Morgunblaðið - 05.09.2004, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 05.09.2004, Qupperneq 59
Sýnd kl. 10.15. Sýnd kl. 2 og 4. m/ísl.tali. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.40 og 8. www .regnboginn.is Hverfisgötu  551 9000 Nýr og betri Yfir 40 þúsund gestir Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 8. M já um st í b íó ! Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. Sýnd kl. 4 og 6. Enskt tal.  SV MBL  ÓÖH DV Sýnd kl. 8 og 10.30. Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára. Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Yfir 23.000 gestir! Yfir 20.000 gestir! Ein besta ástarsaga allra tíma. Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda í frábærum hasartrylli. Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin átakaatriði. „Myndir á borð við þessar segja meira en þúsund orð.“ HJ. MBL „Drepfyndin“ Ó.Ö.H. DV S.K., Skonrokk Ó.H.T Rás2 Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal EFTIR METSÖLUBÓK NICHOLAS SPARKS Kr. 500 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. hollenskir kvikmyndadagar 10-16 sept. Nicole Kidmani l i The Stepford Wives S.V. Mbl.  Ó.H.T Rás 3.  HP. Kvikmyndir.com Ný íslensk mynd gerð eftirsamnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. óvenjulega venjuleg stelpa Ný íslensk mynd gerð eftirsamnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. óvenjulega venjuleg stelpa MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 59 manni forvitni á að vita hvort borg- ararnir væru alls ómaksins verðir. „Já, þeir eru ansi bragðgóðir,“ fullyrðir Cho. „Þetta eru pínulitlir hamborg- arar, eiginlega eins og smákökur, sem maður borðar í tveimur munn- bitum. Ég kaupi mér þá yfirleitt tugum saman þegar ég er svangur.“ Orðrómurinn um Ísland John Cho er fæddur í Seoul í Suð- ur-Kóreu en ólst upp í Los Angeles. Hann segir það ekki langþráðan draum sinn að gera leiklistina að ævistarfinu heldur hafi hann fyrst smitast af leiklistarbakteríunni í há- skóla. „Kannski var það vegna þess að ég sá aldrei fólk af asískum uppruna í sjónvarpi eða kvikmyndum að ég hélt að þetta væri eitthvað sem ég gæti ekki gert,“ segir Cho. „Eftir að ég kynntist leiklistlinni í háskóla man að mér fannst skemmtilegast að fara á leiklist- aræfingar en ekki að sýna eins og flestum. Á æfingunum voru allir jafn brjálaðir og ég og mér fannst ég hafa fundið fjölskylduna mína,“ segir Cho. Leiklistin er þó ekki eina list- sköpunin sem Cho iðkar heldur er hann jafnframt liðsmaður rokk- hljómsveitarinnar Left of Zed sem áformar að gefa út sinn fyrsta disk síðar á árinu. Þekktasta hlutverk Cho til þessa er án efa hlutverk Johns í Banda- rísku böku-myndunum (American Pie) og hann situr hreint ekki með hendur í skauti þessa dagana. Hann er að leika í sjónvarpsþætti að nafni The Mans Room sem sýndur verður á NBC-sjónvarpsstöðinni þar vestra í vetur. Auk þess er væntanleg kvik- myndin See This Movie þar sem Cho fer með hlutverk, en framleið- endurnir eru þeir sömu og í Banda- rísku böku-myndunum. Þegar samtalinu er að ljúka vill Cho fá staðfestingu á orðrómi sem hann hefur heyrt um Ísland. „Allir vinir mínir sem hafa komið til Íslands segja að þar búi falleg- ustu konur í heiminum. Ég verð að koma sjáfur einn daginn og kanna þetta,“ sagði hann. JIM Caviezel sem lék Jesú Krist í Píslasögu Krists hefur verið boðið að leika annað of- urmenni, sjálfan Súperman í myndinni Súperman snýr aftur, sem lengi hefur verið beðið eft- ir. Fullyrt er að búið sé að bjóða honum hlutverkið og að hann eigi bara eftir að skrifa undir. Stór nöfn á borð við Jude Law, Josh Harnett og Brendan Fraser hafa verið orðuð við hlutverkið stóra. Sami heimild- armaður og lak upplýsingum í fjölmiðla um ráðningu Caviezels, hinn virti myndasöguhöfundur Mark Miller, hefur einnig látið hafa eftir sér að leikstjórinn sem til standi að ráða sé reyndur og vel treystandi fyrir verkinu. Jim Caviezel fer úr einu ofurmennis- hlutverkinu í annað. Jesús Kristur Súper- man? HVAÐA tónlistarmann vill Ross hlusta á þegar hann fer í bað? Hvern réð Monica á veitingastað sinn aðeins til að reka hann? Hvaða nafn vildi Chandler fá sér sökum óánægju með nafnið sitt? Þetta eru þrjár af þeim 1.200 spurningum sem finna má í nýju spurningaspili sem komið er út hér á landi. Glöggir merkja kannski að allar tengjast spurningarnar Vinum eða Friends en spilið er ein- mitt alfarið helgað þessum vinsælu bandarísku sjónvarpsþáttum. Spilið heitir Friends og hefur að sögn farið sigurför um heiminn. Vart þarf að taka fram að allar spurningarnar eru á íslensku og eru um allt sem tengist Vinum. Spilið er fyrir 2 - 6 leikmenn eða lið, markmiðið er að verða fyrstur til að strika yfir einn hlut fyrir alla sex Vinina (sérstök blokk sem leikmenn fá), eign- ast Kaffibollaspjaldið og komast til Central Park. Einnig geta leikmenn lent á Leikreit og þurfa þá að leika eftirminnilegt atriði úr þáttunum sem ætti að gera upplifunina enn skemmtilegri. Friends spilið hefur verið eitt mest selda spurningaspil í Bandaríkjunum undanfarin 2 ár og hafa yfir 2 milljónir eintaka selst þar í landi. Friends hefur verið einn allra vinsælasti gamanþáttur í sjónvarpi síðasta áratuginn en fram- leiðslu á honum var hætt í ár. Stöð 2 hefur endursýningar á þátt- unum í vetur en stöðin mun einnig frum- sýna á nýju ári nýju þættina um Joey. Spil | Nýtt spil byggt á hinum vinsælu Vinum Hvað veistu um Vini? Svör: Kenni G, Joey, Clint.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.