Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. október 2004 | 13 Svo virðist sem aðdáendur U2 getiandað léttar hinn 23. nóvember en þá kemur út ný plata sveitarinnar How to Dis- mantle an Atom- ic Bomb. Þetta er tíunda hljóðvers- skífa sveitarinnar og var tekin upp á tveggja ára tímabili í upp- tökuveri U2 í Dublin og líka í Suður-Frakk- landi með upp- tökumönnunum Steve Lillywhite og Chris Thomas. Fyrr í vikunni kynnti hljómsveitin lagalista nýju plötunnar á vefnum www.u2.com en rangar upplýsingar um hann hafði verið að finna á netinu um nokkurt skeið. Þá kom í ljós að nokkur lög sem fólk bjóst við að sjá á lagalistanum eru ekki þar. Á meðal laganna sem hafa verið skorin niður eru „Full Metal Jacket“ og „Tough“, en í síðara laginu minnist Bono föð- ur síns. Alls verður að finna ellefu lög á plötunni. Fyrsta smáskífan, „Vertigo“, fór í útvarp og verslun Apple, iTunes, í síðustu viku og fékk góðar viðtökur, fór innan sólarhrings á topp tíu hjá iTunes. Þótt ekkert hafi verið tilkynnt op- inberlega um það leiðir Billboard líkur að því að U2 hefji tónleika- ferðalag um heiminn næsta vor vegna plötunnar. Einnig má geta þess að U2 er til- nefnd í að vera tekin inn í Frægðar- höll rokksins á næsta ári. Einnig eru tilnefndar sveitirnar The Sex Pi- stols, The Stooges, Grandmaster Flash, The Pretenders, Lynyrd Skynyrd og fleiri.    Beyoncé reif vöðva á fæti, aftan og neðan við hné, þegar hún var við dansæfingar í vikunni með Destiny’s Child og getur það haft áhrif á fyr- irætlanir sveitarinnar á næstunni. „Hún ofgerði sér. Við erum að vona að vegna þess að hún er ung og hraust jafni þetta sig fljótt. Það er margt sem þarf að endurskipuleggja vegna þessa. Ekki platan, sem er tilbúin, heldur ýmsar uppákomur. Við vitum meira eftir viku,“ sagði Yvette Noel-Schure, talsmaður Col- ombia Records. Nýja platan frá þríeykinu, sem er einnig skipað Kelly Rowland og Mic- helle Williams, heitir Destiny Ful- filled og verður gefin út hinn 16. nóvember. Beyoncé getur gengið en var ráð- lagt af sérfræðingi að taka því ró- lega, sleppa dansi og öðrum líkams- æfingum, í um viku.    Tvennir tónleikar Brians Wilsons voru teknir upp í hljóðveri í Bur- bank í Los Angeles um síðustu helgi vegna útkomu mynddisks í apríl. Á fimmtudag hóf Wilson tónleika- ferðalag í tilefni útkomu plötunnar Smile og spilar hann m.a. í Carnegie Hall í New York. Það tók hann „aðeins“ 37 ár að koma plötunni út en Wilson er ánægður. „Tónlistarmennirnir árið 1967 voru ekki næstum eins góðir og tónlistarmennirnir sem ég er með núna,“ sagði Wilson sem segir þá „enn himneskari“ en Beach Boys. Brian Wilson Beyoncé Bono Erlend tónlist Þ að er eins og allar skapandi hljóm- sveitir komist á það stig á sköp- unarferli sínum að sjá sig knúnar til að senda frá sér tvöfalda plötu. Ofmat segja þá sumir. Meira að segja Bítlarnir hafa ekki farið var- hluta af þeirri umræðu en menn eru óþreytandi að velta vöngum yfir því hvernig Hvíta albúmið hefði orðið ef þeir Lennon & McCartney hefðu sæst á að hafa það „einfalt“. En The Clash vildi hafa þriðju plötu sína, London Calling, tvöfalda, hvað sem tautaði og raulaði og þeir kröfðust þess að hún yrði seld á verði einnar, vildu að kaupendur fengju sem mest fyrir pen- ingana. Þeir voru líka að springa af sköp- unargleði sumarið 1979 þegar þeir snéru úr fyrstu tónleikaferð sinni um Bandaríkin, Pearl Harbour-túrnum. Þar höfðu þessir drengir, sem áður höfðu úthúðað Bandaríkjunum, farið í tón- leikaferð með gamla blúsaranum Bo Diddley og fallið fyrir bandarískri menningu og tónlistararfi. Fundu samhengið milli Chess-tónlistarinnar sem þeir ólust upp við og rokkabillýsins, Motown- og Stax-ritmablússins og Elvis. Þeir sem sungið höfðu tveimur árum áður: „Engan Elvis, Beatles eða The Rolling Stones“. Þessir fordómafullu og þröngsýnu pönkarar höfðu snúið aftur víðsýnar og veraldarvanar rokkhetjur, að springa úr til- raunagleði. Veturinn áður höfðu þeir látið gamla umboðs- manninn sinn og lærimeistara Bernie Rhodes róa og þar með þurftu þeir að finna sér nýtt æfinga- húsnæði. Þeim var bent á afskekkt hljóðver við Causton Street í bílaviðgerðarhverfi. Hljóðverið hét Vanilla Studios og þar gátu þeir verið í friði og búið til nýja ævintýralega fjölbreytta tónlist, sem fangaði öll þessi nýju áhrif og blandaði þeim saman við pólitíska ergju sem stafaði af ólgunni sem þá ríkti, Thatcher var þá nýtekin við völdum og þegar búin að gefa tón þeirrar harðlínu sem hún átti eftir að beita í félags- og efnahagsmálum heima fyrir og utanríkismálunum þar sem kalda stríðið var í algleymingi. The Clash lokaði sig af í Vanilla Studios frá apríl fram í júlí, djammaði, samdi og gerði prufu- tökur á frumstætt Teacs-band. Þaðan færði sveitin sig í Wessex Studios við Highbury New Park, rétt hjá knattspyrnuvelli Arsenal-liðsins. Þeir fengu hinn gamalreynda Guy Stevens – brjálaðan Arsenal-aðdáanda – til að stjórna upptökum en hann hafði uppgötvað The Who og tekið upp plötur með Free, Spooky Tooth og Traffic, verið umboðsmaður Mott The Hoople og einn helsti guðfaðir Mod-bylgjunnar. Útkoman varð 19 lög sem gefin voru út á tvö- faldri plötu 14. desember 1979. Kápan var óður til Sun-plötunnar hans Elvis frá 1956, svart-hvít mynd tekin af hirðljósmyndara sveitarinnar, Pennie Smith, og sýndi Paul Simonon andartaki áður en hann mölvar bassagítar sinn á sviðinu. Platan nefndist eftir upphafslaginu, „London Calling“, sem var gamalt slagorð notað af Breska ríkisútvarpinu, BBC, á stríðsárunum. Nú hafði The Clash tekið það í þjónustu sína til að lýsa metnaði sínum og heimsvaldastefnu. Platan fór beint í 9. sæti á breska sölulistanum og í janúar 1980 fór hún í 27. sæti á bandaríska Billboard- listanum. Clash-liðar voru ekki lengur pönkarar heldur rokkstjörnur. Fyrir viku var London Calling endurútgefin til að minnast þess að 25 ár eru liðin síðan platan kom út. Platan er að þessu sinni þreföld; Upp- runalega platan er á þeirri fyrstu í heild sinni. Á annarri plötunni eru stórmerkilegar upptökur, 21 af þeim 37 lögum sem hljóðrituð voru á Teacs- bandið í Vanilla Studios, en lengi vel var talið að þær væru glataðar með öllu, eða þar til Mick Jones fann þær í rykföllnum kassa heima hjá sér er hann var að flytja í fyrra. Þriðji diskurinn er síðan mynddiskur sem hefur að geyma heimild- armynd um gerð þessa meistaraverks The Clash. Bergmál Lundúnakallsins Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is E nn einu sinni virðist Athens- sveitin elskaða, R.E.M., vera á tímamótum. Ein virtasta rokk- sveit samtímans hefur náð að halda í listræn heilindi sín allt frá stofnun, 1981, en ferillinn hefur að sönnu tekið sveigjur og beygjur, eink- anlega undanfarin tíu ár eða svo. Það er hægt að skipta ferli R.E.M. í tvennt, þann tíma sem þeir voru á mála hjá hinu óháða útgáfufyrirtæki I.R.S. (frá og með Murmur (’83) til og með Document (’87)) og þann tíma sem þeir hafa gefið út hjá Warner (frá og með Green (’88)). Auk þess er rétt að líta á tímann frá því að Bill Berry hætti sem sérstakan kafla. Því að hljómur R.E.M. breyttist harla mikið með hinni tilraunakenndu en oft og tíðum fálmkenndu Up sem var fyrsta plata sveitarinnar án hans. Tríó- ið R.E.M., þeir Michael Stipe, Mike Mills og Peter Buck, voru ákveðnir í að halda sveitinni gangandi og enn ákveðnari að fara nýjar leiðir í tónlistinni þó útkoman hafi kannski ekki verið eins og best verður á kosið. Auðheyranlegasta breytingin í R.E.M.-hljómnum – og það sem þeir „hörðu“ sakna mest – var gítarinn hans Buck sem var ýtt til hliðar að mestu. Hið klingjandi, Byrdslega gítarspil hans var ein- kenni sveitarinnar lengst af, þó sérstaklega fyrstu árin. Eins og vænta má eru skiptar skoðanir og heitar um þessi tímabil en R.E.M. nýtur eins og áður segir mikillar virðingar og er almennt talin ein helsta rokksveit heims í dag. Ásamt U2 þykir hún samræma frábærlega listfengi og markaðslegt aðgengi. Hörðustu aðdáendur tala um hægan dauð- daga síðan hún skipti um útgáfufyrirtæki í enda níunda áratugarins á meðan aðrir segja að þá fyrst hafi sveitin blómstrað, með meistara- stykkjum eins og Out of Time og Automatic for the People. Þriðja tímabilið, „hið Berrylausa“, þarfnast sögulegrar fjarlægðar en algengustu sjónarmiðin hafa verið þau að annars vegar sé sveitin algerlega búin að tapa sér eða að hér sé komin líklega eina miðaldra sveitin sem þori að taka áhættu, skeyti lítt um vinsældir en leggi sig aftur á móti í líma við að vera sískapandi og síleitandi. Sólarhringurinn Hljóðmynd Around the Sun líkist tveimur síð- ustu plötunum en sker sig engu að síður á ákveðinn hátt frá þeim. Ekki er fyrir víraðri til- raunamennsku að fara, líkt og prýddi sum laga Up, og bjartur, næsta Beach Boyslegur tónn hinnar sumpart ofunnu Reveal er heldur ekki á stjái. Lögin þrettán (talan hefur líklega eitthvað að gera með það að þetta er þrettánda hljóðvers- plata sveitarinnar) eru flest í hægum takti, draumkennd og þéttofin hljómum og hljóð- færum. Rennslið er lágstemmt og öruggt, eig- inlega þægilegt. Vinna við Around the Sun hófst árið 2002 í Vancouver, Kanada, meðfram öðrum verkefnum en á sama tíma var gengið frá safnplötunni In Time: The Best Of R.E.M. 1988– 2003, sem tek- ur á Warner-árum sveitarinnar (Til að fá yfirlit yfir I.R.S.-árin bendi ég á hina prýðilegu, en dólgslega titluðu, The Best of R.E.M frá 1998). In Time... inniheldur tvö ný lög, „Bad Day“ og „Animal“ sem voru hljóðrituð í Vancouver, lög sem minntu óþyrmilega á „gömlu“ R.E.M. enda voru þau samin á níunda áratugnum. Meðfram þessu öllu stóð yfir undirbúningur fyrir yfirgripsmikið tónleikaferðalag og það var því ekki fyrr en því lauk á síðasta ári sem með- limir fóru af fullum krafti í plötuna. Að sögn Mike Mills, bassaleikara, bakraddasöngvarara, hljómborðsleikara og allra handa manns, þétti það ferðalag hópinn og þeir félagar mættu ein- beittir til verks. Buck segir að þeir hafi legið lengi yfir plötunni og gefið sér tíma en um fjörutíu lög voru meira og minna fullunnin. Eitt af sérkennum plötunnar er sterkur póli- tískur undirtónn og er platan líklega þeirra pólitískasta verk síðan Life’s Rich Pageant (’86) og er innblásin af hryðjuverkunum 11. sept- ember og forsetatíð George W. Bush. Michael Stipe, söngvari og textahöfundur, segist hafa lagt áherslu á að endurspegla það sem væri að gerast í augnablikinu og ástand mála í Banda- ríkjunum er honum einkar hugstætt. Hann hef- ur lýst því yfir að Bandaríkin hafi klúðrað mál- um í kjölfar 11. september, í stað þess að byggja skynsamlega á sorginni hafi verið snúið út úr öllum tilfinningum og þjóðinni varpað út í vafasamt stríð. Stipe segir fyrrnefnda safnplötu marka enda- lok hins margumrædda Berryvandamáls og með henni hafi þeir lokað ákveðnum dyrum. Hann viðurkennir fullum fetum að sveitin sé búin að vera í kreppu fram að þessari plötu sem sé nýtt upphaf fyrir R.E.M. – enn og aftur. Þremenn- ingarnir eru loksins öruggir með sig og ein- beittir að því að reyna sig til ýtrasta sem skap- andi hljómsveit, eitthvað sem hafi alltaf legið henni til grundvallar. Eftirköstin Around the Sun er þriðja plata tríósins R.E.M. en trymbillinn Bill Berry hætti í sveitinni eftir plöt- una New Adventures in Hi-Fi sem út kom árið 1996 og starfar nú sem hey- og hrossabóndi. Around the Sun byggist á hinum nýja hljóðheimi R.E.M. sem kynntur var á Up (’98) og Reveal (’01) og einkennist jafnframt af myrkum, póli- tískum undirtónum. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is R.E.M. Mike Mills, Michael Stipe, Peter Buck. Around the Sun kemur í verslanir á mánudaginn. www.remhq.com

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.