Morgunblaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004 25 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG ER EIN af þeim sem rökræða hin ýmsu mál sem eru í þjóðfélags- umræðunni þann daginn í kaffitím- anum á mínum vinnustað. Þar er lít- ill hópur sem situr uppi með röflið í mér yfir hinum ýmsu málum. Aldrei hef ég fundið mig knúna til að tjá mig neitt um mínar skoðanir á al- mannafæri enda alveg laus við at- hyglissýki. Þangað til núna. Hvað er í gangi eiginlega? Á meðan 45 þúsund grunnskóla- nemendur mæla göturnar í verkfalli kennara sinna er menntamálaráð- herra að spóka sig í París á íslenskri menningarkynningu sem eflaust hefur kostað margfalt sinnum margföld árslaun kennara. Skyldu Fransmenn vita af ástandinu hjá menningarþjóðinni miklu? Meðan á grunnskólaverkfalli stendur kemur ríkissáttasemjari í fréttaíma Stöðvar 2 og RÚV að kynna rannsóknarniðurstöður sínar um það hvað ég muni hafa það gott árið 2040. Þ.e. ef ég missi nú ekki vinnuna sökum þess að ég treysti mér ekki fullkomlega til að skilja sjö og níu ára dætur mínar eftir ein- ar heima allan daginn svo vikum skiptir vegna verkfalls. Fyrir mitt leyti vil ég ekki sjá þann ágæta mann næst í sjónvarpi fyrr en hann tilkynnir lausn kennaraverkfallsins. Á meðan 4.000 grunnskólakenn- arar eru í verkfalli heyrast ekki nema máttlaus mótmæli frá örfáum hugrökkum foreldrum og nem- endum sem þora að leggja nafn sitt við slíkar aðgerðir og er þá gert góðlátlegt grín að þeim. Hvað er eiginlega í gangi spyr ég enn og aft- ur? Eru foreldrar þessa lands virki- lega svo uppteknir við að skuldsetja sig upp fyrir eyrnasnepla að þeir mega ekki vera að því að huga að menntun barna sinna? Eru kannski bara fegnir því að blessaðir ungling- arnir fái vinnu á meðan? Krakk- arnir geta þá borgað símareikning- inn sinn sjálfir næst. Hvers konar skilaboð er verið að senda börn- unum? Mér finnst ótrúlegt að ríkisvaldið skuli ekki skipta sér af þessum kjaradeilum. Það eru jú gildandi lög í landinu sem kveða á um skóla- skyldu fyrir börn 6–15 ára. Hvert sæki ég rétt þeirra til þessarar skólagöngu meðan á verkfalli stend- ur? Það virðist ekki nokkur maður hafa áhuga á því að leysa málin. Kennarar benda á sveitarfélögin, sveitarfélögin benda á ríkið og ríkið bendir aftur á sveitarfélögin. Fyr- irgefið strákar mínir en þessi mál- flutningur er ekkert annað en barnalegur þegar best lætur. Það er deginum ljósara að verkfallið leysist ekki meðan deiluaðilar ræðast ekki við. Hvernig væri nú að iðka það sem kennt er strax í leikskóla: Ef upp koma deilumál þá skal setjast niður og ræða málin. Ekki byrgja allt inni því það endar bara með ósköpum. Með réttu ætti að læsa deiluaðila inni með sáttasemjara. Fara hina vatíkanísku leið: Engum hleypt út fyrr en búið er að semja. 45 þúsund grunnskólabörn mæla göturnar og skilja ekki neitt í neinu. Þið ættuð að skammast ykkar, ekki síst ráðamenn þessa lands sem virð- ast hugsa um það eitt að líta vel út á erlendri grund að rembast við að sýna umheiminum að Íslendingar séu bestir og flottastir. Eða að koma sínum útvöldu í fín og feit embætti. Og hugsa svo með sér að kjósendur séu fífl. Það hefur löngum verið vitað að Ísland er ekki barnvænt samfélag og það virðist vera endanlega að sanna sig þessa dagana. Við vitum öll að það er til sandur af peningum í þjóðfélaginu. Verst að þeir eru bara á höndum fárra aðila. Ég er heilshugar fylgjandi því að kennarar fái mannsæmandi laun svo að gott fólk tolli í vinnu en til þess þarf peninga, peninga sem sveitarstjórnir segja að séu ekki til og ríkisvaldið ætlar ekki að útvega. Það þarf að halda úti milljarða króna utanríkisþjónustu svo að Kín- verjar skilji það nú í eitt skipti fyrir öll hvað við Íslendingar erum öll frábær. Svo ekki sé talað um hinar sérstöku lífeyrisgreiðslur til manna sem hætta störfum á besta aldri. Leiðinlegt þetta með menntun barnanna. Það er bara ekki til pen- ingur fyrir henni. Sorrí! Við foreldrar erum lítið skárri. Varla mælanleg mótmæli eða þrýst- ingur. Þetta er allt í lagi, vinnuveit- andinn og íþróttafélögin redda mál- unum með skipulagðri barnapössun. Á öðrum heimilum hafa börnin komið upp litlum fé- lagsheimilum þar sem krakkar koma saman og góna á myndbönd eða leika sér í tölvunni eftirlitslaus. Ætli það muni ekki koma annað hljóð í strokkinn þegar verkfall fer að hafa áhrif á einkunnir barnanna og möguleika þeirra á að komast í framhaldsskóla? Ég held við ættum öll með tölu að skammast okkar. SIGRÍÐUR JÚLÍA SIGHVATSDÓTTIR, Hjaltabakka 18, 109 Reykjavík. Skamm! Frá Sigríði Júlíu Sighvatsdóttur, bókasafns- og upplýsingafræðingi: ALÞINGI var nýlega sett og nýr for- sætisráðherra hélt sína fyrstu stefnu- ræðu. Margir munu hafa orðið fyrir talsverðum vonbrigðum með ræðu nýja forsætisráðherrans. Ég átti að vísu ekki von á miklum breytingum ef marka má þann tíma sem liðinn er af kjörtímabilinu. Þó get ég ekki neit- að því að ég vonaði að veruleg breyt- ing yrði gerð í skattamálunum, en ekki haldið endalaust áfram að lækka skatta á þeim sem mestar hafa tekj- urnar og líka á þeim sem mestar eignir eiga. Sumt er þó fengið með vafasömum hætti. Ég bjóst satt að segja við að farin yrði önnur leið, samanber viðtal fréttamanns við nú- verandi forsætisráðherra fyrr í sum- ar. Þá gaf hann í skyn að líklega yrði tekjuskatturinn lækkaður um 1% á næsta ári og svo yrði virðisaukaskatt- urinn lækkaður eitthvað. Ekki tók ég eftir því að hann nefndi virð- isaukaskattinn á nafn í stefnuræðu sinni. Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að fella hefði átt virðisaukaskatt af öllum landbúnaðarvörum sem framleiddar eru hér á landi og sem seldar eru hér innanlands. Er það ekki ósvífni að ríkið skuli taka 14% skatt af innlendri landbúnaðarfram- leiðslu sem mun nema hátt í 8 millj- arða króna á ári, en á síðasta ári, samkvæmt nýlegum útreikningum, voru tekjur sauðfjárbænda innan við 800 þúsund á liðnu ári. Ekki einu sinni öryrkjar eða atvinnulausir hafa jafn lítil laun. Það kæmi öllum lands- mönnum til góða ef þessi aðferð yrði notuð. Neytendur hafa oft kvartað undan því hvað innlend matvæli væru dýr. Það þurfa allir landsmenn að borða og líka erlendir ferðamenn. Ég er alveg viss um að svona skatta- lækkun yrði mjög vel tekið og rík- isstjórninni veitir ekki af að auka eitt- hvað vinsældir sínar. Það væri hreint hneyksli ef farið yrði að kröfu Sjálf- stæðismanna og eignaskattur afnum- inn. Þá get ég ekki ímyndað mér ann- að en að stjórnin mundi hrökklast frá völdum. Að lokum vil ég taka fram að ég var lengi flokksbundinn en er nú utan flokka. Vegna stærðarmunar á stjórnarflokkunum virðist mér minni flokkurinn alltaf láta undan þeim stóra. Þannig samstarf getur naum- ast endað nema á einn veg. Mér fynd- ist það leiðinlegur endir á löngum og að mörgu leyti farsælum þingmanns- og ráðherraferli ef hann neyddist til að segja af sér og rjúfa þing. SIGURÐUR LÁRUSSON, Árskógum 20b, Egilsstöðum. Engar breytingar til bóta Frá Sigurði Lárussyni: KENNARI er ekki bara kennari. Sumir eiga að hafa hærri laun en aðrir. Þú hefur góða kennara sem eru óborganlegir og aðra sem ættu ekki að fá kauphækkun. Ég hef reynslu af þessu. Annað: stoppum að opinberir embættismenn kaupi flug- miða á hæsta verði á Saga klass og breyti þeim í venjulegan miða og bjóði einhverjum með sér. Þetta er búið að vera svona í mörg ár og tími til að hætti. Þetta fólk á að skila brottfararseðli í viðkomandi ráðu- neyti. Mál að linni. Virðingarfyllst, GÍSLI ÓSKARSSON, Hæðargarði 19 a, Reykjavík. Kennarar og laun þeirra Frá Gísla Óskarssyni: Í LJÓSI þess að DV hefur und- anfarið unnið í því að upplýsa þjóð- ina um hrottaskap þann sem fylgir starfsemi svokallaðra handrukkara, þá langar mig til þess að spyrja að því hvort ekki séu e-r mörk fyrir því hversu langt megi ganga þegar litið er til persónufrelsis? Það er auðvitað virðingarvert að starfsfólk DV beri hag þjóðarinnar fyrir brjósti og leggi líf sitt að veði við það að benda á það óeðli sem á sér stað hjá þeim sem slíka starfsemi stunda, en á sama tíma þykir mér afar ámæl- isvert að benda á og nafngreina fólk í því sambandi. Það að ráðast á einn ákveðinn aðila og nota hann sem ein- hvers konar tákn fyrir alla þá sem að slíkri starfsemi koma, þykir mér benda til ákveðins greindarskorts þeirra sem við á. Það mætti líkja þessu við það að birta mynd af og nafngreina persónu sem hafi misst ökuleyfið vegna hraðaksturs, í þeim tilgangi að benda fólki á að aka á lög- legum hraða. Ef ástæða þykir til að varpa ljósi á vanda sem þarfnast um- fjöllunar, ætti a.m.k. að reyna að gera það á málefnalegan hátt. HRUND ALBERTSDÓTTIR, Miklubraut 7, 105 Reykjavík. Hversu langt á að ganga? Hrund Albertsdóttir fjallar um handrukkara: Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan mis- jafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fámennum, en vatnsorkuauðugum, lönd- um...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrirliggj- andi skipulagstillögu bæjaryfir- valda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvall- arbreytinga er þörf...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemend- ur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignarland Biskupstungna- og Svínavatns- hreppa.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalög- inn, vinnulöggjöfina og kjara- samningana.“ Á mbl.is Aðsendar greinar berjast við að kaupa þak yfir fjöl- skylduna, og þarf að greiða af lán- um og að auki af námsláni og heldur þessi maður að 3.000 kr. á dag í verkfalli (minna þegar greiddur hef- ur verið skattur) dugi minni fjöl- skyldu til að lifa hvað þá heldur að standa skil á öllu öðru? Ef ég gæti þá væri ég mætt til vinnu því það er enginn að óska sér þess að vera í verkfalli en ég er heldur ekki tilbúin að leggjast í gólfið og leyfa fólki (t.d. eins og þér, Kristinn Þór, og samninganefnd sveitarfélaga) að ganga yfir mig á skítugum skónum. Þessi „viðskiptafræðingur“ ætti einnig að athuga að í þennan svo- kallaða digra verkfallssjóð er ég ásamt öðrum kennurum búin að greiða töluvert af launum mínum og er aðeins að fá til baka hluta þess, þú veist svona fullorðins líkt og sér- eignarlífeyrissjóður! Atvinnulausir fá sífellt að heyra frá fólki eins og þér að þeir vilji ekki vinna, það sé svo fínt að vera á bótum og gera ekki neitt, m.ö.o. að bótakerfið sé svo vinnuletjandi. Það skín í gegn hrokinn hjá sumu fólki, það telur sig miklu meira og verðmætara en fólkið í kringum það. Ég vil bara spyrja þennan mann, hver voru þín byrjunarlaun sem „viðskiptafræð- ingur“ og hver eru laun þín í dag? Ég held að þú ættir að sækja þér einhverja endurmenntun. Ég ætla að vona frá innstu hjartarótum að þú sért ekki í starfi hjá ríki eða borg því ekki vildi ég hafa þig í vinnu og er því ekki tilbúin til þess að sjá skatta mína og eða útsvar fara í það að greiða þér laun. Ef þetta „módel“ þitt yrði ofaná þá myndi ekki vera jafnt á komið með deilendum því það yrðu kennarar sem yrðu undir í því tafli, þyrftu að sætta sig við þá ölmusu sem að þeim yrði rétt því sveitarfélögin væru sko hæstánægð með að hafa kennarana í „sýndarverkfalli“ þar sem þeir myndu vera í vinnu og þyrfti ekki að greiða þeim laun né heldur launatengd gjöld til sam- félagsins. Ég að minnsta kosti fór ekki í framhaldsnám bæði í HÍ og KHÍ til þess að vinna hjá ein- hverjum launalaust, fyrr segi ég upp starfi mínu og finn mér annað að gera. Höfundur er BA í félagsfræði og kennari. ógæfu í þá daga og að það þurfti ekki að vera þannig. Og Vigdís Gríms- dóttir rithöfundur segir: Sennilega hefði mér þótt meira en ljúft að horf- ast í augu við að öll víma, nema sælu- víman auðvitað, ruglar sköp- unarkraftinn, bælir gleðina, skyggir á fegurðina og sendir hamingjunni langt nef. Þessi orð hefi ég leyft mér að hafa sem fyrirsögn þessa grein- arkorns og hér þarf engin orð frek- ar. ’Það fer oftast fjarskalítið fyrir umræðu um þann ofurháa skatt, sem þó yrði örugglega hærri og bæri með sér meiri vá, ef áfengisskattarnir yrðu lækkaðir.‘ Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT. sjómenn og útgerð með sér ávinn- ingnum, útgerð samt í meira hlut- falli en sjómenn. En það hafa líka á síðastliðnum áratug orðið miklar breytingar gagnvart gæðum á hráefni. Í uppsjávarfiski hefur orðið sú breyting á síðustu áratug að farið er að vinna þær tegundir meira til manneldis bæði til sjós og lands. Í bolfiski var farið fyrir tveimur áratugum að frysta fisk úti á sjó og þá miðast við að vinna aflann í fljót- unnar pakkningar og fá vörunúmer. Hámarksnýting fékkst á fjárfest- inguna. Nú er það orðið þannig í sjófrystingunni að mikil breyting hefur orðið á kröfum um gæði, fleiri vöruflokkar og pakkað í smærri pakkningar, þannig að það þarf sí- fellt fleiri handtök við hverja fram- leidda einingu og því ekki hægt að afkasta eins miklu á sólahring og áður var með sama fjölda sjó- manna, nema að brjóta vökulög, þ.a.s. menn standi frívaktir við vinnsluna sem menn fá ekki borgað fyrir sérstaklega, heldur í formi meira aflaverðmætis og því meira til skipta. Á mörgum ísfisktogurum er nú orðið lögð mikil áhersla á ferskleika fisksins, farið er að stytta veiðiferð- irnar, stærðarflokka fisk um borð og merkja stærðir fisksins í viðeig- andi kör til hagræðingar fyrir vinnsluna í landi. Ef það kæmi til mín ungur maður sem hygðist leggja sjómennskuna fyrir sig sem framtíðarstarf og myndi spyrja mig ráða þá gæti ég ekki samvisku minnar vegna ráð- lagt honum annað en að snúa sér að einhverju öðru starfi með betra starfsumhverfi. Höfundur er starfandi stýrimaður á Hrafni GK 111.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.