Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/BFH Þakkir Kristján Björn Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, og Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri takast í hendur. Pó stu rin n b ýð ur fy rir tæ kju m á hö fu ðb or ga rs væ ðin u að ko m a s en din gu m sa m dæ gu rs til vi ðs kip tav ina . Ek ki bíð a a ð ó þö rfu . Fá ðu se nd ing un a s am dæ gu rs m eð P ós tin um He fur þú ef ni á a ð b íða til m or gu ns ? www.postur.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS P 23 96 1 1 0/ 20 04 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 19 MINNSTAÐUR Ísafjörður | „Ísafjörður á fátt sameiginlegt með borginni Brisbane í Ástralíu,“ segir Kári Gíslason, enskukennari við Menntaskólann á Ísafirði. Hann hefur búið í Brisbane frá því að hann var 14 ára gamall og segir varla hægt að hugsa sér tvo ólíkari staði. Annars vegar sé um að ræða stórborg með 1,5 milljónir íbúa sem sé í hitabeltinu í Norður-Ástralíu og hins vegar lítinn kaupstað með um 3.500 íbúa langt norður í Atlants- hafi. En hver er þessi Ástrali með íslenska nafnið? „Móðir mín, Susan Reid, er ensk að uppruna og kom til Íslands árið 1970 til að vinna sem enskur ritari hjá fyrirtæki í Reykjavík. Á Íslandi kynntist hún föður mínum, Gísla Ólafssyni, og ég fæddist árið 1972. Þegar ég var tíu ára fluttum við til Englands og fjór- um árum seinna fluttum við til Ástr- alíu þar sem móðurafi minn var bú- settur. Hann hafði barist fyrir föðurlandið í seinna stríðinu og eins og svo margir aðrir sem það gerðu, þá flutti hann til Ástralíu að stríðinu loknu. Fjölskyldan mín settist að í Brisbane og þar hef ég að mestu ver- ið búsettur síðan.“ Lögfræðingur með doktorspróf í Íslendingasögunum Í vetur kennir Kári nemendum Menntaskólans á Ísafirði ensku og segir það ganga mjög vel, nemend- urnir séu frábærir og duglegir að læra. Sjálfur er hann menntaður lög- fræðingur og með doktorspróf í bók- menntafræði frá University of Queensland í Brisbane. Í dokt- orsritgerð sinni tók hann Íslend- ingasögurnar fyrir og segir að áhug- inn á þeim hafi kviknað þegar hann kynntist þeim í háskólanum. „Áhugi minn á Íslendingasögunum er auðvitað tilkominn vegna róta minna á Íslandi og í ritgerðinni fjallaði ég um höfunda Íslend- ingasagnanna og hvað hægt er að lesa úr sögunum um þá sjálfa. Árið 1999 endurnýjaði ég kynnin við land og þjóð þegar ég kom hingað til að vinna að rannsóknum á Árnastofnun undir handleiðslu Vésteins Ólasonar forstöðumanns og á Stofnun Sig- urðar Nordals þar sem ég naut að- stoðar Úlfars Bragasonar. Í fram- haldi af því fór ég að kenna enskt lagamál í Háskóla Íslands og síðan hjá Endurmenntunarstofnun Há- skólans,“ segir Kári. Á Ísafirði vegna auglýsingar á mbl.is Árið 2001 hélt Kári aftur heim til Ástralíu og lauk við doktorsritgerð- ina en ræturnar eru sterkar og hug- urinn leitaði til Íslands. „Einhverju sinni þegar ég var að skoða Morg- unblaðið á vefnum, sá ég auglýsta stöðu enskukennara við Mennta- skólann á Ísafirði og fannst það mjög spennandi möguleiki og ákvað að sækja um.“ Sex vikur eru síðan Kári kom til Ísafjarðar og segist hann kunna af- skaplega vel við sig þar og ekki síður eiginkona hans, Olanda, sem nú er með í för. „Hún er ferðamálafræð- ingur að mennt en hefur ekki ennþá fengið vinnu hérna. Núna er hún að læra íslensku og vonandi fær hún eitthvað að gera þegar hún hefur náð tökum á málinu. Við erum bæði mjög ánægð á Ísafirði og hlökkum til að ferðast um Vestfirði enda verður gaman að fá tækifæri til að skoða söguslóðir Gísla sögu Súrssonar, Fóst- bræðrasögu og Háv- arðs sögu Ísfirðings.“ Tónlistarmaður og rithöfundur Tónlist hefur alla tíð leikið stórt hlut- verk í lífi Kára og á námsárum sínum var hann á kafi í tónlist og um tíma starf- aði hann sem atvinnumaður á því sviði í Brisbane. „Í ein fimm ár kom ég 2–3 sinnum í viku fram í klúbbum og nokkrum sinnum í útvarpi. Ég er búinn að gefa út tvo geisladiska sem innihalda nokkurs konar þjóðlaga- tónlist með rætur í borgum og þétt- býli, ekki ósvipað lögum Leonards Cohen. Núna seinni árin hefur hins vegar minni tími gefist til að sinna tónlistinni en þeim mun meiri farið í ritstörf.“ Hann hefur nýlokið við að skrifa bók um ferð sína til Íslands árið 1999 og segir þar frá því hvernig hann tengdist aftur hinni íslensku fjöl- skyldu sinni og upplifði á ný land, þjóð og menningu. Sú bók er nú í höndum útgefanda erlendis en Kári er þegar byrjaður á nýrri bók þar sem hann fjallar um Vestfirði og þá sérstaklega Ísafjörð. „Mér finnst áhugavert að skoða hvernig Ísafjörð- ur er í dag og breytingarnar þar síð- ustu áratugi, t.d. eftir að kvótakerfið var tekið upp og eins með tilliti til byggðaþróunar í landinu þar sem fólksflutningar hafa nánast verið á einn veg, þ.e. á höfuðborgarsvæðið. Ég ætla að reyna að vinna þessa bók með kennarastarfinu í vetur og hver veit nema við ílengjumst hér eitthvað áfram ef aðstæður leyfa,“ segir Kári Gíslason. Ástralskur Íslendingur kennir vestfirskum ungmennum Ræturnar eru sterkar Líkar vel Kári Gíslason er langt að kominn en er ánægður með að búa á Ísafirði. Hann er byrjaður á bók um Vestfirði. ur Gylfa Gunnarssonar skipstjóra en Nunni, Gunnar Konráðsson, var 14 barna faðir og lét eftir sig er hann lést í vor 130 afkomendur. Þannig að það er mál manna að Nunni EA 89 muni bera nafn með rentu og verða mikill aflabát- ur. Morgunblaðið/Helga Mattína Nýr Nunni Útgerðarmennirnir Garðar Ólason og Gylfi Gunnarsson meðal glaðra íbúa Grímseyjar þegar nýr og stærri Nunni kom til heimahafnar. Bátaflotinn minnkar en bát- arnir stækka Grímsey | Þeir voru að vonum ánægðir útgerðarmennirnir Garðar Ólason og Gylfi Gunnarsson er þeir sigldu inn í Grímseyjarhöfn í veður- blíðunni á nýjum, stórum Nunna EA 89. Því hinn fyrsta september síðast- liðinn breyttist dagakerfið yfir í há- mark krókaafla sem kallar á ýmsar breytingar hjá útgerðum. Bátum er fækkað og kvóti sameinaður. Sigur- björninn ehf. flytur kvóta af tveimur dagabátum sínum yfir á Nunna. Nunni er Víking hraðfiskibátur sem mun veiða samkvæmt króka- kerfi. Alltaf er mikil gleði ríkjandi þegar nýr bátur bætist í flota Grímsey- inga og íbúar, ungir sem aldnir, flykkjast niður að höfn til að þiggja veitingar og fagna. Nunni EA 89 ber nafn föð- LANDIÐ Mývatnssveit | Á ferð starfsmanna Landgræðslu ríkisins um Þingeyj- arsýslur í byrjun vikunnar afhenti landgræðslustjóri Sveinn Runólfs- son framkvæmdastjóra Kísiliðj- unnar, Kristjáni Birni Garðarssyni, nokkurn þakklætisvott fyrir fram- lag Kísiliðjunnar til Landgræðsl- unnar í áratugi. Í ræðu Sveins að þessu tilefni kom fram að Kísiliðjan í Mývatns- sveit hefur veitt Landgræðslunni öflugan stuðning í 16 ár, lengur en nokkurt annað fyrirtæki á Íslandi. Landgræðsla ríkisins hefur í heila öld notað melfræ til að hefta sandfok. Um miðja síðustu öld var farið að nota fleiri frætegundir og þegar farið var að nota flugvélar til sáningar reyndist nauðsynlegt að þyngja grasfræin til þess að þau féllu til jarðar á sama stað og áburðarkornin. Sama gildir um fræ sem notað er til uppgræðslu og dreift er með kastdreifurum bænda. Við þessu var brugðist með því að húða fræin sérstökum efn- um. Kísilgúr hentar vel til þess ásamt ásamt kalkryki og steinryki frá Sementsverksmiðjunni. Kísiliðjan hefur síðan 1988 gefið allan þann kísilgúr sem Landgræðslan hefur þurft Land- græðslan þakkar fyrir sig að nota, oftast um 20 tonn á ári, og hafa starfsmenn verksmiðjunnar meðhöndlað efnið sérstaklega. Einnig fengu þeir flutningafyr- irtæki til að flytja efnið end- urgjaldslaust til Reykjavík- ur. Þetta hefur verið afar mikilsvert framlag til landgræðslustarfs- ins, að sögn Sveins, og full ástæða til að þakka fram- lagið. Kísiliðjan við Mývatn hefur stutt landgræðslustarfið í áratugi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.