Morgunblaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is • Hagstætt verð NÆSTUM 400 tonn af mjög öflugu sprengiefni eru horfin úr vopna- geymslu í Írak en það má meðal ann- ars nota til að koma af stað kjarna- sprengingu. Ætlast hafði verið til, að Bandaríkjamenn gættu geymslunn- ar, en hún virðist hafa verið á einskis manns landi allt frá innrásinni í fyrra- vor og vitað er, að þar voru þjófar á ferð fyrir aðeins nokkrum dögum. Talsmaður Johns Kerrys, frambjóð- anda demókrata í forsetakosningun- um í Bandaríkjunum, krafðist þess í gær, að George W. Bush forseti og stjórn hans upplýstu þjóðina um þetta mál. Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna og IAEA, Alþjóðakjarn- orkumálastofnunin, höfðu á sínum tíma eftirlit með Al Qaqaa-vopna- geymslunni og sprengiefninu, 380 tonnum, sem þar var geymt. Var það svokallað HMX- og RDX-sprengi- efni, sem er mjög öflugt og má meðal annars nota til að koma af stað kjarnasprengingu. Fyrir innrásina varaði IAEA Bandaríkjastjórn sér- staklega við og brýndi fyrir henni, að vopnageymslunnar yrði að gæta sér- staklega vel. Svo virðist þó ekki hafa verið og er það nú allt horfið. Kom það fram í yfirlýsingu frá írösku bráðabirgðastjórninni og IAEA í gær. Upplýst í fjölmiðlum Talsmaður Hvíta hússins segir nú, að Condoleezzu Rice, öryggisráð- gjafa Bandaríkjastjórnar, hafi verið skýrt frá hvarfinu fyrir nokkrum vik- um en ekki er ljóst hvort Bush forseti var upplýstur um það. Opinberlega var heldur ekkert um þetta sagt fyrr en í síðustu viku er dagblaðið The New York Times og „60 mínútur“, fréttaskýringaþáttur CBS-sjón- varpsstöðvarinnar, gerðu það að um- talsefni. Ekki er talin mikil hætta á, að sprengiefnið verði notað í tengslum við kjarnorkuvopn, heldur, að því verði beitt gegn hernámsliðinu í Írak. Sprengiefni af þessari gerð var meðal annars notað er Pan Am-þotan var sprengd yfir Lockerbie í Skotlandi 1988, við mikið hryðjuverk í Riyadh í Sádi-Arabíu fyrir ári og þegar heilt fjölbýlishús var sprengt í Moskvu 1999. Þá fórust 300 manns. „Í meðallagi brýnt“ Al Qaqaa-vopnageymslan er 30 km fyrir sunnan Bagdad og Bandaríkja- menn vissu vel af henni. Rashad M. Omar, vísinda- og tækniráðherra írösku stjórnarinnar, segir, að eftir innrásina hafi hún verið á ábyrgð bandarísku herstjórnarinnar og hún eða þeir menn, sem hana skipuðu, ættu því að vita hvað varð um sprengiefnið. Embættismenn í Washington segj- ast samt ekkert um það vita og New York Times hefur það eftir háttsett- um embættismanni, að það hafi að- eins verið talið „í meðallagi brýnt“ að gæta Al Qaqaa-geymslunnar. Í upp- lausninni eftir innrásina hafi raunar engin gæsla verið höfð um sumar aðr- ar geymslur, sem mikilvægari þóttu. „Alvarlegustu mistökin“ „Ríkisstjórn George W. Bush verð- ur nú að svara fyrir það, sem kannski eru alvarlegustu mistökin í Íraks- stríðinu, sem þó hefur einkennst af hverju klúðrinu á fætur öðru,“ sagði Joe Lockhart, einn helsti ráðgjafi Johns Kerrys í gær. „Hvernig tókst henni glopra niður 380 tonnum af mjög hættulegu sprengiefni þrátt fyrir alvarlegar viðvaranir frá Al- þjóðakjarnorkumálastofnuninni? Hvers vegna voru það blaðamenn, sem upplýstu þetta? Reyndu örygg- isráðgjafar okkar að breiða yfir mál- ið? Í Bandaríkjunum er ekki síst tekist á um það hvorum frambjóðendanna sé betur treystandi til að gæta örygg- is Bandaríkjamanna. Þetta mál kann því að hafa einhver áhrif í kosninga- baráttunni. 380 tonn af mjög öflugu sprengiefni hurfu í Írak Írakar segja bandarísku hernámsstjórnina hafa átt að gæta þess – Demókratar krefja Bush forseta og ríkisstjórn hans svara Vín. AFP. AP Al Qaqaa-vopnageymslan suður af Bagdad. Þótt Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefði varað alvarlega við því hefur hún verið eftirlitslaus frá því í innrásinni í fyrravor og nú er allt sprengiefnið, 380 tonn, horfið. FIMM karlmenn á Kyrrahafs- eyjunni Pitcairn hafa verið fundnir sekir um fjölda kyn- ferðisbrota gegn ungum stúlk- um og konum á eynni. Meðal þeirra er Steve Christian, bæj- arstjóri eyjarinnar. Sjötti mað- urinn hafði áður játað sig sekan en sá sjöundi var sýknaður. Bú- ist er við að þeir áfrýi. Aðeins 47 manns búa á Pitc- airn og eru flestir afkomendur manna sem gerðu uppreisn á breska kaupskipinu Bounty í lok 18. aldar. Það voru dómarar frá Nýja-Sjálandi sem stýrðu réttarhöldunum í samræmi við bresk lög en verjendur héldu því fram, að uppreisnarmenn- irnir á Bounty hefðu fyrirgert breskum ríkisborgararétti þeg- ar þeir brenndu skipið 1789 og því ættu bresk lög ekki við. Sögðu mökin hafa þótt sjálfsögð Mennirnir sjö voru ákærðir fyrir að beita ungar stúlkur á aldrinum 12 og 13 ára kynferð- islegu ofbeldi og var ákært fyr- ir atburði sem áttu sér stað fyr- ir allt að 40 árum. Nokkrir mannanna báru við réttarhöld- in að það hafi þótt sjálfsagt á eynni að svo ungar stúlkur hefðu kynmök en nokkrar af konunum báru við réttarhöldin að þeim hefði verið nauðgað. Steve Christian, sem segist vera kominn í beinan karllegg af Fletcher Christian, leiðtoga uppreisnarmanna á Bounty, var fundinn sekur um fimm nauðganir. Sonur hans, Randy, var fundinn sekur um nauðgun í fjórum tilfellum. Þá var Len Brown, sem er 78 ára, fundinn sekur um að hafa nauðgað tveimur konum og Dave, sonur hans, var fundinn sekur um kynferðisbrot. Dennis Christ- ian og Terry Young voru einnig sakfelldir. Dæmdir fyrir kyn- ferðisbrot á Pitcairn Auckland. AFP. NORSKI rithöfundurinn Margit Sandemo upplýsti í viðtali við sænska sjónvarpið fyrir helgi, að hún hefði orðið manni að bana þeg- ar hún var 11 ára gömul. Hefði hann nauðgað henni og hún þá bar- ið hann í höfuðið með steini. Sandemo, sem stendur á áttræðu, sagði í viðtalinu, að sér hefði verið nauðgað þrisvar sinnum er hún var á aldrinum sjö til 11 ára. Bjó hún þá í Svíþjóð og í þriðja og síðasta sinn- ið hefði hún hefnt sín á ofbeldis- manninum með því að berja hann í höfuðið með steini. Varð það hon- um að bana. Segir hún, að um hafi verið að ræða garðyrkjumann, sem flakkaði frá einum stað á annan, og hefði hún dregið líkið ofan í díki í skóginum. Þrisvar sinnum á geðsjúkrahús Sandemo segist ekki vita hvort líkið hafi nokkru sinni fundist en telur, að nauðganirnar og þessi at- burður hafi átt mestan þátt í, að hún var þrisvar sinnum lögð inn á geðsjúkrahús á unglingsárunum. Sandemo, sem er kannski kunn- ust fyrir sögur sínar um Ísfólkið, segist hafa sagt frá þessu öllu fyrir 20 árum, þegar hún sextug, en þá bara í einni bóka sinna. Vakti það enga athygli enda var atburð- urinn búinn sem reynsla einnar sögupersón- unnar. Sandemo er fædd í Noregi en ólst upp í Svíþjóð frá sex ára aldri með sænskri móð- ur sinni, Elsu Reuterskiöld, en hún var af aðalsættum. Voru þau fimm systkinin en Margit fór mikið ein- förum og var oft úti í skógi. Var hún þar á ferð í öll skiptin er henni var nauðgað að því er hún segir. Meira en 150 bækur í næstum 40 milljónum eintaka Sandemo settist síðar aftur að í Noregi og lengst af ævinnar hefur hún búið í Valdres. Fyrir tveimur árum fluttist hún síðan til Svíþjóðar og býr nú á Skáni. Í Noregi hafa komið út meira en 150 bækur eftir Margit Sandemo og bækur hennar hafa selst í næstum því 40 millj. ein- taka. Er hún meðal þeirra norrænu rithöfunda, sem mest hafa selst. Segist hafa orðið manni að bana Sandemo kveðst hafa drepið mann sem nauðgaði henni 11 ára gamalli Margit Sandemo STJÓRNENDUR breska útvarps- ins, BBC, eru sagðir ætla að segja upp næstum fjórðungi starfsmanna en um umfangsmestu breytingar á rekstri BBC yrði að ræða í 82 ára sögu stofnunarinnar. Það var dagblaðið The Times sem greindi frá þessu í gær. Sagði í frétt blaðsins að mest yrði fækkað á frétta- og framleiðsludeild BBC en áætlað er að uppsagnir komi til framkvæmda á næsta ári. Um 28 þúsund manns starfa hjá BBC og sagði The Times að fækkað yrði um 6.000 starfsgildi. Talsmenn BBC höfnuðu fréttum The Times og sögðu tölur blaðsins getgátur einar. Verið væri að fara yfir starfsemi stofnunarinnar og því ekki tímabært að ræða þessi mál. Einkaleyfi BBC til að rukka alla sjónvarpsnotendur í Bretlandi um gjald kemur næst til endurskoðunar árið 2006. Mikil fækkun hjá BBC? London. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.