Sunnudagsblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 6
 210 verið gott fyrir kvenfólk og Þjóð- verja en sannur Rússi drekkur Vodka! Yorsj er aftur á móti öl- og vodka blanda og verkar á venju- lega menn líkt og svefnmeðal. Yorsj er blandað að fjórum hlut- um öli móti einum af vodka. — Ertu aldrei hræddur um að verða of fullur, Nikita? spurði kunningi hans. — Nei, ekki hann Nikita, karl- inn: gortaði Krústjov. — Yorsj bugar mig ekki. Ég er slíkur raft- ur, að ég get drukkið Yorsj án þess að verða fullur. Og Krústjov drakk raunveru- lega margar ölflöskur og heila flösku af vodka til bragðbætis án þess að blikna. — Ég gæti slegið Dobronrfljjjskiw út, gortaði hann. . . . Dobromv- slow-var kaupmaður eihn í Char- kow, sem frægur var fyrir það að hafa helt í sig 10 flöskum af öli og tveim af vodka — og var bað drykkjumet sem vart var ábtið að unnt myndi að hnika. I þessu kom þrekinn og krafta- legur karl inn í ölstofuna og horfði fyrirlitlega á Nikita: — Situr þú hér drenpstauli og þvkist geta leikið eftir Dobromv- slow; Hann er Charkow-drvkkju- meistari, og ég er frændi hans, laxmaður: Þú getur einu sinni ekki drukkið á við mig, og bó er ég hreinasta barn í þeim sökum samanbor.ið við Dobromyslow. Því miður segir ekki sagan frá því. hvernig þessitm orðræðum lauk, né hvort Krústjov mætti í „Neues Bavern'1 kvöldið eftir til kappdrykkju. VARFÆRINN BYLTINGA- SINNI. í Rússlandi urðu menn á þess- um árum tíðast byltingasinnaðir á aldrinum 18-20 ára. Krústjov hataði keisaraveldið af heilum huga, og óskaði einskis frekar, en SUNNUDAGSBLAÐIÐ því yrði komið fyrir kattarnef. En sjálfan langaði hann ekkert til þess að verða píslarvottur. Hann hafði fengið sína aðvörun, þegar yfirmaður hans í sjúkratrygging- unum var sendur til Siberíu. Krústjov vissi að lögreglunni var kunnugt um skoðanir hans, og þótti honum því hyggilegast að hverfa til Lugansk (núverandi Vorosjilograd), þar sem hann fékk atvinnu, sem járnsmiður. Þetta var í haustið 1914 — nokkrum mánuðum eftir að styrjöldin brauzt út, og sem faglærður iðn- verkamaður slapp hann við það að vera kvaddur í herinn. Á árunum fram að byltingunni er hliótt um Krústjov. Hann held- ur: áfram í starfi sínu og les mildð, fyrst og fremst eftir sígilda rússneska höfunda, en einnig Zola, Balzac, Goethe, Schiller, Dickens og alla alþýðlegri höfunda, sem hann náði í bækur eftir. Þar að aukí gekkk hann í lýðháskóla á kvöldin. Febrúarbyltingin kom óvænt. Jarðvegurinn hafði að vísu verið undirbúin, en neistin var fyrst tendraður, þegar verkakonurnar í Pétursborg fóru í hungur- göngu, en var vísað á bug. Áður on vika var liðin var hið forna iénsherra Rússland orðið að ,,domokratisku“ lýðveldi. Krústjov kom aftur til Char- kow. Þá var borgin full af alls- konar fánum og torgin eitt mann- haf. Allir héldu ræður. Rússneska þ.jóðin hafði verið svo kúguð nið- tir í þögn um langan aldru, að nú hlustaði fólkið fagnandi á alla þá sem eitthvað höfðu að segja. Krústjov tók einnig til máls. Hann mótmælti harðlega áætlun atvinnumálaráðherrans, Milju- jews, um að halda stríðinu áfram. Hersveit kosakka á leið til víg- valianna átti leið framhjá. og einn blóðheitur liðsforingi hljóp að ræðustólnum til þess að kippa Krustjov niður úr honum. Það urðu þegar slagsmál. Verkamenn og járnbrautarstarfsmenn, komu Krústjov til hjálpar og honum var bjargað. Þannig varð hann strax þátttakandFj í ' byltingárbröli inu, en bolsivika taldi hann sig þó ekki ennþá. Á, þessurn tímum voru fleiri byltingarsinnar, en þeir sem fylgdu Lenin, þar á meðal bylt- ingasinnaðir jafnaðarmenn, og hallaðist Krústjov helzt að þeim og sótti fundi þeirra, enda þótt honum þætti ekkert liggja á að flokksbinda sig. Hann var jafnan mjög varkár. Annars skemmti hann sér í leik- húsum og í danshúsum þessi árin. í borginni þar sem hann bjó, var hann augnaynd.i stúlknanna. Hann var eðlilegur í framgöngu, hafði lipran talanda og var álitlegur ungur piltur. Hann mundi hafa getað slegið sér til rólegheita og átt náðuga daga, eins og fjöl- margir aðrir, ef hann hefði kært sig um. En í nóvember komst hin bolsi- viska bylting í framkvæmd. Krústjev stóð aftur við renni- bekkipn í Charkow, en í desember var hann kjörinn í verkamanna- ráðið, og vari foringi „Byltinga- hersins“ nokkrurs hltua rauða hersins, sem varði Rostiw gegn Donkósökkunum. I einni orust- unni varð hann svo illa særður að hann lá í marga mánuði. En þegar hann komst aftur á fætur var hann aftur gerður að liðsforingja af hárri gráðu, af manni til að vera, sem aldrei hafði gengt her- þjónustu. Hann stjórnaði herdeild sinni af dugnaði, en gat þó ekki komið í veg fyrir blóðbað við Charkow, þegar Mackensen sigraði deildir rauða hersins. Krústjov kom sér nú til Bjel- gorod þar sem hann sótti um upp- töku í bolsivikaflokkinn. Það var

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.