Morgunblaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN F yrst var eins og vatnið flyti um alla bakka. En þetta var ekki vatn. Það var eins og álfkonurnar í klett- unum hefðu tekið sig til um nóttina og ofið glitrandi híalín umhverfis vatnið. Landið lá umvafið fögrum haustmorgninum og þeir kinokuðu sér við því að vaða vefinn, þótt fisk- urinn í vatninu freistaði. Þetta sérfagra fyrirbrigði, sem hélt aftur af veiðimönnunum þenn- an morgun, kallast vetrarkvíði, og er allþekkt fyrirbæri á jörð að út- hallandi sumri, örfínir glitrandi þræðir á gróðri jarðar, eins og því er lýst í spurningaskrá þjóðhátta- deildar þjóð- minjasafns- ins. Þarna eru voðköngu- lærnar að verki. Í skor- dýrabók Fjölva segir, að á haustin spinni þær þræði út um allt svo engu líkist öðru en ábreiðu á jörð- inni, sem glampar á í sólskini, en vatnsdropar raðast á þræðina í vætu. Og í riti Inga Agnarssonar um íslenzkar köngulær segir sér- staklega um sortulóna, að hún finnist oft í háloftasvifi og sé án efa ein þeirra tegunda, sem mynda vetrarkvíða. Annað náttúrufyrirbrigði er tengt vetrarkvíðanum. Það er vetrarkvíðastörin, sem vex í blaut- um flóum og er algeng um allt land. Þegar líður á sumarið mynd- ar vetrarkvíðastörin langar of- anjarðarrenglur sem liggja ofan á grasinu. Þær eru kallaðar vetr- arkvíði. Hvorutveggja vetrarkvíðann töldu menn vita á langan og erf- iðan vetur og því þyngri sem voð köngulónna var víðari og þeim mun snjóameiri sem renglur vetr- arkvíðastararinnar voru lengri. Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns- ins sendi út 1975 spurningalista um veður og veðurspár og var þar m.a. spurt um vetrarkvíða og hvort honum fylgdi viðurkennd veð- urspá. Allflestir, sem svöruðu, þekktu til vetrarkvíða og velflestir þeirra sögðu hann boða þungan vetur. Vetrarkvíði þótti aldrei boða gott. Nokkrir nefndu til vetr- arkvíðastörina og þá spá, að snjó- dýpt ætti að vera sú sama næsta vetur eins og lengdin á vetr- arkvíðaleggjunum. Vetr- arkvíðastörin er einnig nefnd snjó- nál. Í ljóðinu Á gömlu leiði 1841, sem Jónas Hallgrímsson orti yfir mold- um vinar síns Jóns Kjærnested í Fróðárgarði, segir skáldið m.a. svo: Stirðnuð er haga höndin þín, gjörð til að laga allt úr öllu, eins létt og draga hvítt á völlu smámeyjar fagurspunnið lín. Hannes Pétursson fjallar í bók sinni; Kvæðafylgsni – um skáld- skap Jónasar Hallgrímssonar, um eðli þessa smámeyjalíns. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að smámeyjarnar í kvæðinu um Jón Kjærnested séu úr náttúrunnar ríki, sem var Jónasi svo tamt – úr hinni miklu smábarnahjörð móður jarðar, eins og Hannes segir. Og hann heldur áfram: „Litlar kóngulær tinnudökkar, sem eiga sér ekki sérstakt tegundarheiti á íslenzku, spinna stundum af undraverðum hraða og hagleik silfurhvíta þræði milli stráa á tún- völlum eða annars staðar undir berum himni, svo yfir að líta sindra örfínir þræðirnir við sólarbirtu sem glitvefnaður, og er það mjög einkennileg og falleg sjón. Þetta fyrirbrigði nefnist vetrarkvíði, og hefur því verið lýst þannig af nátt- úrufræðingi: „Jörðin virðist stund- um vera þakin fíngerðum, glitr- andi þráðum, fögrum á að líta. Sést þetta greinilegast kvölds og morgna, þegar sól er lágt á lofti, einkum síðari hluta sumars. Hafa margir tekið eftir þessum silki- þráðum víða um land, og er það trú sunnanlands ( samkvæmt frásögn Guðmundar í Múla og Ísólfs Páls- sonar ), að það boði harðan vetur, ef mikið sést af þessum vetr- arkvíða. En hvað er þetta? Það eru silkiþræðir, gerðir af þúsundum og milljónum smárra köngurlóa af mestu snilld. Eru þetta örygg- isþræðir, brýr og sviftæki þessara undursamlegu smádýra. Koma þræðirnir bezt í ljós við vissa birtu og raka og svo þegar köngulærnar eru á svifflugi, fara af stað eða lenda. Ef þeim líkar ekki dval- arstaðurinn, skríða þær upp á strá eða aðra háa hluti og fara að spinna langa silkiþræði, sem þær nota sem svifflugur. Golan togar í þræðina og þegar þeir eru orðnir svo langir, að vindurinn er farinn að rykkja fast í þá og sveifla þeim til, þá sleppa köngulærnar stráun- um og svífa af stað á þræðinum.““ Hannes segir vetrarkvíða sann- arlega geta kallazt hvítt, fag- urspunnið lín, dregið á völlu. „Ljóðmyndin svífur ekki lengur í þoku, hún er skírskotun til snilldar og fegurðar í ríki náttúrunnar.“ Og Hannes segir kóngulóna vera „smámey“, því hún og járn- smiðurinn voru systkini, bæði tvö kóngsbörn í ánauðum. Smámeyja Jónasar er gæluorð skáldsins, í lík- ingu við smávinina í Hulduljóðum. En vetrarkvíði finnst ekki bara hjá köngulóm og snjónálum; hann er líka til í mannheimum, þar sem hann sezt um sálirnar. Heiðrekur Guðmundssonar orti ljóð um þennan vetrarkvíða. Það heitir Vetrarkvíði og er í bókinni; Vordraumar og vetrarkvíði: Þó lítið reyndist mitt þrek og þor til þrautar á bernskudögum, var skemmtun mörg í bæ og heimahögum. Og hlakkað var til þess, sem kvíði ég núna. Ég fagnaði hausti, sem væri það vor, og vetrarsnæ frá sjó til efstu brúna. Í haust, þegar laufin hrundu af björk, fór hrollur um mig í svipinn, var augnablik af angist þeirri gripinn, er aðeins sá, sem reynir, skilið getur. Það eru hin fyrstu ellimörk, að óttast frost og þungan snjóavetur. En svo þegar hann er seztur að, þá sýnist mér eina ráðið að rýma til, en róa þó í gráðið. Hann reynist máske framar öllum vonum. – Hinn langi vetur, nú veit ég það, hann verður skárri en kvíðinn fyrir honum. Smámeyja fagur- spunnið lín Hér er fjallað um vetrarkvíða, þann sem rekja má til kóngulóa og snjónála og þann sem sezt að í mannssálinni. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is HVAÐ eru menn eiginlega að læra í viðskiptafræð- inni? Það er kannski ekki skrýtið að fyr- irtækin fari á hausinn eða berjist í bökkum ef þau eiga að fram- leiða og selja vöru í „sýndarveruleika“ eins og viðskiptafræðingur nokkur hefur fundið uppá. Ég er rosalega svekkt yfir því að vita til þess að nemandi úr niðurgreiddu há- skólanámi skuli ekki koma með neitt bita- stæðara út úr námi sínu en módel varðandi sýnd- arverkföll ! Að það fólk í samfélag- inu, verkafólkið, sem ég lít mest upp til, sem þrælaði og þrælaði langan vinnudag á skítalaunum, til þess að byggja upp háskóla svo börnin fengju notið menntunar og átti stærstan þátt í því að ég og aðrir gætum stundað niðurgreitt há- skólanám skuli þurfa að horfa uppá svona hrokagikk sem hefur ekki lært neitt nema þá í plati / sýndarveru- leika. Ég hef aldrei heyrt eins mikið kjaft- æði og kemur fram í grein Kristins Þórs Jakobssonar í Frétta- blaðinu í dag (umræð- an bls. 15), ég spyr bara í hvaða veruleika býr hann? Sýndarveru- leika! Er hann kannski bara bóla sem er ekki til? Að skylda kennara til að nota „sýndarverkfall“ þar sem ætlast er til að kennarar mæti og vinni launalaust og það sem þeim bæri í laun færi í einhverja sjóði! Er maðurinn orðinn hringavitlaus eða er hann einn af atvinnulausum við- skiptafræðingum og lætur kannski bæturnar sínar ganga í einhverja sjóði til þess að hann verði duglegri að leita sér að vinnu? Ég bara spyr. Ég er ein af mörgum, sem eru að „Sýndarverkfall“ – Hvað eru menn í alvöru að læra í viðskiptafræðinni? Ragnhildur L. Guðmundsdóttir fjallar um verkfall kennara ’Ég að minnsta kostifór ekki í framhaldsnám bæði í HÍ og KHÍ til þess að vinna hjá ein- hverjum launalaust, fyrr segi ég upp starfi mínu og finn mér annað að gera.‘ Ragnhildur L. Guðmundsdóttir ÞAÐ lætur hátt í ýmsum nú um stundir út af háum áfeng- issköttum á Íslandi og hástemmdasta liðið tal- ar um heimsmet og fimbulfambar út frá því. Háir áfengisskattar eru þó ein þeirra leiða sem Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin telur skila árangri í því skyni að draga úr neyzlu og þannig megi draga úr samfélagslegum vanda- málum. Að því mættu mál- skrafsmenn huga. Og talandi um skatta og álagningu þá væri ekki fjarri sanni að minna hina sömu á annan skatt og ógnvænlegri, þann skatt sem sam- félagið þarf að gjalda, þú og ég, vegna áfeng- isneyzlu í landinu, vegna hins beina sem óbeina tjóns sem af völdum þess verður og talið er í milljörðum á milljarða ofan og er þó með öllu útilokað að meta það allt til fjár svo margslungið sem það er og mörgum meinum blandið. Það fer oftast fjarska lítið fyrir umræðu um þann ofurháa skatt, sem þó yrði örugglega hærri og bæri með sér meiri vá, ef áfengisskatt- arnir yrðu lækkaðir. Það var raunar bent ljóslega á það í umræðunni í sumar að aðalorsök fyrir háu áfengisverði lægi í óhóf- legri álagningu þeirra sem selja áfengi á hinum ótalmörgu vínveit- ingastöðum, en ekki af völdum áfengisskattanna, þannig að einnig þar rekur sig hvað á annars horn eins og svo oft vill verða í þessari umræðu. En til allrar hamingju eru einnig til andstæður þessa í okkar fjöl- breyttu fjölmiðlaflóru og það vakti athygli mína á dögunum þegar ég las í Fréttablaðinu viðtöl við nafn- kunna Íslendinga undir yfirskrift- inni: Það sem ég hefði viljað vita þegar ég var um tvítugt. Tvenn svör um áfengi og eiturlyf fönguðu fram- ar öðru athygli mína og ég vona að mér leyfist að tilfæra þau hér, ekki sízt af því að hér er um einkar mark- vert fólk að ræða. Þar svarar Hilmar Jónsson leikstjóri og leikari: Að áfengi og eiturlyf voru upphafið og endirinn á allri minni óhamingju og „Að gefa hamingj- unni langt nef“ Helgi Seljan skrifar um bindindismál Helgi Seljan Í ÚTVARPSÞÆTTINUM Auð- lindin á Rás 2 þann 7. október sl. var talað við Guðmund Kristjánsson forstjóra Brims HF. Þar segir hann meðal annars að samningamál milli sjómanna og útgerðarmanna séu komin í öngstræti, en það eru orð að sönnu, þar sem ekki hafa náðst neinir samningar á milli útgerðar- og sjómanna síðastlið- inn áratug eða meira. Það er vissulega þörf á breytingum í samningum á báða bóga og það er nú svo að það þarf tvo með vilja til að semja þann- ig að samningar náist. En á meðan ekki er samið verður að virða þær leikreglur sem í gildi eru í þjóðfélaginu hverju sinni. Og mér sýnist meg- inmálið snúast um það. Guðmundur hefur tekið þann pól í hæðina að fara sínar eigin leiðir í samningum í skjóli „félagafrelsis“. Það eru kjarasamningar, sem eru lámarkslaun, og lög (sjómannalög) í gildi. Með lögum skal land byggja, segir einhverstaðar. En það virðist ekki vera sama hvort það er Jón eða séra Jón, sem brýtur lög, miðað við viðbrögð sýslumannsins á Ak- ureyri við aðgerðir og gjörning hans 6. október. sl. þar sem sjó- mannalögin og vinnulöggjöfin eru fyrir borð borin af yfirvaldinu. Ég heyrði í viðtali við Guðmund og yfirlýsingu frá áhöfn Sólbaks að allir væru sáttir við þennan um- deilda samning og að engum þrýst- ingi hefði verið beitt við gerð og samþykkt hans. Tökum sem dæmi: Segjum að skipstjóra og áhöfn á fiskiskipi sé sagt upp störfum og rekstri skips- ins hætt. Mennirnir eiga heima úti á landi og eiga þar fjölskyldur, eignir sem ekki er einu sinni hægt að selja og ekki hægt að komast annarstaðar í samsvarandi skipspláss þó að hæfir einstaklingar séu. Ekki er einu sinni hægt að fá sér trillu og fara að gera út. Seinna myndi út- gerðarmaðurinn sem sagði áhöfninni upp hringja í sama skip- stjórann og segja: Ég skal ráða þig og áhöfn- ina og þið megið veiða eins mikið af fiski eins og þið getið veitt, en þá verðum við að gera sérkjarasamning. Síð- an hringir skipstjórinn í gömlu skipáhöfnina og segir: Við fáum ráðningu aftur og megum fiska eins mikið og við getum en við verðum bara að gera sérkjarasamn- ing áður og segja okkur úr stétt- arfélögnum sem við erum í. Við þurfum bara að sleppa hafnarfríum, landa sjálfir og vera á lægri skipt- um en aðrir, en við vinnum það bara upp á að fiska mikið. Eða annað dæmi: Útgerðarmað- urinn hringir í skipstjórann og seg- ir: Nú ætlum við að hætta á sjó- frystingu og fara að veiða ferskan fisk og þá þurfum við að fækka mönnum, þá fara allir í skiptipláss og þá þarf ekki að segja neinum upp störfum, en ef þið samþykkið ekki samninginn þá segi ég upp 10 mönnum. Væri svona dæmi þrýstingur? Getur verið að einhverjir þekki slíka sögu? Eða hefur svona átt sér stað á Íslandi? Ég hef alltaf staðið í þeirri mein- ingu að verðmæti fyrirtækja væri ekki bara í eignum, heldur og ekki síst í MANNAUÐI fyrirtækjanna, en það virðist oft gleymast sá þátt- ur Ég gat ekki heyrt annað á sjó- mannaforystunni en að það væri fullur vilji til samninga og að skoða þessi ákvæði eins og t.d. með hafn- arfrí en það verði þá tekið með í heildarsamningnum. En það er þannig í samningagerð að menn eru að gefa eftir ákvæði í gildandi samningum og fá inn eitt- hvað annað í staðinn. Stórir útgerðarmenn líta til smá- báta í samningum, og vilja meina að uppgangur í smábátageiranum sé vegna þess að þeir sem róa þar með eigendum séu samningslausir og semji hver fyrir sig. Ég er hræddur um að stórútgerðir yrðu fljótir að bakka ef það ætti að borga sömu launaprósentu og smábátamenn greiða mönnum sínum. Til sjós er launakerfi svokallað hlutaskiptakerfi og ef verðmæta- aukning verður til sjós þá skipta Sólbaksdeilan og sjómennskan Bergþór Gunnlaugsson fjallar um Sólbaksdeiluna ’En á meðan ekki ersamið verður að virða þær leikreglur sem í gildi eru í þjóðfélaginu hverju sinni.‘ Bergþór Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.