Sunnudagsblaðið - 16.03.1958, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 16.03.1958, Blaðsíða 4
144 stunda þennan þrefalda þorpara- hátt. Einn af fyrrverandi sam- stafsmönnum hans lætur svo um mælt: „Mannslífið er horium blátt áfram einskis virði. Aðferð hans er sú, að drottna yfir öðrum með því að láta þá hafa ótta af sér“. „Þú ræðst á náungann eins og-þú værir tundurskeyti,“ mælti hann eitt sinn við undirmann sinn, er virtist hræddur og hikandi. — „Veiztu hvað tundurskeyti eigin- lega er? Það er hlutur, sem skotið er að vissu marki. Ef það hittir, hefur það innt sitt ætlunarverk af höndum. Bregðist það, sekkur skeytið og sést aldrei framar. Skil urðu nú?“ Árum saman hefur lögreglan í mörgum löndum reynt að hafa hendur í hári Wollwebers. Kring- um 1920 var hann sendimaður komúnista í Þýzkalandi og undir- bjó þ.á framkvæmdir, sem áttu að eyðileggja Weimarlýðveldið. Þeg- ar nazistar náðu völdum árið 1933 og handtóku framámenn kommún istaflokksins, gerðist hann leyni- foringi flokksins og stýrði nú neð- anjarðarstarfsemi hans frá aðal- $töðvum, sem að lokum voru flutt- ar til Kaupmannahafnar. Meðan borgarastyrjöldin á Spáni stóð yfir, sýndi sænska lögreglan fram á það, að verulegur hluti seytján kaupfara, sem eyðilögð voru á þeim árum, hafði orðið fyrir barð- inu á skemmdaflokkum Wollweb- ers á Norðurlöndum. Það voru líka þess konar íkveikj ur á skipum, er leiddu til þess, að hann var tekinn höndum í Sví- þjóð árið 1940, og er það hið eina sinn sem hann hefur gist bak við járngrindur dýflissunnar. Stjórnar völdin í Moskvu lögðu áherzlu á að honum yrði skilað í hendur þeirra, á þeim upplognu forsend- um, að hann væri rússneskur rík- isborgari, sem lægi undir sök fyr- ir óreiðu með almannafé. En Sví- _ ar létu sig ekki, og Wolweber SUNNUDAGSBLAÐIÐ mátti afplána hálfs fjórða árs fang elsisdóm. Þegar Rússar gátu aftur fært sér hæfileika hans í nyt, að stríð- inu loknu, innti félagi Ernst af höpdum áhrifaríka þjónustu sem vfirmaður siglinga og flutninga til Austurlanda. Hafa þær fram- kvæmdir án efa átt sínar leyni- legu hliðar. Annars hélt hann sig fjarri poinberum afskiptum þar til árið 1953, er húsbændur hans rússneskir útnefndu hann til æðsta manns leynilögreglunnar á rússneska áhrifasvæðinu, í skelf- ingunni sem greip þá vegna aust- ur-þýzku verkalýðsóeirðanna 17. júní það ár. Ekki veitti af að taka lögreglumálin föstum tökum eftir það áfall, og hér var viðfangsefni, sem Wollweber var eins og skap- aður til. Hann endurskipulagði heljartök þau er öryggislögreglan hafði á 18 milíjónum Austur-Þjóð verja, og framkvæmdi þau af svo mikilli kostgæfni og harðneskju, að tveim árum síðar var hann skip aður öryggismálaráðherra ríkis- ins. En þrátt fyrir ráðherrastöðu sína var hann sífellt lialdihn sjúk- legum „áhuga fyrir sprengiefn- um“. Skemmdarverkaþjónar hans liéldu áfram að heimsækja hafn- arbæi í Vestur-Þýzkalandi og gei’a „æfingar“ hér og þar, til að halda sér í þiálfun. Ein slík tilraun var gerð í Hamborg fyrir skömmu síð- an, en hún fór öðruvísi en ætlað var. íbúð ein í úthverfum borgar- 'innar varð fyrir sprengingunni og leiddi hún til þess, að lögreglunni tókst að staðsetja og komast yfir mikið af leynilegum birgðum kom únista. Jafnframt því fengust sann anir fyrir að vítisvélar þessar komu frá öryggislögreglunni í Austur-Berlín. Eftir framburði handtekinna út- sendara, sem lært höfðu í skipa- skemmdaskóla Wollwebefs, er kostaður var af rússnesku fé, en starfræktur í Austur-Þýzkalandi, hefur upplýsingaþjónusta Vestúr- veldanna fengið greinagóðar upp- iýsingar um aðférðir hans. Einn sarfsmaður Wollwebérs, er „stökk út. af línunni“, segir svo: „Við kynntum okkur uppdrætti af ýms um tegundum skipa. Síðan kenndu sérfróðir menn okkur að nota sprengitól, sem ekki var hægt að þekkja frá t.d. kolamola eða járn- stöng. Sum sprengiefnin voru ná- kvæmlega eins og hveiti og önnur eins og strásykur, og einnig feng- um við sprengjur í hendur, sem að ytra útliti voru eins og sjálf- blekungar. Var einkar þægilegt að stinga þeim inn í stólsetu eða undirsæng, hvar sem vera skyldi.“ Fyrir árslok 1952 var hvorki meira né minna en 96 brezkum sjómönn- um og 18 brýggjuverkamönnum > smyglað aftur til heimila sinna í ýmsum brezkum hafnarborgum, að undangengnum námsskeiðum í þessari þokkalegu iðju. Allt voru þetta kommúnistar. Afleiðingar þessarar kunnáttu hefur verið get ið hér að framan, hversu þær komu niður á brezka skipasólnum árið 1953. Annar þáttur þeirrar. starfsemi Wollwebers, ér beindist að sigl- ingunum, gekk út á það, að lama skipasmíðar og þungaiðnað Vest- ur-Þýzkalands með því að hvetja til verkfalla. Á stéttarfélagsfimdi einum í ianúar 1956, á Wollweber að hafa látið svo um mælt, að nú væri hann búinn að koma yfir ; þúsund æfðum verkfallsfrömuð- um inn í hin frjálsu iðnfélög í Bonn. Hinar sérhæfðu gáfur þessa glæpaforkólfs nutu sín einnig sér- staklega vel á sviðj annarrar tækni, — njósnanna. Með aðstoð Wollwebers og þjóna hans þýzkra > hefur Moskvuvaldið hafið stórkost lega njósnarannsókn í Evrópu. Eitt nýjasta dæmið um þessa um- fangsmiklu starfsemi má heita að l

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.