300 þúsund börn sem gegna herþjónustu á 30 svæðum í heiminum eru meðal þeirra barna sem ganga ekki í skóla. Ástandið er sagt verst í Búrma (Myanmar) þar sem talið er að barnungir hermenn séu um 77.000 talsins en Líbería, Kongó, Angóla og Kólumbía eru einnig ofarlega á listanum, eftir skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, að dæma. Menntun er góð, en hún er ekki nóg. Ein af nið- urstöðum Áshildar Linnet í meistaraprófsritgerðinni Child soldiers in Colombia sem hún varði við Universi- dad Nacional í Kosta Ríka í maí síðastliðnum, var að þrír lykilþættir verði að vinna saman til að menntunin nýtist: Viðhorf og vilji fjölskyldunnar, samfélagsins og ríkisins verða að fara saman til að tækifæri barnanna til að sjá sér farborða í framtíðinni verði að veruleika. Börn fara oft á mis við formlega menntun í langvarandi stríðsátökum, en þau sjá oft menntun í hillingum og telja sér trú um að menntunin færi þeim betra líf. Meginatriðið er þ.a.l. að raunverulegir val- kostir standi þessum börnum til boða eftir námið, og þau verði sjálfstæð og geti tekið þátt í að móta frið- samt samfélag. Viðmið samfélagsins breytast í stríðum, því þol fólks fyrir glæpum og ofbeldi eykst. Börn sem þurfa að búa við stríð og taka þátt í vopnuðum átökum fara iðulega á mis við þá félagslegu mótun sem venjulegt fjöl- skyldulíf felur í sér. Samskiptahæfni er því einn af þeim þáttum sem þarf að kenna þeim; friðsamleg sam- skipti, og samskipti án ofbeldis. Staðreyndin er nefni- lega sú að börn sem taka þátt í stríðsátökum eru mun líklegri en önnur til að feta glæpabrautina þegar þau verða fullorðin. „Lífsstíllinn eftir að stríðsátökum lýk- ur þarf að vera betri og öruggari en sá sem þau þekktu í átökunum,“ segir Áshildur, „því er mikilvægt að börn geti búið hjá fjölskyldum sínum eða fóstur- fjölskyldum, og að sú fjölskylda geti séð sér farborða og tryggt öryggi barna sinna.“ Einfaldar lausnir duga ekki eftir stríðsátök, því lausnin þarf að vera í takt við samfélagið, menningu þess og sögu. Það er m.ö.o. ekki hægt að yfirfæra lausnir á milli landa eða heimsálfa, heldur þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig. Upplifun barna í stríði er er að hluta til háð hverju landi, hverju stríði, og fé- lags- og efnahagslegu ástandi á hverjum stað. Ef til vill voru mikilvægu skilaboðin sem Áshildur kom auga á í rannsókn sinni þau, að séu börnum ekki sköpuð tækifæri til friðsamlegrar þátttöku og þroska í samfélaginu fresti það friðarferlinu í landinu. Börn og unglingar hreinlega verða að finna að þau eru mik- ilvægur hlekkur í samfélaginu og að framtíðin velti á þeim. Lausnirnar eru ekki endilega flóknar og má t.d. nefna að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna í Kólumbíu hefur notað knattspyrnuþjálfun til að kenna börnum að bera virðingu fyrir náunganum; að hægt sé að eiga samskipti án ofbeldis. Reglum fótboltaleikja hefur þá verið breytt til að tryggja jafna þátttöku kynjanna, og skorað mark er ekki gilt nema að bæði kynin komi við sögu í sókninni, og leikurinn er ekki löglegur nema allir leikmenn fái að sparka a.m.k. einu sinni í boltann. Þessar nýju reglur hafa gefið börnunum tækifæri til að keppa á heilbrigðan hátt í stríðshrjáðu landi, þar sem ofbeldi hefur of lengi verið notað til að gera út um deilumál. Þau læra að takast á með virðingu. Allir þurfa að taka þátt í friðarferlinu; fjölskyldan, samfélagið og stjórnvöld, en ekki aðeins utanaðkom- andi aðilar í jakkafötum, sem semja um vopnahlé. Lausnirnar þurfa að vera fjölbreyttar til að börn geti notið mannréttinda, og miki af mörkum. Menntunin þarf veruleikann, sniðin að þörfu Jafnvel í einu og sama landi ólíkar – en sé tekið tillit til þ að friður og stöðugleiki kom Börn í stríðshrjá Hvað gera börn sem alast upp við átök og vopnaburð? Þau feta í fótspor fullorðinna nema aðrar leiðir séu markvisst markaðar. Vopnahlé og námskeiðahald er ekki nóg og ekki dugar að beita sömu aðferð í öllum löndum, heldur þarf að skoða hvert land og hvert svæði m.t.t. lífsvenju á hverjum stað. Friðarferlið nemur stað- ar í blindgötu ef ekki er hugað að framtíð barnanna, og þeim gefið tækifæri til að taka þátt í ferlinu. Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is Ljósmyndir: Þorkell Þorkelsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.