Sunnudagsblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 2
— 'Við höfum ekki aðeiná fengið snjó, sagði Oliver í ó- spurðum fréttum. — Viðbjóðs legur snjómaður hefur heim-< sótt okkur í nótt. Þegar hann hafði skýrt mál ið nánar, sagði Tim: — Dragðu út beddann! Ég kem á stundinni! Hann var lafmóður og gega kaldur, þegar hann kom loks- ins. Oliver hellti koníaki í hann og litla fröken Dodman bjó til heitt rommtoddý.' Þag var þegar farið að skyggja, svo að Oliver hringdi til for- eldra hennar og sagði, að hún mundi gista hjá sér um nótt- ina. Hún bjó til hádegisverg úr þeim litla og fátæklega kosti, sem til var í búri Olivers. Tim Kendal var ekki í nokkr- um vafa um, að sporin væru eftir*-viðbjóðslegan snjómann. — Við lifum nú þrátt fyrir allt ekki í Neapel, mótmælti Oliver. — Nei, sagði Tim, — eri ekki heldur í Afríku og samt sem áður eru ljón hér aðeins þrjá til fjóra kílómetra i burtu, og það mundu líka koma undarleg spor eftir þau, ef þeim yrði sleppt út. — Sennilega. Þú átt við sirkusinn, sem er á Coldash- óðaknu. — Einmitt. Fyrst þeir getá sýnt okkur konur með slöngu höfuð frá Aamazonfljótinu og eina kjólklædda gorilluapann í lieiminum, hvers vegna gætri þeir þá ekki líka verið með snjómann frá Himalaya? Viltu koma með mér í sirkus- inn á morgun? Um hádegi daginn eftir fóru þeir saman til óðalsins Goldash. Áður en þeir hittu Roxo sjálfan, töluðu þeir við marga starfsmenn, þar á með- al Strombolí. Strombolí setti upp sauðarsvip, yppti öxlum og sagði, að fótsporin væru sennilega eftir einhvern, sem hefð: farið í risastóra gúmmí- fætur. Roxo sjálfur gat engar upplýsingar gefið. en bauð þeim hins vegar stóran vindil. Strax og saga Tims um spor in og kenningin um hinn við- bióðslega snjómann varð op- inber. flykktust blaðamenn og siónvarpsfólk á staðinn. Það var vart sá maður til í nágrenninu, sem ekki var vfrheyrður af einhverjum blaða- eða sjónvarpsmanni, og hvort sem bað var af löng- Un til þess að gefa ímyndun- araflinu lausan tauminn eða eftirsókn eftir ókeypis snaps, bá varð sagan um viðbjóðs- lepa snjómanninn ægilegri eftir bví sem á leið. Frú Heosworth lýsti fjálglegum orðum kolsvartri veru með hnrn ow hala. sem hún hafði séð í garðinum sínum. Jakob Framh. á bls. 10. Gamansaga eftir Jack van Elden SPOR skáldsagna. Hann bjó einn í afskekktri villu í nágrenninu. Og þó, — ekki alveg einn! Hann hafði verið svo heppinn að ráða í vinnu til sín litlu fröken Dodman. Hún var einkaritari hans. Hún kom á hverjum degi alla leið heiman að frá sér í Mackenham og skrifaði niður lýsingar á dramatískum atburðum for- tíðarinnar eftir fyrirsögn rit- höfundarins. Snemma um morguninn hafði Oliver opnað dyrnar á villunni sinni til þess að gæta að, hvort mjólkurmanninum hefði tekizt að brjótast í gegn um snjóinn Það voru engar mjólkurflöskur á tröppunum. Hins vegar sá hann greinilegt spor eftir sextíu sentimetra langan fót með tíu tám. Og það voru mörg önnur spor, þegar hann gætti betur að. Þau komu frá garðinum, lágu yfir tröppurnar og huríu í áttina til skógarins. Oliver horfði á sporin langa hríð. gekk síðan inn með hrukkað enni og læsti dyrun- um. Honum hafði orðið kalt é nefinu sínu. Hálftíma síðar lauk hann dyrunum upp aft- ur — og hleypti litlu fröken Dodman inn. — Ég hljóp alla leiðina, sagði hún móð og másandi. — Ó, herra Javon! Hafið þér hevrt það? í nótt hefur við- bióðslegur snjómaður eða eitthvert annað ferlíki verið á ferð fyrr utan Mackenham. Hann hefur meira að segja verið á ferð hérna rétt fyrir utan dvrnar yðar! — Ég vsit það. Ég sá spor- in. — Alls staðar hér í ná- grenninu eru þessi hræðilegu spor, hélt litla fröken Dod- man áfram. — Hvað haldið þér að þau boði, herra Javon? — Kannski er hér bara ein- hver hrekkjalómur á ferð. — Haldið þér það? En þá ættu að vera mannspor hjá þessum viðbjóðslegu risaspor- um. Því er ekki að heilsa. Það sjást bara risasporin. — Þetta er mjög undarlegt, viðurkenndi Oliver. — Það er hræðilegt, hljóð- aði litla fröken Dodman. — Á ég að la^a fyrir vður kaffi? — Stórfínt, sagði Oliver. — Einhvern veginn er ég ekki upplagður til að fara að vinna núna. Meðan þau sátu og drukku kaffið, hringdi síminn. Það var Tim Kendal, blaðamaður, — einn af vinum Olivers. FRANSKA sirkusfíflið Strom boli var maður fisléttur. Hann var þannig í hátt, að fá- ir tóku eftir honum á götu, enda þótt mannmergð væri lítil. En þegar hann skemmti í sirkusnum með sínu furðu- lega látbragði og svipbrigð- um, línudansi og ótal kúnst- um, — þá varð allt annað uppi á teningnum. Þetta var að vetrarlagi og Stromboli starfaði við s.rkus Johnny Roxo. Það voru marg- ir fleiri frægir sirkuslista- nienn starfandi þarna um þetta leyti, og nú var sirkus- inn staddur á óðalinu Gold- ash. Roxo sjálfur þjó í einu herbergi á óðalinu, en fyrir utan voru fjölmargir sirkus- vagnar. í einum þeirra bjó Stromboli. Tveimur árum áður hafði Stromboli orðið sér úti um fæturna í Múnchen. Frægt austurrískt hirðfífl, Loca að nafni, hafði átt þá. Þeir voru búnir tll úr bleikrauðu gúmmíi með eldrauðum þrimlum. Farið var í þessa undarlegu fætur á líkan hátt og farið er í skó. Þeir voru reimaðir fastir um öklana. Á hvorum fæti voru tíu risa- vaxnar tær og frá stórutá og aftur á hæl voru nákvæm- lega sextíu sentimetrar. Strombolf tók nú fætuma upp úr kistli sínum og virti þá fyrir sér. Þá byrjaði að snjóa. Það ber við með nokkurra ára millibili að England fer á kaf í snjó. Vegir lokast, flug samgöngur leggjast niður, það frýs í vatnsrörum, stræt- isvagnar aka lúshægt, ef þeir komast þá bara nokkuð á- fram. Þorp eins og Macken- ham verður gjörsamlega ein- angrað og afskekkt. Það verð ur að vera í fleiri daga án ann arra samgangna en áætlunar- bílsins tvisvar á dag. Þannig var ástatt nú. í þrjátíu og tvo klukkutíma stanzlaust höfðu stórar snjóflygsur fallið til jarðar. Daginn sem hætti að snjóa, sat Stromboli í vagninum sín- um og horfði út í snjóinn. Hann var að hugsa um hversu ævintýralegt það hefði verið á æskuárunum að finna und- arleg fótspor í snjónum, spor eftir fugla og dýr. Þá datt honum allt í einu í hug, hvílík spor mundu koma eftir risafæturna, sem hann hafði keypt af Loco í Múnchen. Hann varð svo hrifinn aí þéssari hugdettu sinni, að hann ákvað að fara strax út í snjóinn og gera til- raunir. Jú, það fór eins og hann hafði grunað. Það voru ægileg spor, sem komu eftir fæturna. Stromboli gekk glað ur í bragði aftúr inn í vagn- inn sinn og hitaði sér kaffi. Sama kvöldið gekk Strom- boli út í snjóinn á sínum sex- tíu sentímetra löngu fótum. Hann gekk um tíu kílómetra yfir hæðir og ofan í gil, um óbyggð svæði og kringum frosin vötn. Stóru fæturnir voru fyrirtaks snjóskór. Meðal hinna fyrstu, sem næsta morgun urðu varir við undrið, var Oliver Javon, upp rennandi höfundur sögulegra Bagan um viðbjóðslega snjómanninn varð ægilegri eftir því, sem á leið. Sumir höfðu séð kolsvarta veru með horn og hala, aðrir verið andvaka vegna undar- legra neðanjarðarhljóða og enn aðrir verið eltir af kafloðinni ófreskju. % Sunnudagsblaðið ÓlÖGt * biift (lliíZ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.