Sunnudagsblaðið - 11.11.1962, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 11.11.1962, Blaðsíða 8
ENGINN er ég veiðimaður, en þegar ég var stráklingur, var ég sífellt að dorga fyrir silung, og þegar í sveitina kom, var mín bezta skemmtun um helgar, að fara og renna fyrir silung. Nú á ég son, og er hann að byrja að fá veiðidellu, þó sjaldan hafi hann veitt, sem heitið getur. Baugsstaðaá er smálækjarspræna skammt fyrir austan Stokkseyri. Bróðir minn Hail- dór, var búinn að tala mikið um. að þar mætti veiða drjúgt, ef maður hitri á rétt- an tíma, og á göngu, og ef veðrið væri gott, fáir að veiða, maður hefði rétta og nægilega beitu o. fl. Svo mörg voru skil- yrðin, að veiðivonin hlaut að vera álika og að fara niður í Austurstræti, kaupa tvo miða í vita vonlausu bílhappdrætti og ætl- ast til að fá vinning. Jæja, þá var dagurinn ákveðinn, reikn- að út að maður kæmi austur þegar byrjaði að falla að, og gæti verið að veiða yíir aðfallið og þar til fjaraði út aftur. Veiðistengur, stígvél, maðkar, kaffi, meðlæti, sykur, var sett í bílinn. Ég tók auðvitað myndavél, meira að segja tvær, til þess að geta myndað ef eitthvað mark- vert skeði. Ekið var sem leið liggur austur fyrir fjall, staðnæmst á Selfossi, étinn ís og keyptir vindlar. Síðan gefið í og komið til Stokkseyrar skömmu síðar. þar var leitað að húsi, sem er rautt með grænu þaki, öfugt við það venjulega, og keypt veiðileyfi á 30 kr. á mann. Þeir sem tóku þátt í veiðiförinni, auk okkar feðganna, var Helldór bróðir minn og Ingi, sem er sölumaður hjá velþekktu fyrirtæki hér í bæ. Ingi hefir verið þarna oft áður og er öllum hnútum og hyljum kunnugur. Auðvelt er að komast í bíl alveg niður undir veiðistaðinn. Þar var veiðidraslið tekið úr bílnum, skrapað saman handa mér, stöng, öngli og veiðihjóli. Veiðistíg- vél, sem reyndar láku, hafði ég fengið að láni hjá bróður mínum. Ætlunin var að veiða í árósnum fram við sjó, en til þess að komast þangað, urðum viö fyrst að vaða yfir ána, sem rennur í sveig til vésturs og beygir síðan í austur fyrir lága sandöldu, nokkur hundr uð metra á breidd á að gizka. Þegar á veiðistaðinn kom, en þar gætir sjávarfalla, var nokkuð margt um rnann- inn. Við töldum 20 eða þar um bil með okkur fjórum. Áin er nokkuð moruð og ekki veiðileg. Áður var oft mikil veiði í henni, en nýlega var hleypt í Iiana af- rennsli úr mýrarskurðum, og hvarf þá veiðin að mestu. Halldór, sá sem fisknastur er af okkur, og finnur ó sér hvar fiskur leynist, var fyrstur. Hann var tæplega búinn að rer.na, þegar beit á. Laumulega varð liann a3 fara með veiðina, þykjast vera að draga línuna inn, og koma síðan veiðinni í tösku. flann veiddi þarna fimm sæmilega sii- unga um kvöldið. Þó hann færi launiu- lega með veiðina, pukraðist eins og kerl- :ng, sem er að næla sér í smáhlut í kjör- búð, sáu hinir veiðimennirnir til hans. Einn þeirra kastaði línunni, segjum 1 metra frá honum, en það var vitaþýðingar Framhald á 11. síðu. Hvernig skyldi íslenzkum börnum bregða við, ef þeim væri ætlað að fara 1200 kílómetra leið í skóla að hausti tii að dvelja þar, órafjarri ættingjum og vinum tíu mánuði ársins. Slíkt er hlutskipti eskimóabarnanna, er heima eiga nyrzt í Kanada, allt norð- ur undir segulpól norðursins. Eftir að hafa fengið að vera heima hjá foreldrum sínum í tvo stutta mánuði, er þeim safnað saman og þau flutt með litl- um sjóflugvélum til Cambridge Bay, þar sem stærri flugvélar geta athafnað sig. Frá Cambridge Bay liggur leiðin til Inuvik, sem er 1300 manna bær við mynni Mac-Kenzie fljótsins. Bærinn Inuvik er byggður 200 kíló- metrum norðan við heimskautsbaug. — Hafizt var handa um byggingu hans árið 1957, fyrsta byggingin, sem reis á ísn- um Var barnaskóli, byggður samkvæmt nýjustu kröfum og skyldi rúma þúsund börn. Þessi skólabygging er líka enn þann dag í dag mikilvægasta bygging þorps- ?nsj, ásamt tfveimur vistheimilumi, þar sem skólabörnin dvelja þá tlu mánuði, sem þau eru í skólanum. Heimilin eru höfð tvö og börnunum skipt niður á þau eftir því, hvort þau eru lútherstrúar eða kaþólsk. Astæðurnar fyrir þvi, að eskimóar scnda börn sin þessa miklu vegalengd tll þess að þau geti lært meira en það, sem foreldrarnir eru færir um að kenna þeim, éru ekki sem skemmtilegastar. — Eskimóunum fjölgar stöðugt, en veiðin minnkar ár frá ári. Það er menningin, sem haldið hefur innreið sína í lönd eskimóanna (eskimói — sá sem etur hrátt kjöt). Með nýtízku skotvopnum hefur veiðidýrunum verið eytt gegndarlaust, en nýtízku lyf og heilbrigðisþjónusta hefur orðið til þess, að eskimóunum hefur fjölgað mjög ört og æviskeið þeirra hefur lengst að mun. Kanadiska stjórnin var komin að þeirrl niðurstöðu, að ef ekki yrði aS gert hið bráðasta, myndu eskimóarnir deyja úr hungri smám saman. Fjöldi þeirra hcf- ur nú þegar fengið að finna forsmekk hungursins. Það er því ekki um nema tvennt að veija, deyja eða flytja til suð- urs. Til þess að þessi miklu umskipti miili verustaða og lífsviðhorfa verði eskimóim- um ekki cins erfið, hefur kanadiska stjórnin látið reisa bæinn Inuvik, og þess vegna verða börn eskimóanna að fara 1209 kílómetra í skólann að hausti. -; . . . . ... .... L’..... . .

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.