Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Qupperneq 10

Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Qupperneq 10
hörku og náttúrudemantar, en þeir eru ekki til annars nýtir en til iðnaðar. Mönnum liefur aldrei tekizt að búa til gimsteina; glit gervidemantanna er aldrei það sama og hinna. í KJÖLFAH demantanna hafa alltaf fylgt frásagna- verð örlög, harmleikir og glæpir, og um þá hefur myndazt margs konar rómantík og hjátrú. Frægir gimsteinar hafa verið taldi-r hafa sérstaka eiginleika: sumir hafa fært með sér gæfu, en aðrir ógæfu eða dauða. Sumir hafa jafnvel verið taldir hafa læknis- inátt eins og lindin helga í Lourdes. Á spjöldum sögunnar er getið um marga fræga cíemanta, og sumir þeirra eru til enn í dag, efi sjást hins vegar ekki á demantamarkaðinum. Yerðið eitt útilokar það, þótt ekki kæmi fleira til. Þessir dem- antar eru varðveittir sem dýngripir á ýmsum stöðum. Frægasti demantur allra tíma er líklega Koh-i- noór, sem nú er. meðal krúnugimsteina Bretadrottn- ingar, þ. e. a. s. það sem eftir er af þeim göfuga steini. Frá þeim gimsteini er sagt fyrst í ævagöml- um indverskum sögnum, og frá því um 1300 er saga steinsins nokkuð kunn. Demanturinn kom mjög Við sögu í deilum milli indverskra og afganiskra fursta á miðöldum, en árið 1850 tóku enskar her- sveitir steininn herskildi og nokkrum árum síðar var hann slípaður upp. Við þá slípun minnkaði hann úr 280 karötum niður í 106 karöt. Sagt er að í önd- verðu hafi hann þó verið miklu stærri, jafnvel allt að því 800 karöt. Annar frægur demantur er Stórmógúllinn, sem upphaflega vó 793 karöt, en er nú ekki nema 279 karöt sem afleiðing af illa gerðri slípun. Þessi steinn er nú verðlagður á um 250 milljónir íslenzkra króna. Stærsti demantur, sem fundizt hefur, er hins vegar Cullinan, sem vó 3024 karöt eða meira en 610 grömm. Cullinan fannst árið 1905, en var síðan eyðilagður, þegar tilraun var gerð til að skipta hon- um. Leifar steinsins, sem ekki eru nema þriðjungur af upprunalega steininum, eru nú meðal krúnugim- steina Bretadrottningar. Til er frægur gimsteinn, „blái steinninn1', kall- aður Hope eða Von. Þessi steinn er aðeins 45 kar- ata, en þó tugmilljóna virði. Þær sagnir fylgja hon- um, að hann hafi alltaf haft ógæfu í för með sér, þrátt fyrir bjartsýni nafnsins. Allir eigendur þessa steins eiga að hafa látið lífið sviplega, en bað fylgir ekki með sögunni, hve margir þeir hafi verið. Þessi steinn er nú geymdur á safni í New York, en þó eru ekki liðin nema þrjú ár síðan hann lét síðast til sín taka. Arið 1962 var steinninn lánaður á gimsteina- sýningu, kem haldin var í Frakklandi, en pegar steinninn var fluttur yfir hafið, fékk véxin, sem flutti hann, vélarbilun á leiðinni! EN AUK ÞESS sem Antwerpen hýsir stærstu gim- steinaverzlanir veraldar, er borgin miðstöð svarta- 450 SUNNUÐAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐXf) markaðsbrasks með demanta. Þeir gimsteinar eru ótald.ir, sem hefur verið stolið og slípaðir upp * Anisterdam, og síðan seldir nýjum eigendum. Að sjálfsögðu fást ekki hin opinberu slípunarfyrirtæk1 við slíkt, en það eru alltaf til demantaslíparar, sem slá ekki hendinni á móti dálítilli ábatasamri auka- vinnu; sumir þeirra eru slíparar, sem hafa misst vinnuna vegna einhvers óheiðarleika eða misferlis- og draga fram lffið á ólöglegri demantaslípun og svartamarkaðsbraski. Yfírvöldunum er kunnugt um þessi viðskipti, en geta lítið gert. Þær tilraunir, sem lögregla borgar- innar hefur gert til að stöðva svartamarkaðinn mcð demanta, hafa lítinn árangur borið. Ólöglega dem- antaverzlunin er í höndum manna, sem svífast einskis til að halda hinni arðvænlegu starfsemi sinni áfram- Talið er að mikinn hluta óupplýstra morða í borg- inni síðustu árin megi rekja til svartamarkaðsvið- skiptanna með demanta. Saga demantanna hefur alltaf verið viðburðarík, og það er ekki sýnt, að á því verði nein breyting náinni fiamtíð.

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.