Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 24
Þrennt vakti athygli á Golden Globe verð- launahátíðinni í Hollywood, það er svartir kjólar, missíður faldur og ellimerki. Hollywood-stjörnur eru jafnan prúðbúnar, moldríkar, ofurstæltar og hallar undir fegrun af ýmsu tagi, en að þessu sinni virtist íhaldssemin ráða ríkjum í fata- vali og gráu hárin ná yfirhöndinni. Shar- on Stone var í svörtu, sem og Christina Ricci, Jennifer Aniston, Catherine Zeta Jones, Sofia Coppola og Sarah Ferguson. Gráhærðir voru Bill Murray, Michael Douglas og Jamie Lee Curtis, sem er hætt að láta uppfæra sig og loftbursta á tímaritsmyndum. Meryl Streep er líka framarlega í flokki leikkvenna er kæra sig koll- óttar um yngingarvélar og -brellur og hið sama má segja um Diane Keaton. (Hún mætti reyndar hvítklædd frá hvirfli til ilja og lítur ennþá út eins og Annie Hall. Þrjátíu árum síðar.) Batnandi fólki er best að lifa. Fráhvarf frá litadýrð fyrri missera leyndi sér ekki í sparifatavali hátíðargesta og nokkrir misstigu sig reyndar svolítið. Nicole Kidman, sem jafnan þykir óaðfinnanlega til fara, veðjaði á kolrangan buxnaskjóna (Tom Ford) og minnti helst á sýningarstúlku í Las Vegas- dúr. Renée Zellweger tók sig heldur alls ekki vel út í fagurbláum en flatneskjulegum kjól frá Car- oline Herrera. Kynningin hennar minnti ískyggilega mikið á taugatrekkjandi framsögu Bridgetar Jones. Sarah Jessica Parker þótti glæsileg að vanda í sérsaumuðum, svargráum tjullkjól, settum perl- um (Karl Lagerfeld). Sarah Jessica man ávallt eftir því að líkjast sjálfri sér, sem er mikilvægt en vandlega geymt tískuleyndarmál, og er búin að dekkja verulega á sér hárið. Charlize Theron fékk viðurkenningu fyrir að fitna og vera ótilhöfð á hvíta tjaldinu, en mætti sæt í ljósgulum (gegnsæjum), flaksandi kjól (Dior) og með liði í hárinu. Uma Thurman var í lavender-bláum satínkjól (Versace) með sígildum Hollywood-gyðju fellingum og líka með krullur. Metropolitan listasafnið í New York setti upp sýn- ingu á gyðjukjólum síðasta sumar. Fleiri í takti við andblæ sýning- arinnar voru Kim Cattrall, í árgangskjól frá Valentino, og Jennifer Lopez í plíseruðum siffon-kjól með gullbelti frá Michael Kors. Sofia Coppola vakti athygli í þokkafullum Azzedine Alaïa kjól en á flat- botna skóm. Annað nýmæli á hátíðinni var missíður faldur á kjólum Sofiu, Söruh Jessicu Parker og Scarlett Johannsson. Karlarnir voru í dökkum jakkafötum eða smóking, (geisp, geisp) og nokkrir áttu mjög slæman hárdag. Dæmi: Vængir og skott Al Pacino. Hvað skyldi svo hafa komið fyrir kollinn á Sharon Stone og Gwen Stefani? helga@mbl.is Renée Zellweger þótti óheppin með kjólinn sinn. TÍSKA | HELGA KRISTÍN EINARSDÓTTIR Charlize Theron kvenleg með krullur. Úpps. Nicole Kidman missteig sig aðeins á tískudreglinum. Christina Ricci í Madame Grès með gamla hárgreiðslu. Sharon Stone var í svörtu pilsi og topp, með tættan koll. Hertogaynjan af Jór- vík olli heilabrotum en var með óperuhanska. Sofia Coppola vakti athygli á flatbotna skóm. Hárliðir Umu Thurman eru sagðir nýjasta nýtt. Demantslokkar á pinna hafa tekið við dinglandi ljósakrónum. Plíserað pils þykir ekki passa Jennifer Lopez. Blóm og glitrandi spennur sáust víða á hátíðinni. Sarah Jessica Par- ker gætir þess vand- lega að líkjast ávallt sjálfri sér. Gráa byltingin. Bill Murray og Michael Dou- glas virðast steinhættir að lita á sér hárið. Meryl Streep eldist vel og sýnilega. ELLIMERKI OG DÖKK HÁTÍÐARFÖT Stórir lokkar hafa vikið fyrir eðalstein- um á pinna. Scarlett Joh- ansson var í missíðum kjól frá Stellu McCartney. Jennifer Aniston var fín í jersey-árgangskjól frá Valentino. Kim Cattrall í gyðju- legum árgangskjól frá Valentino. A P /R eu te rs HÁTÍÐATÍSKAN INNI Stórir pinna- eyrnalokkar Faldur við hné Mjúkir liðir Hárskraut ÚTI Eyrnalokkar í ljósakrónustærð Sleikt hár og tagl Sléttujárn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.