Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Qupperneq 6

Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Qupperneq 6
Ilr. Vojtisek sagði okkcrt. Mamma milljón dró höfuðklút inn aftur, svo að sá í allt andlitið. Hún deplaði augunum oins og köttur í sólskini ýmist lokaði hún þeim eða það glitti í þau undir enninu eins og tvo græna brodda. Hún bærði varirnar í sífellu og ef hún opnaði munninn skein ' eina framtönn í efri gómi, kolsvarta. ,,Hr. Vojtisek“, byrjaði hún aft ur, „hr. Vojtisek, ég hef alltaf sagt, að ef þú aðeins vildir“ Iir. Vojtisek þagði, En hann leit á hana og varð starsýnt á munninn. „Eins og ég hef alltaf sagt, ef hann hr. Vojtisek vildi, gæti hann leitt okkur þangað, sem gott fólk er.“ Wf Voífisek saeði ekki orð. Af Vnrori’* oiánir bú svona á — HTajnma milHón eft ir stundarkorn. „Hvað er athúga vert við mig?“ „Tönnin þarna. ég var að velta fyrir mér, hvers vegna þú hefðir þessa tönn.“ „Ha, tönnina", andvarpaði hún og bætti við: „Þú veizt, að þegar þú missir tönn merkir það, að þú hefur misst góðan vin. Já. þeir eru allir komnir undir græna torfu, sem vildu mér vel — hver einn og einasti. Samt hlýtur einn að vera efttr, en ég veit ekki, hvar hann er að finna, ég veit ekki, hvar sá góði vinur getur Verið. Sá, sem góður guð sendi mér og ég átti að hitta fyrir ein- hversstaðár á lífsleiðinni. Ó, guð minn góður, ég er svo ein og yfirgefin." Hr. Vojtisek horfði beint fram- an í hana, sagði ekkert. Það var eins og bros færðist yf- ir andlit betlikerlingarinnar, en það var fláræði blandið. Hún skaut fram alkunni og það var éins og allt andlitið yrði að ein- um allsherjar túla. „Hr. Vojtisek! Hr. Vojtisek, við gætum enn orðið samingjusöm saman bæði tvö. Mér hefur alltaf verið ósköp ‘hlýtt til þín og ég trúi því, að það sé guðs vilji. Þú ert svo hræðilega mikill einstæðingur. Það er eng- inn, sem hugsar um þig. En þú ért allstaðar vel kynntur, þú þekk ir margt gott fólk. Ileyrðu mig, ég gæti flutt yfir til þín, ég á litla dýnu — Meðan faún þuldi, hafði hr. Vojtisek risið hægt á fætur. Hann stóð teinréttur, tók með hægri hendinni í leðurskyggnið á húfunni sinni. „Heldur tæki ég eitur“, hreytti hann út úr sér, snerist á hæli og hvarf á braut, án þess að kveðja. Hann gékk hægt. í áttina að Sporastrœti. Tvær grænar glyi-n ur skutu gneistum og fylgdu ihon- um eftir, þangað til hann hvarf fyrir horn. . Mamma milljón dr* skýluna næstum niður að höku og sat lengi hreyfingarlaus. Ef dl vill hafði hún sofnað. Pór að ,',4 f T hvrprH ... v, v.ann klóruðu sér bak við eyrað. Oft mátti greina nafn ið „hr. Vojtisek!“ Ég uppgötvaði brátt, hvernig í þessu lá. Það var sagt, að hr. Vojtisek væri alls enginn fátækiingur. Menn sögðu, að hr. Vojtisek ætti tvö hús hinum mégin við ána, ‘hjá Fransiskana klaustrinu. Það var sagt, að ekki væri satt, að hann byggi í Bruska einhversstað ar neðan við kastalann, Hann hafði leikið á liina góðu íbúa Litla hverfis pg það svona lengi. Mikil gremja greip um sig. Menn voru sárreiðir, fannst eins og komið aftan að þeim, þeir blygðuðust sín fyrir, að hægt skyldi vera að blekkja þá svona auðveldlega. „Hann er óþokki!" sagði einn. „Þetta hlýtur að vera satt“, full yrti annar. „Hefur nokkur nokkru sinni séð hann betla á sunnudög- um? Ætli hann sitji þá ekkl heima hjá sér í einhverri höllinni sinni að eta steikina sína.“ Kvenfólkið hikaði. Góðlátlegt andlit hr. Vojtiseks virtist of svip hreint til þess að þetta gæti ver ið satt. En svo kom önnur frétt. Hann var sagður eiga tvær dætur og þær væru aldar upp sem heldri manna daatur, Önnur var í tygt við einhvern liðsforingja, og hin sótti leikhúsin óspart. Þær dýíðu ekki heldinni í kalt vatn og óku alltaf í vagni til Stromovka. Þá var konunum nóg boðið. Á tveimur sólarhringum, að kalla, höfðu örlögin snúið baki við hr. Vojtisek. Honum var alls staðar úthýst og hann minntur á „þessa erfiðu tíma“. Þar sem hann hafði verið vanur að snæða mið deglsverð, var því borið við, að „engar leifar væru í dag“, eða: „við borðuðum nú bara bauna súpu og við gelum e'kki verið þekkt fyrir að bjóða yður upp á liana“. Götustrákarnir dönsuðu í kringum hann og hrópuðu: „Greifinn. Greifinn!“ Lgugardag nokkurn var ég fyr Pr 'famsn Viúe'ð Vipirnn ov sá br. T’„’ „„„„-„.q; -p-„ Tf T'.rn‘'ír ní e’ns og vanalsga með hvítu s'mntuna framan á sér og hallaðist upp að dyrastafnum. Ósjálfrátt hljóp ég inn, gripinn einhverri ólýsan legri skelfingu, og faldi mig á bak við stóru hurðina. Milli atafs og hurðar gat ég séð hr. Vojtisek gréinilega, er hann nálgaðist. Húfan skalf í hendi hans. Hann kom ekki brosandi, fullur trúnað artrausts, eins og áður. Hann hengdi höfuðið og hárið gula var var allt í lufsum. „Lofaður veri herrann Jesús Kristur“.' sagði hann með venjulegri röddu. Hann leit upp. Hann var fölur í vöng- um og tekinn og það var eins og móða fyrir augum hans. „Það var heppni, að þér kom uð“, sagði hr. Herzl. „Hr. Vojti- sek, lánið mér tuttugu þúsund zlatka. Þér þurfið ekki að vera hræddur um að tapa þessu fé, ég get látið góða tryggingu < móti. Þá gæti ég keypt húsið hérna við hliðina á, hérna við Svan —“ Hann lauk ekki setningunni. Hr. Vojtisek fór allt í einu að hágráta. Tárin streymdu niður kinnar hans. „En ég — en ég —“ snökti hann, „ég hef alltaf verið heiðarlegur maður — alla ævi.“ Hann slagaði yfir götuna og hné niður við vegginn á beygjunni upp að kastalanum. Hann lá þarna á hnjánum og grét hástöfum. Ég fór inn til foreldra minna 446 BUNNUDAGSBLAÐ - ALI’ÝÐUBLAÐIB,

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.