Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 60
SEX mönnum, þar af fjórum kajakræðurum Blindrafélagsins, var bjargað úr miklum sjáv- arháska við Grænlandsstrendur í gærkvöldi eftir að vélbátur, sem sótti þá, sökk í ofsaveðri með öllum búnaði leiðangursins. Fartölvur leiðangursins, gervihnattasímar, kajakarnir og allur búnaður glataðist, auk vél- bátsins sem fórst. Að sögn tengiliðs leiðangurs- ins varð slysið um klukkan 21 í gærköldi þegar verið var að flytja kajakræðarana frá þeim stað þar sem þeir luku leiðangrinum, við Napasors- uaqfjörð við austurströnd Grænlands. Um borð voru skipstjóri, aðstoðarmaður hans og ræð- ararnir fjórir sem voru í leiðangrinum. Vélbáturinn sótti þá í fyrradag og beið í 35 metrum á sekúndu við nálæga vík áður en fært þótti orðið á sjó. Þegar lagt var af stað fór sjór hins vegar að leka inn á vélina og lenti hann í miklum sjógangi sem endaði með því að báturinn brotnaði undan mönnunum og munaði litlu að hann ræki stjórnlaust upp á sker. Var neyðarkall sent út og kom þyrla fljótt á vettvang og hífði mennina upp. Voru þeir fluttir til Kangarlussuaq á vesturströndinni og koma heim á mánudag. Söfnunarsími fyrir þá sem vilja styrkja Blindra- félagið og leiðangurinn er 902 5100. Vélbátur sem sótti fjóra kajakræðara Blindrafélagsins fórst í ofsaveðri Bjargað úr sjávarháska um borð í þyrlu MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Heilsukoddar Heilsunnar vegna VÍÐA bjuggu menn sig undir storm í gærkvöldi, enda hafði Veður- stofan spáð hvassri austanátt með rigningu, fyrst sunnanlands og svo norðan- og austanlands. Sjómenn og bátaeigendur huguðu að bátum sínum í höfnum og var víkingaskipið Íslendingur engin undantekning hvað það varðaði. Þeir Gunnar Marel Eggertsson skipasmiður og Böðv- ar Gunnarsson voru í Þorlákshöfn í gær og gerðu ráðstafanir með því að setja dælu í Íslending ef á þyrfti að halda. Farið var að hvessa sums staðar sunnanlands seint í gær, en storm- urinn var þó ekki það snemma á ferðinni að hann væri farinn að gera usla fyrir miðnætti. Morgunblaðið/Golli Víkingaskipið búið undir storminn ÍSLENSKA útvarpsfélagið, dótturfélag Norðurljósa, hefur keypt helmingshlut í nýju fjarskiptafyrirtæki, IP fjarskiptum ehf. Það fyrirtæki á aftur helming í fyrirtækinu First- mile á Íslandi ehf. Fram kemur í fréttatilkynningu að First- mile hafi byggt upp háhraða ADSL-fjar- skiptanet á höfuðborgarsvæðinu og að IP fjarskipti muni í samstarfi við Íslenska út- varpsfélagið strax á þessu hausti bjóða net- þjónustu með miklum hraða, allt að 20 mega- bita á sekúndu, símaþjónustu og sjónvarp. „Það sem býr að baki þessum kaupum hjá okkur er einfaldlega áframhaldandi fjárfest- ing í fjarskiptafyrirtækjum,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, útvarpsstjóri ÍÚ. Kaupa nýtt fjarskipta- fyrirtæki  ÍÚ kaupir/C2 ENGIN matvöruverslun verður á Stöðvarfirði þegar einu verslun staðarins, Stöðfirzka verzlunar- félaginu ehf., verður lokað á næstu dögum vegna gjaldþrots. Skipta- stjóri þrotabúsins hefur árangurs- laust leitað eftir aðilum til að taka við versluninni og sömuleiðis versl- unareigendur undanfarin misseri. Bæjarbúar þurfa því að aka til Fá- skrúðsfjarðar eða Egilsstaða eftir matvöru. Um 20 mínútna akstur er á Fáskrúðsfjörð, en ríflega klukku- tími til Egilsstaða. Stöðfirzka verzlunarfélagið var stofnað fyrir um þremur árum á rústum kaupfélagsins á staðnum. Lífeyrissjóður Austurlands á tæpar einnar milljónar króna kröfu í búið, en ekki er búið að lýsa kröfum í það að öðru leyti. Bæjarbúar eru mjög uggandi vegna ástandsins, en ekki eiga allir auðvelt með að aka til nágranna- bæjanna til að kaupa matinn. „Það verður skelfilegt að hafa enga verslun á staðnum,“ segir Að- alheiður Birgisdóttir, íbúi á Stöðv- arfirði. „Hér eins og annars staðar verslar fólk í Bónus á Egilsstöðum, en að sjálfsögðu eru ekki allir þeirr- ar gæfu aðnjótandi að komast í Bónus, t.d. eldri borgarar og þeir sem eru bíllausir. Verslunin hér hef- ur því verið mjög mikilvæg. Mjólk- ina og brauðið hefur maður keypt hér og það verður því skelfilegur missir þegar hún hættir því hér er ekkert annað, ekki einu sinni sjoppa. Á hinn bóginn segir það sig sjálft að það hlýtur að vera erfitt að reka verslun í 260 manna bæjar- félagi.“ Sara Guðfinna Jakobsdóttir á Stöðvarfirði segir einnig slæmt að missa einu verslun staðarins, „en þetta er bara það sem við höfum sjálf skapað okkur,“ segir hún. „Það er fullt af fólki sem fer vikulega í Bónus á Egilsstöðum og verslar fyrir vikuna þannig að verslun þrífst ekki hér. En ég á eftir að sakna þess að hafa ekki búð hér, því ég notaði hana og mér finnst alveg voðalegt að það eigi að loka henni. Fjölmargt fullorðið fólk býr ein- samalt og á ekki bíla og ég veit ekki hvað það tekur til bragðs.“ Morgunblaðið ræddi við eldri konu á Stöðvarfirði, en hún er bíl- laus og sagði margt fólk af sinni kynslóð eiga erfitt með að fara verslunarferðir til nágrannabæj- anna. „Það kemur sér náttúrlega illa að hafa ekki einhverja verslun- arholu með nauðsynlegustu mat- vöru,“ sagði hún. „Það verður að koma í ljós hvernig fólk fer að. Það er ekkert vafamál, að þetta verður alvarlegt ástand. En þetta er fá- mennt byggðarlag og það er kannski erfitt að reka verslun hér, ekki síst síðan Bónusverslunin kom á Egilsstöðum. En það er óþægilegt að þurfa að fara til næsta fjarðar ef það vantar eitthvert smotterí, t.d. rjómafernu, ef mann langar til að bjóða gestum upp á eitthvað.“ Seg- ist hún munu verða að fá bílfar með ættingjum til Egilsstaða. Matvöruverslun að stöðvast á Stöðvarfirði vegna gjaldþrots „Verður skelfilegur missir“ Erfitt fyrir bíllaust fólk að fara langar leiðir til að kaupa í matinn BEINAR veiðar á háfi í net eru nú hafnar á ný við landið eftir nokkurt hlé. Það er neta- báturinn Fönix VE sem stundar veiðarnar. Hafa skipverjar farið þrjá róðra og verið að fá um þrjú tonn í róðri. Háfinn selja þeir á fiskmörkuðum í Bretlandi og fá allt að 300 krónum fyrir kílóið. „Jú, við höfum verið að bera okkur eftir háfi að undanförnu, svona samhliða ýsunni,“ sagði Kjartan Sigurðsson, skipstjóri á neta- bátnum Fönix VE frá Þorlákshöfn, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann var þá að koma úr þriðju veiðiferð sinni og sagði afla- brögðin ágæt, um þrjú tonn af háfi og tæpt tonn af ýsu eftir þriggja daga veiðiferð. Háfurinn er seldur á markaði í Bretlandi og segir Kjartan B. Sigurðsson skipstjóri verðið misjafnt, allt frá 100 krónum fyrir kílóið og upp í 300 krónur. Háfur verður mest rúmlega metri á lengd. Hann er skætt rándýr eins og svo margir frændur hans, en veiðir sér ýmsa smærri fiska auk annars sem býðst. Háfar hafa ekki verið vinsælir meðal sjómanna þar sem þeir eru taldir éta fisk af önglum. Morgunblaðið/Alfons Benedikt Hallgrímsson og Kjartan B. Sig- urðsson á Fönix landa háfi í Þorlákshöfn. Allt að 300 krónum fyrir háfinn  Leggja/D1 LÍTIÐ miðaði í samkomulagsátt í kjara- deilu grunnskólakennara og sveitarfélag- anna í gær, en áframhaldandi fundahöld verða hjá ríkissáttasemjara í dag. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Ís- lands, segir að nú sé verið að fara yfir hugmyndir sem fram hafi komið og aðilar að undirbúa lokasprettinn áður en boðað verkfall skellur hugsanlega á. Forystumenn sjómanna og útvegs- manna sátu einnig á fundum í gær, og seg- ir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari ekki ljóst hverju þessi lota skilar. /4, 8 Lítið miðar í kjaradeilum ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.