Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.borgarbio.is Mjáumst í bíó! Miðasala opnar kl. 15.30 Yfir 31.000 gestir! Mögnuð spennumynd með Denzel Washington í fantaformi DENZEL WASHINGTON EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Kr. 450COLLATERAL TOM CRUSE JAMIE FOXX Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat Þetta hófst sem hvert annað kvöld Fór beint á toppinn í USA! Sýnd kl. 8 og 10.20. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Snargeggjuð gamanmynd frá hinum steikta Scary Movie hóp NOTEBOOK VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall Óvæntasti grínsmellur ársins Fór beint á toppinn í USA Klárlega fyndnasta mynd ársins! Þú missir þig af hlátri... punginn á þér!  KVIKMYNDIR.COMH.L. MBL Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall Óvæntasti grínsmellur ársins Fór beint á toppinn í USA Þú missir þig af hlátri... punginn á þér! Klárlega fyndnasta mynd ársins! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. kl. 5.30, 8 og 10.15. VINCE VAUGHN BEN STILLER VINCE VAUGHN BEN STILLER Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. Sjóðheit og sexí gamanmynd um strák sem fórnar öllu fyrir draumadísina Sýnd kl. 8. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. Kr. 450 Sýnd kl. 4. Ísl tal.  Mbl.  Ó.Ö.H. DV  Ó.Ö.H. DV B L I N D S K E R S A G A B U B B A M O R T E I N S F R U M S Ý N D 8 O K T Ó B E R EINS og fram kom í sunnudags- blaði Morgunblaðsins lék Sigur Rós ásamt fleirum verkið Hrafnagaldur Óðins tvisvar í París við feikigóðar undirtektir í síðustu viku. Verkið var flutt sem hluti af íslensku menn- ingarkynningunni sem haldin er þar í borg nú um stundir. Í spjalli við Kjartan Sveinsson, hljómborðs- leikara Sigur Rósar, kemur fram að heilmargt fleira er á döfinni hjá sveitinni. Í umfjöllunum um Hrafnagald- urinn hefur jafnan láðst að nefna einn höfund verksins og verður það nú leiðrétt hér með. Um er að ræða konu Kjartans, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur sem samdi verkið ásamt meðlimum Sigur Rósar, Steindóri Andersen og Himari Erni Hilmarssyni. María er í Amina strengjakvartettinum sem hefur tekið þátt í hljómleikum Sigur Rós- ar undanfarin ár og átti hópurinn jafnframt þátt í síðustu plötu Sigur Rósar, ( ). María kom inn í samn- ingu Hrafnagaldursins á lokastig- um hans, áður en hann var frum- fluttur í Barbican-höllinni í London, í apríl 2002. Þá má einnig geta þess að Amina gefur brátt út eigin plötu. Allt að gerast Eins og áður segir hafa mörg verkefni og ólík verið að berast inn á borð til Sigur Rósar að und- anförnu. Nýlistasafmið í New York, MoMA (Museum of Modern Art) hefur t.d. boðið Sigur Rós að spila í tengslum við enduropnun safnsins í Manhattan, þann 20. nóvember. „Við eigum víst að spila þann 18.,“ segir Kjartan. „Það var hringt í okkur en við erum ekki enn búnir að ákveða hvað við ætlum að spila. Við settum það sem skilyrði að við myndum gera eitthvað alveg nýtt. Við nennum ekki að spila lumm- urnar en tímum heldur ekki að spila nýju lögin okkar.“ Þá fékk einn umtalaðasti mynd- bandalistamaður samtímans, Doug Aitken, að nota tónlist Sigur Rósar við verk sem hann sýndi í París í sumar. „Við höfum samt ekki unnið með honum Aitken,“ segir Kjartan. „Við stóðum hins vegar í þeirri trú að verkið yrði sett upp í galleríi en það var víst sýnt í einhverri verslun. Við vorum ekkert allt of ánægðir með það. Annars veit ég lítið um málið, þetta er bransi sem ég vil ekki skipta mér of mikið af.“ Það hýrnar aftur á móti yfir Kjartani þegar hann er spurður út í skosku teiknimyndina Loch Ness Kelpie, sem hljómsveitin samdi sér- staklega tónlist fyrir. Það er fram- leiðslufyrirtækið Red Kite sem stendur að myndinni, sem er barna- mynd, og segir Kjartan að það hafi verið einkar skemmtilegt að vinna þá tónlist. Sjálfur á Kjartan tónlist- ina í mynd Rúnars Rúnarsson, Síð- asti bærinn í dalnum, sem vann verðlaun á Nordisk Panorama kvik- myndahátíðinni sem lauk fyrir stuttu í Reykjavík. Að lokum staðfestir Kjartan að næsta breiðskífa Sigur Rósar, hennar fjórða hljóðversskífa, eigi að koma út næsta vor. „Það gengur mjög vel að taka upp og við erum komin með fullt af lögum. Þetta verður poppplata, til muna aðgengilegri en hinar. Ég myndi segja að hún væri í svipuðum klassa og Michael Jackson og Britn- ey Spears.“ Tónlist | Annir hjá Sigur Rós Ljósmynd/Bernadette Stallmeyer Kjartan (lengst til vinstri) og félagar slógu í gegn í París. Ný breiðskífa vænt- anleg næsta vor Morgunblaðið/Golli María Huld Markan Sigfúsdóttir hefur starfað náið með Sigur Rós undanfarin ár, bæði ein og sér en einnig sem meðlimur í strengja- kvartettinum Amina (ásamt þeim Hildi Ársælsdóttur, Eddu Rún Ólafsdóttur og Sólrúnu Sum- arliðadóttur). arnart@mbl.is HLJÓMSVEITIN Vonbrigði þótti vera ein helsta sveit íslenska pönk- tímans og náði að koma frá sér tveimur plötum, fjögurra laga sjö- tommu árið 1982 og sjö laga plötu að nafni Kakófónía ári síðar. Margir kannast þá ábyggilega við kröftugt upphafslag plötunnar Rokk í Reykja- vík, „Ó Reykjavík“ sem Vonbrigði fluttu. Hljómsveitin hefur undanfarið verið að vinna að plötu sem inniheld- ur eldri lög sem aldrei voru tekin upp á sínum tíma. Sveitin er sem fyrr skipuð þeim Þórarni „Tóta“ Krist- jánssyni trommuleikara, Árna Krist- jánssyni gítarleikara, Gunnari Ell- ertssyni bassaleikara og Jóhanni Vilhjálmssyni söngvara. Ákveðið hef- ur verið að sveitin troði upp á vænt- anlegum tónleikum bresku síðpönk- sveitarinnar The Fall í Austurbæ hinn 18. nóvember en þar mun koma til liðs við hana Hallur Ingólfsson en hann hefur verið að vinna að vænt- anlegri plötu ásamt meðlimum. 100 lög Að sögn Þórarins hafa þeir verið að vinna að þessu með hléum í tvö til þrjú ár en platan kemur í búðir eftir u.þ.b. mánuð. „Við áttum hundrað lög eftir fjög- urra ára samstarf og mikið af þessu var aldrei tekið upp. Við höfum verið að hljóðrita þetta og koma þessu í form, höfum endurskrifað textana aðeins og bætt við milliköflum er við á. Við endurhljóðritum svo eitt af Ka- kófóníu og tvö af sjötommunni. Svo er eitt nýtt lag. Alls verða þetta nítján lög.“ Þórarinn segir að hljómurinn sé miklu betri núna og nær því sem þeir hafi verið að reyna upphaflega. „Okkur var t.d. úthlutaður einn sólarhringur til að vinna Kakófóníu og upptökumaðurinn hafði aldrei heyrt í hljómsveitinni.“ Svo mikið af efni er reyndar til að Þórarinn segir að stefnt sé á annan disk strax á næsta ári. Það stendur ekki til að leika á fleiri tónleikum en þessum einu en allt er þó opið að sögn Þórarins, kannski verða haldnir sérstakir útgáfu- tónleikar vegna disksins. Hann segir að endingu það mikinn heiður að fá að spila með The Fall, hún hafi verið ein af þeim sveitum sem hafi verið í guðatölu hjá þeim félögum ungum. Miðasala á tónleika The Fall og Vonbrigða hefst 20. október á www.midi.is Tónlist | Vonbrigði snúa aftur Hita upp fyrir The Fall Morgunblaðið/Einar Falur Vonbrigði á tónleikum uppúr 1980 í Hafnarbíói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.