Sunnudagsblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 2
206 SUNNUDAGSBLAÐIÐ — Hve lengi hafið þér unnið hér á hótelinu, þjónn? Þjónninn: — I átta daga. — Þá hefur það líklega verið fyrirrennari yðar, sem tók á móti pöntun minni, þegar ég bað um buffið. —o— Piparkarlinn: — Það fer fjarri því að ég sé alltaf að hugsa um stelpur, — en þegar ég hugsa, þá hugsa ég um stelpur. —o— — Hvað heidurðu mamma þín segi, þegar hún veit að við erum trúlofuð? — Hún verður áreiðanlega á- nægð; hún er alltaf hrifin af þeim sem ég trúlofast. —o— — Maðurinn er svo vel taminn, að hann borðar úr hönd minni. — Þú sparar þá mikinn upp- þvott. 1. fangi: — Ég hafnaði í þessu fangelsi, vegna þess að ég var gift ur fimm konum samtímis. 2. fangi: — Léttir þá ekki vfir þér að vera orðinn laus og liðug- ur á ný? —o— — Hvernig ferðu að því að fá alltaf svona mikla peninga hjá manninum þínum? — Það er ofur einfalt; ég hóta honum því, að ég ætli að fara al- farin heim til mömmu, og hann verður því svo feginn, að hann lætur mig alltaf með glögu geði hafa peninga fyrir farseðlinum. — Viljið þér fá að vita eitthvað um væntanlegan eiginmann yðar? spurði spákonan. — Nei, þökk fyrir, en mér þæ'tti gaman að fá að heyra eitthvað um fortíð núverandi eiginmanns míns. Læknirinn hafði skoðað sjúk- ling sinn, sem var mjög feitur, og spurði áhyggjufullur: — Hvað eruð þér þungur? — 124 kíló, svaraði sjúklingur- inn. — Og hvað hafið þér verið létt- astur? segir læknirinn. — Um það bil fjögur kíló, þeg- ar ég fæddist. —o— — Það lítur út fyrir vont veð- ur; viltu ekki hinkra við og borða hjá okkur miðdegisverð — Nei, þökk fyrir, svo vont verð ur það áreiðanlega ekki. —o— Maður nokkur drykkfeldur ætl- aði á grímudansleik. — Hvaða grímu ætti ég að velja mér til að verða sem torkennilegastur? —' Farðu þangað ófullur, var honum svarað, þá geturðu verið viss um, ^ að enginn þekkir þig. Ilundurinn bíður hjá skóm hús bónda síns, trúr og tryggur.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.