Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hlíðarberg lokað | Gatnaframkvæmdir standa nú yfir í Hafnarfirði og verður Hlíð- arbergi lokað fyrir umferð í dag fram til 25. ágúst vegna framkvæmdanna, að því er fram kemur á heimasíðu Hafnarfjarð- arbæjar. Unnið er að gerð hringtorgs við Reykjanesbraut og breikkun Hlíðarbergs auk þess sem leggja á hringtorg á mótum Lækjargötu og Hringbrautar og steypa upp brú yfir Lækjargötu. Brúargólfið verð- ur steypt í vikunni.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Grettishátíð í Húnaþingi | Grettishátíð fór fram í Húnaþingi um síðustu helgi og var nýtt húsnæði Grettistaks á Laugarbakka, Grettisból, formlega opnað en þar mun í framtíðinni verða menningar- og fræðasetur byggt á Grettissögu. Stjórn Grettistaks ásamt Magnúsi Stefánssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, helguðu sér lóð við húsið með því að kveikja elda á lóðamörk- unum við táknræna athöfn. Hápunktur hátíðarinnar var kraftakeppn- in sem Andrés Guðmundsson aflraunakappi stýrði. Keppt var í kvenna- og karlaflokki og urðu þau Kristín Baldursdóttir og Jóhann Hermann Ingason hlutskörpust.    Rafmagnslaust á Ísafirði | Rafmagn fór af nærri öllu Ísafjarðardjúpi í um klukkustund í fyrradag eftir að vél í Sængurfossvirkjun í Mjóafirði ofhitnaði, að því er fram kemur á fréttavef BB. Jakob Ólafsson, framkvæmdastjóri raf- veitusviðs hjá Orkubúi Vestfjarða, segir að starfsmenn Orkubúsins hafi verið fljótir að ræsa varaaflsvél í Reykjanesi og því hafi rafmagnsleysið aðeins varað í um klukku- stund. Vélarnar í virkjunum fóru svo aftur í gang seinna um daginn. Hvergerðingum hef-ur fjölgað tals-vert það sem af er árinu, og samkvæmt þjóðskrá eru íbúar í Hveragerði núna 1.973. Hvergerðingum hefur því fjölgað um 89 frá síð- ustu áramótum, sem er um 4,7% fjölgun og nálg- ast íbúatalan því óðfluga 2.000 manna markið, að því er fram kemur á vef Hveragerðisbæjar. Þró- unin í ár er ólík þeirri sem átti sér stað í fyrra, þegar íbúafjölgun í bænum var óveruleg. Orri Hlöðversson, bæj- arstjóri í Hveragerði segir að engar lóðir séu nú laus- ar til úthlutunar í bænum og endurspeglar sú staða þá miklu eftirspurn eftir húsnæði og lóðum sem verið hefur. Mikið af hús- næði er auk þess í bygg- ingu núna, að sögn Orra. Fjölgar í Hveragerði Við opnun Þekkingarseturs Þingeyinga og Nátt-úrustofu Norðurlands eystra á Húsavík ákváðutónlistarmennirnir Guðni Bragason og Kristján Þór Magnússon að koma Siv Friðleifsdóttur umhverf- isráðherra þægilega á óvart. Þeir Guðni og Kristján höfðu fregnað að Siv ætti af- mæli þennan dag og þar sem þeir höfðu verið fengnir til að spila og syngja við athöfnina fluttu þeir afmæl- isbarninu lagið Happy Birthday eftir Stevie Wonder við góðar undirtektir viðstaddra. Morgunblaðið/Hafþór Sungu fyrir afmælisbarnið Það líður að lands-móti hagyrðinga,en það verður haldið 21. ágúst á Hvols- velli. Sunnlendingar munu kynna heima- byggðir sínar með einni til þremur vísum. Gísli Halldórsson í Króki ætlar ekki að neita að kynna sitt hérað ef honum kemur vísa í hug næstu sjö daga. Hann tók þátt í mótinu á Núpi 1996, bjó þá með fleiri Sunnlend- ingum í Gerðhömrum og kvað: Gerðishamra góða mynd geymir lengi hjarta mitt, þar má líta kræfa kind, krummager og lúmskan pytt. Hér við loksins fundum frið, flaut af hverju strái smjör Staðinn kringir klettarið, kyssir bára stein í vör. Fundinn friður pebl@mbl.is Neskaupstaður | Það hefur ver- ið mikil veðurblíða og glamp- andi sólskin undanfarna daga í Neskaupstað og hitinn farið yfir tuttugu gráður. Bæði mönnum og málleysingjum var heitt og biðu þessir félagar á meðan pabbi fór inn í sjoppu að kaupa ís. Sá tvífætti heitir Mikael Nat- an Róbertsson og var hann að viðra vin sinn sem hann sagði að héti Sesar, en væri stundum kallaður Krulli. Sesar er af svo- kölluðu kóngapúðlukyni og eru fáir slíkir til hér á landi. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Heitir Sesar en er kallaður Krulli Góðir félagar TÆPLEGA 240 kettir hafa verið skráðir hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja frá því að reglugerð um kattarhald á Suðurnesjum tók gildi 28. apríl sl. en frestur til að skrá kettina rann út í fyrradag. Hjá Heilbrigðiseftirlitinu fengust þær upplýsingar að flestar skráningarnar hefðu borist síðustu tvo daga skráningartímabils- ins. Afsláttur af skráningargjaldi var veitt- ur til þeirra sem skráðu ketti sína á réttum tíma en frekari afsláttur verður ekki gefinn og er gjaldið nú 15 þúsund krónur. Óskráðir kettir á Suðurnesjum verða héðan í frá veiddir af Heilbrigðiseftirlitinu. Ef eigandi þeirra gefur sig ekki fram verða kettirnir gefnir eða seldir upp í kostnað, en takist það ekki verða þeir aflífaðir. 240 kettir skráðir á Suðurnesjum VIÐ endurbætur á húsnæði Sláturfélags Suðurlands í ár hafa komið í ljós miklar skemmdir á þaki yfir frystihúsi félagsins, að því er fram kemur í Fréttabréfi SS. Gert var við þakskemmdirnar til bráðabirgða en ljóst er að skipta þarf um þakið næsta vor. Sláturfélagið hefur ráðist í miklar end- urbætur á útflutningsvinnslu og frystihús- ahluta vinnslustöðvar sinnar á Selfossi og m.a. tvöfaldað sali til vinnslu á fersku kjöti. Einnig var aðskilnaður milli fersks kjöts og umbúða bættur og flæði vöru, fólks og um- búða fært að ítrustu kröfum, segir í frétta- bréfinu. Þak Sláturfélags- hússins ónýtt JARÐÝTA sem vinnur við snjóflóðavarn- argarðinn við Seljalandsmúla rauf vatns- lögn til Ísafjarðar í fyrrakvöld og varð hluti byggðar á Ísafirði vatnslaus, að því er fram kemur á fréttavef BB. Lögnin rofnaði þegar ýtan ók yfir loft- tæmingarloka sem brotnaði af þannig að upp kom mikil vatnssúla. Viðgerð hófst strax og náðist að ljúka henni á skömmum tíma en að sögn Jónasar Sigurðssonar, bæjarverkstjóra, tekur tíma að lofttæma lögnina og því hafi íbúar Ísa- fjarðar orðið varir við einhvern þrýsting á vatninu í gær. Jarðýta rauf vatnslögn ♦♦♦ ♦♦♦ Þriggja tíma hlaup | Stúlkurnar í fjórða flokk kvenna í Sindra hlupu á mánudaginn frá ráðhúsinu á Höfn í Hornafirði að Jök- ulsárbrú í Lóni til að safna sér fyrir ferð á Íslandsmótið í knattspyrnu sem haldið verður á Akureyri um aðra helgi, að því er fram kemur á vefsíðu Hornafjarðar. Stúlkurnar hlupu tvo kílómetra hver en hlupu svo allar síðustu þrjá kílómetrana ásamt þjálfara sínum. Björgunarsveitarbíll fór á undan hverjum hlaupara og lög- reglubíll var fyrir aftan til að tryggja ör- yggi stúlknanna.   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.