Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 252. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is tísku 16.-26. sept. DAGAR HAUST/VETUR 2004 Opið til 21 í kvöld Nýtt kortatímabil 70 mínúturn- ar búnar Þremenningarnir hætta á Popptíví eftir þúsund þætti | Sjónvarp Viðskipti | Hverjir eiga sjávarútveginn?  Sprotafyrirtæki sækja fjármagn til útlanda Úr verinu | Stjörnufansinn á Akureyri Íþróttir | Rómverjar grýttu dómarann  Sigfús undir hnífinn DAVÍÐ Oddsson afhenti Halldóri Ásgrímssyni lyklana að Stjórnarráðinu við Lækjargötu síðdeg- is í gær að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum þar sem Halldór tók við embætti forsætisráðherra og Davíð tók við embætti utanríkisráðherra af Halldóri. Spurður um hvort þessi tímamót væru hámark- ið á stjórnmálaferli hans sagði Halldór: „Þetta er æðsta embætti á vettvangi ríkisstjórnar og að mínu mati mikilvægasta embætti þjóðarinnar. Hver sem fer í það starf hlýtur að standa á hátindi síns pólitíska ferils.“ Í samtali við fréttamenn í gær sagði nýr for- sætisráðherra aðspurður að skattalækkanir yrðu á dagskrá ríkisstjórnarinnar í haust eins og legið hefði fyrir. Varðandi nýtt fjölmiðlafrumvarp væri verið að vinna í því en ekkert lægi á í því sambandi. Um skattamálin sagði Halldór að forgangsmálin væru tekjuskattur, eignaskattur og barnabætur. Hann sagði samkomulag í öllum aðalatriðum um útfærslur í þessum efnum liggja fyrir á milli stjórnarflokkanna. Halldór sagði aðspurður að miðað við það góða svigrúm sem virtist vera í rík- isfjármálunum gerðu menn ráð fyrir því að geta lækkað tekjuskattinn um 4% eins og segði í stjórn- arsáttmálanum. „Nú hefur hagvöxturinn verið það mikill og það eru góðar spár um hagvöxtinn. Við sjáum ekki bet- ur en við getum það,“ sagði nýr forsætisráðherra við fréttamenn í Stjórnarráðinu. Forræði varnarviðræðna áfram hjá Davíð Fram kom í samtali Davíðs við fréttamenn í gær að hann yrði áfram með forræði yfir varnarvið- ræðum við Bandaríkjamenn, ekki síst þegar þau mál væru komin frá Bandaríkjaforseta til Colins Powells utanríkisráðherra. Halldór sagði aðspurð- ur um þau ummæli að varnarmálin heyrðu undir utanríkisráðuneytið. „Hins vegar er það þannig að öll mikilvæg mál í ríkisstjórn eru ávallt á borði forsætisráðherrans. Þannig hefur það alltaf verið og verður alltaf,“ sagði Halldór. Halldór Ásgrímsson tekinn við embætti forsætisráðherra af Davíð Oddssyni Gert ráð fyrir að tekju- skattur lækki um 4% Morgunblaðið/Sverrir Davíð lét svo ummælt er hann afhenti Halldóri lyklavöld í Stjórnarráðinu að það væri „einstakt fyrir hvern mann að fá að gegna þessari stöðu ... og ég vona að gæfa og blessun fylgi þínu starfi hér og að þú eigir eftir að eiga jafngóða daga og ánægjulega eins og ég hef átt hér.“  Tuttugasti forsætisráðherrann/6 Einstakt fyrir hvern mann að fá að gegna þessari stöðu HALLDÓR Ásgrímsson, sem í gær tók við embætti forsætisráðherra, segir að hann ætli að setja á fót ráðgjafahóp sem verði honum til ráðgjafar um efnahagsmál. Hann segist vilja hafa samráð við fólk alls staðar af landinu líkt og hann hafi gert þegar hann var sjáv- arútvegsráðherra. „Ég horfi til þess með tilhlökkun að fá meiri tíma til að beita mér inn á við á nýjan leik. Í því felst að hafa meira samstarf við atvinnu- lífið í landinu, forystumenn þess og launþega,“ segir Halldór m.a. í viðtali við Morgunblaðið í dag. „Ég ætla að gefa mér tíma til að fara um landið og kynna mér mál. Ég hef líka hugsað mér að leggja áherslu á efnahagsmál og hag- stjórnina. Það hefur alltaf verið mér hugleikið. Ég var stjórn- málamaður á tíma þegar hér var mikil verðbólga og óstöðugleiki. Ég sá mistökin sem þar urðu og tók þátt í þeim. Ég hef mikinn áhuga á því að leita til val- inkunnra einstaklinga til að gefa mér ráð og aðstoða mig við hag- stjórnina. Ég hef ákveðið að koma mér upp slíkum ráðgjafahópi til þess að auka víðsýni og gera það líklegra að ég sem forsætisráð- herra geti staðið undir þeim vænt- ingum sem til mín eru gerðar um að samfara áframhaldandi hag- vexti og framförum í landinu ríki hér stöðugleiki.“ Ætlar að setja á fót ráð- gjafahóp um efnahagsmál  Samstarf/30 NÆR tveimur milljónum manna var sagt að flýja heimili sín á suður- strönd Bandaríkjanna í gær þegar fellibylurinn Ívan stefndi þangað eft- ir að hafa valdið mikilli eyðileggingu á eyjum í Karíbahafi. Lýst var yfir neyðarástandi í Flór- ída, Louisiana og Alabama og búist var við að auga fellibylsins kæmi að landi í Mobile-flóa í Alabamaríki í dag. Linda Garðarsdóttir býr í New Orleans við ósa Mississippi en um hríð var talið að meginþungi Ívans myndi skella á borginni. Linda sagð- ist þó ekki ætla að flýja enda byggi hún í afar traustu timburhúsi sem hefði staðið af sér öll óveður í 150 ár. Einnig stendur húsið tiltölulega hátt en stór hluti New Orleans er í reynd undir sjávarmáli. „Það er rétt að byrja að blása og ég er að fara að fylla baðkerið af vatni ef þetta yrði nú verra en menn eru að spá og vatnið færi af. Ég á nóg af vasaljósum ef rafmagnið fer. Kertaljós nota ég ekki, þau myndu hita upp og það verður nógu heitt samt þegar loftkælingin hættir að virka,“ sagði Linda í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær. „Mesta hættan stafar af vatninu. Þar sem flóðgarðar eru ekki nógu háir geta miklar öldur valdið flóði. Þetta hefur gerst hér. En við búum rétt við franska hverfið og það er einn hæsti staðurinn í borginni.“ Tvær milljónir Banda- ríkjamanna flúðu Ívan Reuters Bandaríkjamaður situr á sandpokum við verslun í franska hverfinu í New Orleans. Lokað var fyrir glugga verslana í hverfinu vegna fellibylsins Ívans. Íslendingar í Mobile og New Orleans negla fyr- ir glugga og birgja sig upp af vatni „ÉG á stórt einbýlishús og er búin að loka fyrir alla glugga því felli- bylurinn er að koma,“ sagði Inga Bartley í gær, en hún býr í Mobile í Alabama ásamt eiginmanni sínum og þremur son- um. Kvaðst hún helst óttast að vindurinn bryti risastórt tré sem er í garðinum hjá henni eins og eldspýtu, með þeim afleiðingum að það lenti á húsinu. Hún sagðist ekki vita hversu lengi hún þyrfti að vera innandyra en gerði ráð fyrir að vera rafmagnslaus í þrjár til fjórar vikur. Eiginmaður Ingu fór á sjúkra- hús í Mobile, þar sem hann starf- ar, ásamt yngsta syni þeirra en hún kvaðst ætla að vera heima hjá sér og standa óveðrið af sér. Óttast að tréð brotni og lendi á húsinu Inga Bartley Íþróttir, Viðskipti og Úr verinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.