Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 11

Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 11
SUNNUDAGSBLAÐIÐ heilbrigðar hugsanir komu hver á faetur annarri: Hún er lifandi. ^vona andar ehginn draugur. Ég ^ef komizt að því hvernig á reim- leikunum stendur. Á morgun hef eg 200 dali í vasanum. Þá verður gaman að lifa.' -—■ Mér lá við að stökkva upp úr rúminu og skelli- hlæj a; en til allrar hamingju tók skynsemin í taumana og ba.nnaði bá heimsku svo ég hreyfði mig ekki, og fór nú að hugsa um það fólega hver kona þessi væri, og hvernig hún væri hingað komin. ^að var deginum ljósara að hún hafði gengið í svefni, en hitt var ^ér óskiljanlegt hvernig hún hefði komizt inn í húsið, þar sem dyrn- ar voru harðlæstar og hlerar fyrir óllum gluggum. Ég reis nú við olnboga og virti hana nákvæmlega fyrir mér. Hún var ung og forkunnarfríð, fölleit hokkuð en varirnar rauðar sem rósir, nefið hátt og beint eins og ó grískri myndastyttu, kinnarnar hvelfdar undir löngum svörtum G'-ignahárum. Önnur hendin lá hvít °g nettvaxin á sænginni rétt hjá hiér. Á einum fingrinum var dig- ur gullhringur með stórum gim- steini, er kastaði frá sér björtum geislum í augu mér. Þá datt mér snjallræði í hug. Þennan hring á- setti ég mér að hafa til minja, svo ég gæti sannað sögu mína. Ég snerti hendina ofur hægt. klún rumskaði dálítið en veknaði ekki. Að fimm mínútum liðnum kafði ég hringinn í vasanum, en kún svaf róleg eftir sem áður. Þá skreið ég fram úr rúminu og fór ut í horn á herberginu. Þar stóð eg og beið þess óþreyjufullur að nóttin liði. En hróðugur var ég í tneira lagi, og hlakkaði mjög til inorgundagsins. Skömmu eftir klukkan þrjú fór kún að rumska. Hún opnaði augun °g reis upp úr rúminu. Því næst gekk hún hiklaust út úr herberg- tnu. Ég greip ijóskerið og fylgdi henni eftir. Hún gekk rakleitt nið- ur í eldhúsið og þaðan hvarf hún niður stigann ofan í kjallarann. Ég hraðaði mér á eftir henni, en þegar ég kom niður stigann sá ég hvar hún stóð á borðskrifli . við vegginn og hvarf þaðan á einu augnabliki út um gluggann efst á veggnum. Ég var hvorki seinn né stirður í snúningum í þá daga, en þó var það ekki mitt meðfæri að klifra eins fimlega og þessi sof- andi stúlka. Þegar ég loks komst út um gluggann var hún öll horf- in. Ég hljóp í allar áttir að leita hennar, en sá hana hvergi, og þó mér þætti illt að verða að láta svo búið standa, huggaði ég mig þó við það, að ég hefði hringinn hennar í vasanum. Ég hvarf því aftur til hússins og hélt þar kyrru fyrir það sem eftir var nætur. Það er óþarft að lýsa þvú hvað hróðugur ég var næsta morgun, er ég hitti félaga mína og sagði þeim söguna. Þegar við höfðum etið morgunverð lögðum við Karl af stað til þess að hitta Hatfield gamla. Klukkan var langt gengin ellefu þegar við komum þangað. Þjónn kom til dyranna og vísaði okkur til stofu og bað okkur að bíða húsbónda síns þar ofurlitla stund. Þegar við gengum inn í stof una sáum við að þar sat ungur kvenmaður og lék á fortepiano. Hún stóð upp, hneygði sig kurteis- iega og gekk út úr stofunni. Ég sá framan í hana aðeins eitt augna- blik, en það var nóg; myndin var svo skýr í huga mér að ég kannað- ist við andlitið á svipstundu. Ég hrökk við og greip handlegg vinar míns. „Þekkirðu hana?“ sagði ég með skjálfandi röddu. „Hver er hún? Segðu mér það strax!“ „Hvað gengur á kunningi?“ svaraði hann og reyndi að losa handlegginn úr greipum mér. „Þú ert víst ekki búinn að ná þcr cnnþá 715 eftir nóttina. Þetta var dóttir herra Hatfields.11 „Einmitt það,“ kallaði ég upp, en rétt í því heyrðist fótatak á ganginum, svo ég hafði aðeins tíma til að hvísla í eyra Karli: „Þelta er stúlkan, sem ég sá í nótt!“ í því opnuðust dyrnar og húsbóndinn gekk inn. „Góðan daginn,“ sagði hann glað lega. „Hvað er að frétta af vof- unni? En hvað er að tarna! Það er því líkast, sem þið hafið séð draug! Þér eruð fölur sem nár.“ „Víst er það að ég hef séð vofu þá, sem hér er um að ræða,“ sagði ég og reyndi að brosa. „En er það þá ekki allt sama sagan og ég hef oft heyrt, sem þér hafið að segja?“ sagði hann og stundi við. „Ég er fyrir löngu leið ur orðinn á því rugli. Hafið þér komizt að því hver vofan er, Það vil ég fá að vita. Ég þarf að gera enda á þessu slúðripsem svo lengi hefir staðið húsinu fyrir öllum þrifum. Látið þér nú sjá og sýnið mér með fullri vissu, að þér hafið leyst gátuna. Þá skal ég óðar gefa yður bankaávísun upp á þau verð- laun, sem ég hef lofað, og meira að segja, bæta 50 dölum við.“ Ég sagði honum að ég vissi gerla hvernig á reimleikanum stæði og skyldi meira að segja sýna honum vofuna strax, ef ég ekki væri hræddur um að honum mundi mis- líka það. „Mér mislíka það!“ kallaði hann upp. „Hvernig ætti mér að mis- líka það? Segið þér mér undireins hver hún er!“ „Gott og vel! Ef þér viljið fyrir hvern mun vita það, þá get ég sagt yður að vofan er dóttir yðar, sú er hér sat í stofunni þegar ég kom ínn. Karl spratt upp, og ég hélt hann ætlaði að berja mig. „Hvernig dirf- ist þér að tala svona í mínum hús- um,“ sagði hann og skalf af reiði. Ég tók hringinn úr vasa mínum

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.