Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 26
26 | 1.2.2004 Ingo Maurer er án efa goðsögn í lifanda lífi. Hann var fyrst upp- götvaður árið 1966 þegar hann hannaði ljósið ,,Bulb“ og hefur í gegnum árin hlotið verðskuldaða athygli og margvísleg verðlaun fyrir hönnun sína. Ingo Maurer er mjög hugmyndaríkur og hefur til dæmis hannað ljósakrónu úr brotnu leirtaui. En þrátt fyrir vel- gengnina er hann hógvær og segist helst finna til sín ef hann nær að skapa tilfinningar hjá fólki með hönnun sinni. ,,Töframaðurinn“ eða ,,Ljóðskál ljóssins“ eins og hann er oft kallaður er nú orðinn rúmlega sjötugur að aldri en lætur engan bil- bug á sér finna. Hann hlaut Georg Jensen verðlaunin í Kaup- mannahöfn á síðasta ári og segist ekki tilbúinn að setjast í helgan stein. Ljós í myrkri Þegar keyrt er eftir Miklubrautinni að kvöldi til er óhjákvæmilegt annað en að taka eftir fallega upplýstu eldhúsi í einu húsanna sem snýr að götunni. Gluggi eldhússins minnir helst á búðarglugga þar sem engar gardínur skyggja á útsýnið. Það sem helst fangar athyglina er einkennilegt ljós sem minnir á gervitungl og varpar rómantískri birtu út í myrkrið. Ljósið kallast Zettel’z og er hannað af Ingo Maurer. Erna Steina Guðmundsdóttir fatahönnuður og einn eigandi ELM hafði lengi dáðst að ljósinu áður en henni hlotnaðist það. ,,Ljósið er heill heimur út af fyrir sig og oftar en ekki myndast skemmtilegar samræður við matarborðið vegna ljóssins. Það sem helst heillaði mig við það var pappírinn sem er í uppáhaldi hjá mér og svo hversu ljóðrænt ljósið er,“ segir Erna og bendir mér á fal- legan texta sem frænka hennar hafði skrifað til hennar. ,,Zettel’s er tímalaust listaverk og sérstaklega vel hannað. Ljósið lýsir niður á við en vegna pappírsblaðanna þá endurkastast birtan um allt eldhúsrýmið,“ segir Erna sem hefur hengt fallegar skissur innan um texta eins og: ,,Tell me about yourself, your struggle, yo- ur dreams, your telephone number.“ Zettel’z var hannað árið 1998 og brúar bilið á milli ljóss og rit- listar. Hugmyndin að baki Zettel’z er endurspeglun á ljósi í gegnum pappír. Með ljósinu fylgja 40 áritaðar og 40 óáritaðar pappírsarkir sem eigandi ljóssins getur skrifað á. Sá texti sem ritaður er á papp- írinn er á mörgum tungumálum og inniheldur ljóð, skilaboð, dul- arfullar gátur, uppskriftir, afsökunarbeiðni, skissur og erótískar myndir svo eitthvað sé nefnt. www.ingo-maurer.com L jó sm yn d: G ol li LJÓÐRÆN SKILABOÐ Í LJÓSI STELL Í Tekkhúsinu er verið að selja smáréttamatarstell hannað af Saga- form, sem nefnist Tapas & Co. Tapas á rætur sínar að rekja til fimmta- og sjötta áratugs síðustu aldar, þegar Spánverjar fundu einfalda leið til að halda flugum frá drykkjarílátum sín- um. Stellið er hentugt fyrir ýmis tæki- færi, þar sem t.d. skálarnar sitja stöð- ugar á glösunum og því hægt að labba um og heilsa fólki þó bæði sé haldið á mat og drykk. Fjögur glös og jafn margar skálar eru seldar saman á 4.500 kr. Karaflan er á 2.100 kr. og bakkinn sem hægt er að nota sem undirdisk fyrir fjórar skálar og sem brauðdisk er seldur með skálunum á 3.600 kr. GLÖS Blómastofan Eiðistorgi er þekkt fyrir að selja öðruvísi blóm og fallegar gjafavörur. Nýlega jók Kol- brún Stefánsdóttir við úrval Blómastofunnar og flyt- ur nú inn tyrknesk teglös í öllum regnbogans litum. Glösin eru einstök og sóma sér vel með hvaða mat- arstelli sem er. Að sögn Kolbrúnar eru teglösin að- allega notuð undir vatn eða vín hér á landi. ,,Það er samt alltaf gaman að halda í gamlar hefðir og drekka úr glösunum ekta tyrkneskt te,“ segir hún. Nú er bara að láta ímyndunaraflið ráða og velja sér sem flesta liti, enda ekki seinna vænna þar sem skraut- hyggjan verður allsráðandi í vor. Verðið á glösunum er 790 kr. stykkið og karafla í stíl kostar 1.980 kr. Skraut-ananasinn er náttúrulega ræktaður og lifir í allt að þrjá mánuði. Verðið á honum er 1.380 kr. NÝTT BÓK „The Way We Live“ nefnist einstök bók um heimili og lífsstíl eftir Stafford Cliff og ljósmynd- arann Gilles de Chabaneix. Bókin fjallar um arki- tektúr og hönnun víðsvegar um heiminn og má með sanni kalla sjónrænt alfræðirit hönnunar, þar sem hún byggir aðallega á ljósmyndum. Bókin er einstaklega vel upp sett og aðgengileg í alla staði. Atriðaskrá bókarinnar er til fyrirmyndar þar sem blaðsíðutöl bókarinnar eru meðal annars flokkaðar eftir hyggjum, stefnum, hlutum og efnum. Bókin er nú fáanleg í öllum verslunum Máls og menningar sem og verslunum Pennans Eymundssonar. Verð 3.995 kr. L jó sm yn di r: G ol li PÚÐAR Jórunn Dóra Sigurjónsdóttir á heiðurinn af þessum púðum, sem eru báðir úr hör. Ljósa skinnið á stærri púð- anum er kanínuskinn, en þess má geta að Jórunn hefur hlotið mikla athygli fyr- ir hönnun sína á leður- og kálfa- skinnspúðum sem hafa verið til sölu meðal annars í Tekkhúsinu. Jórunn hef- ur aðsetur í Textíl gallerí Skipholti 21, en auk hennar starfa þar Helena Sólbrá Kristinsdóttir og Þórunn Símonardóttir við textílhönnun og saumaskap. Púð- arnir eru á 5.200 kr. hvor. HEIMILI OG HÖNNUN | ELÍNRÓS LÍNDAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.