Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 5
SUNNUDAGSBLAÐI© 7t>í> höndum, í vatni, sem umlukið var hömrum miklum. í augum Buddha trúarmanna er Kandy heilagur bær íyrir þá sök, að þar er geymd ur jaxl einn frægur, sem talinn er vera úr sjálfum Buddha. Vantrú- aðir Evrópumenn fullyrða, að jaxl- inn sé of stór til þess að hann geti verið úr manni. En þrátt fvrir það streyma pílagrímar þúsundum saman til Kandy til þess að sjá hann. Eitt hið allra nærtækasta, sem enn hefur varðveitzt úr fornmenn- ingu Singhalesa, eru heilar borgir, sem hafa verið grafnar upp. Hin elzta þeirra, Anuradhapura, er í um það bil 250 km til norðurs frá Colombo. Grunnur að henni var lagður ári 437 f.K., á svipuðum tíma og verið var að byggja hið gríska Parþenon. Eitt sinn var í- búatala þessarar borgar um þrjár milljónir og hún var engu ómerk- ari Babylon og Ninive. Systurborg hennar, Polonnaruwa, var að flat- armáli álíka stór og London er x dag. Borgirnar liðu undir lok þeg- ar pólitísku veldi þeirra lauk og lögðust bókstaflega í eyði. Þær grófust í jörð og huldust frum- skógi. Fyrir um 50 árum hófust enskir fornleifafræðingar handa um að gi'afa þar upp, og því er ekki nærri lokið. Enn liggja tugir ferkílómetra ösnertir og þar er ó- efað að finna dýrmæta fjársjóði. í Anuradhapura getur að líta 1600 súlur í „koparhöllinni“. Einn ig þak hallarinnar var úr kopar eða bronzi. í henni vom 1000 her- bergi með silfurklæddum veggjum og ríkulega prýdd eðalsteinum. Þar var stór salur og þakhvelfing hans lialdið uppi af gullsúlum og' feiknmikið hásæti úr fílabeini handa axðstaprestinum. Þar í boi'g fundust lika stærstu byggingar, sefn vitað er tii að býggðar háli véiíé ur múísteiúi. Þáð vöíu héí o" lúð hæsta þeirra var 135 metr- ar á hæð. í því var pallur, borinn uppi af 400 múrsteinsfílum, sem allir voru hver öðrum ólíkir að öðru en því að þeir höfðu fíla- beinstennur. Hofin voru kölluð „dagoba“ og á hverjum degi þöktu prestarnir þau með blómum, svo hvergi sá í múrstein, og aldrei tvo daga í röð með sömu blómateg- undum jasmínum, orkideum, lót- usblómum og rósum. Það er talið, að á hvert hof hafi þui'ft 100 þús- und blóm. í þaki hofanna var vökv unarkerfi til þess að halda blóm- unum rökum. Það var kanelinn, sem þegar á tímum gamla testamentisins naut heimsfrægðar, sem freistaði Evr- ópumanna til þess að leggja undir sig éyjuna. Fyrstir komu Pprtúgal- ir árið 1505. Það voru þeir, sem fluttu til Ceylon katóslka trúár- skoðanir, þótt ekki festi kristin trú þar djúpar rætur. Síðan komu Holendingar með mótmælendatrú. Það eru afkomendur þeirra, sem fram á síðustu ár hafa gegnt flest- um opinbei'um embættum á eynni. Englendingar flæmdu Hollend- inga á brott og það sem hvorki þeim né Pórtugölum hafði tekizt. tóltst þeipj fyrstnefndu Að imekkia vsldi kójftúhfiSfiltiBins Kandy utjn 1 ficlliiniimx íin^lond-* ingar beittu til þess kænskubragði miklu: Þeir námu á brott hinn heilaga jaxl, sem áður er nefndur, en það var. trú Singhaelsa, að sá, er á hverjum tíma varöveitti hann, væri réttmætur handhafi hins æðsta valds. Undir stjórn Englendinga tók landið miklum fi'amförum. Þeir byggðu vegakei'fi (sem nú er sagt að sé „hiö bezta í allri Asíu“), bvggðu járnbrautir og sjúkrahús. Heilbrigðismálastjórn þeirra var i góðu lagi og í landinu ríkti lýð- ræðisstjórn. Ceylon var hið fyrsta af ríkjum Asíu, þar sem kviðdóm- ar voru stofnsettir og konur fengu kosningarétt. Lífskjör eyjaskeggja eru hin beztu í Asíu að Japan und- anskyldum. Urn það bil 609o eru læsir og skrifandi, samanborið viö 20% í Japan. Aðskilnaðurinn við England fór fram án nokkurra árekstra. Um það leyti, sem Englendingar voru að hafa sig á brott frá Indlandi kom þeim skyndilega Ceylon í hug og þeir sögðu: „Þið getið sem bezt fengið sjálfstæði líka“. Enda bera Ceylonbúar góðan hug til Breta, gagnstætt því sem víða er annars staðar, þar sem þe.ir hafa stjó.rhað. Ceylon ér i brezfea samveldimi ems og t.d. Kaiiádá. Landsstjóri QinpíA 3VC Vv^ Ú.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.