Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 B 5  KEVIN Keegan, knattspyrnu- stjóri Manchester City, hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að fá peninga til að kaupa nýja leikmenn. City hefur aðeins innbyrt þrjá sigra í 13 leikjum og það ásamt því að Claudio Reyna, Danny Mills, Trevor Sinclair, Ben Thatcher og Sun Jihai eru allir á sjúkralistanum er ávísun á að Manchester liðið þurfi liðsstyrk að mati Keegans.  WOLFSBURG heldur toppsætinu í þýsku 1. deildinni eftir öruggan 3:0 sigur á Stuttgart á heimavelli sínum. Búlgarski landsliðsmaðurinn Martin Petrov hélt uppteknum hætti. Hann skoraði fjögur mörk á dögunum og gegn Stuttgart tókst honum tvívegis að finna netmöskvana.  SCHALKE, sem gat haldið í við Wolfsburg, tapaði óvænt fyrir Herthu Berlin, 3:1. Marcelnho, Nando Rafael og Niko Kovacs tryggðu Berlínarliðinu sætan sigur.  DORTMUND er í mikilli kreppu en liðið varð að sætta sig við 1:0 ósig- ur gegn Kaiserslautern, Feryadoon Zandi skoraði eina markið úr víti.  PAULO Guerrero, tvítugur Perú- búi, skoraði tvö marka Bayern München sem vann góðan útisigur á Bochum, 3:1, í gær og Bæjurum tókst þar með að minnka mun Wolfs- burg í toppsætinu niður í eitt stig.  JURI SCLUNZ, þjálfari Hansa Rostock, sagði starfi sínu lausu eftir hrikalegan skell á heimavelli fyrir Hamburger. Gestirnir unnu 6:0 sig- ur og er Rostock eitt og yfirgefið á botni deildarinnar með aðeins 8 stig.  MARCELO Lippi, landsliðsþjálf- ari Ítala í knattspyrnu, valdi í gær sex nýliða í hóp sinn sem mætir Finnum í vináttuleik á miðvikudags- kvöld. Nýliðarnir sex eru markvörð- urinn Flavio Roma, Monaco, Andrea Berzagli, Palermo, Giorgio Chillini, Fiorentina, Alessandro Parisi, Messina, Stefano Mauri, Udinese og Andrea Garacciolo, Brescia.  REAL Madrid hrökk heldur betur í gírinn í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Madridingar, sem fyrir leikinn höfðu aðeins skorað tíu mörk í 10 leikjum, gjörsigruðu Albacete, 6:1. Ronaldo skoraði tvö marka Real Madrid og þeir Zinedine Zidane, Raúl, Walter Samuel og Michael Owen gerðu sitt markið hver.  DAVID Beckham kom inn í lið Real Madrid á nýjan leik eftir meiðsli og endurkoma hans virkaði greinilega vel á samherja hans í lið- inu.  BARCELONA tapaði sínum fyrsta leik í deildinni þegar liðið lá fyrir Real Betis, 2:1. Börsungar náðu sér aldrei á strik og eftir leiki helgarinn- ar munar aðeins fjórum stigum á Barcelona og erkifjendum þeira í Real Madrid. FÓLK Paul Robinson (Tottenham), David James (Man City), Chris Kirkland (Liverpool), Gary Ne- ville (Man Utd), Phil Neville (Man Utd), Ashley Cole (Arsenal), Jamie Carragher (Liverpool), Wayne Bridge (Chelsea), Rio Ferdinand (Man Utd), John Terry (Chelsea), Matthew Upson (Birmingham), David Beckham (Real Madrid), Frank Lampard (Chelsea), Nicky Butt (New- castle), Owen Hargreaves (Bay- ern Munich), Jermaine Jenas (Newcastle), Joe Cole (Chelsea), Shaun Wright-Phillips (Man City), Michael Owen (Real Madr- id), Jermain Defoe (Tottenham), Alan Smith (Man Utd), Wayne Rooney (Man Utd). SVEN Göran Eriksson lands- liðseinvaldur Englendinga í knattspyrnu valdi um helgina 22 manna landsliðshóp fyrir vináttuleik Englendinga gegn Spánverjum í næstu viku. Fyr- irliðinn David Beckham er í hópnum en hann hefur jafnað sig á meiðslum sem plagað hafa hann undanfarnar vikur. Beckham sagði í viðtölum við enska fjölmiðla í gær að líklega myndi hann hætta að leika með landsliðinu eftir heimsmeist- arakeppnina í Þýskalandi 2006 en han hefði þó fullan hug á að leika í nokkur ár til viðbótar með félagsliði. Hópurinn sem Eriksson valdi er þannig skipaður: Reuters a Beckham hyggst hætta í landslið- inu eftir HM 2006 AP nar sigri Arsenal á Tottenham á White Hart Lane, 5:4. ÚKRAÍNUMAÐURINN Andriy Shevchenko náði þeim merka áfanga að skora sitt 100. mark í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu þeg- ar hann skoraði bæði mörk AC Milan í 2:1 sigri á Siena. Alessandro Del Piero skoraði sitt fimmta mark á leiktíðinni þegar hann tryggði Juvent- us sigur á Lecce og Juventus heldur því sex stiga forskoti á AC Milan. Del Pierro skoraði markið eftir góðan undirbúning Svíans Zlat- ans Ibrahimovic. Inter gerði sitt 10. jafntefli í á tímabilinu þegar liðið gerði 3:3 jafntefli við 3:1. Inter lenti 3:1 undir en Nígeríumaðurinn Obafemi Martins bjargaði stigi í höfn fyrir Inter með því að skora tvívegis á síðustu 14 mínútunum. Paolo Di Canio tryggði Lazio sigur á Bol- ogna með marki úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Reuters Andriy Shevchenko fagnar hér marki ásamt Serg- inho, félaga sínum hjá AC Milan. 100. markið hjá Shevchenko Hvorki hefur gengið né rekið hjáNewcastle í síðustu leikjum. Liðið byrjaði vel undir stjórn Graeme Souness og lék níu leiki í röð án þess að tapa en í síðustu fimm leikjum í öll- um keppnum hefur Newcastle tapað fjórum, þar af þremur á heimavelli. Manchester United er 11 stigum á eftir Chelsea og 9 á eftir Arsenal en engu að síður telur Rooney að United geti hampað titlinum í vor. Getum enn unnið titilinn „Við erum með nógu gott lið til að vinna titilinn. Það verður erfitt en ég tel samt að við getum gert það. Sig- urinn hér í dag var afar dýrmætur þar sem Chelsea og Arsenal unnu bæði góða sigra. Sigurinn veitir okk- ur sjálfstraust og það skyldi enginn afskrifa United í baráttunni um efsta sætið,“ sagði Rooney. Newcastlemenn voru ekki sáttir við vítaspyrnudóminn sem United fékk þegar Paul Scholes féll eftir við- skipti við Shay Given markvörð New- castle. „Ég sá af 40 metra færi að Andy O’Brien var ýtt en dómarinn sem var nálægt atvikinu sá ekki neitt. Kannski hefur dómarinn verið undir pressu eftir ummæli Alex Ferguson þegar hann sagði eftir leikinn við Manchester City að lið hans fengi ekki vítaspyrnu eftir leikinn á móti Arsenal,“ sagði Alan Shearer.  Bryan Robson stýrði WBA í fyrsta sinn og það gegn gamla liðinu, Middlesbrough. Robson byrjaði ekki vel því hans menn töpuðu á heima- velli, 2:1. Boudewijn Zenden skoraði sigurmarkið en nýliðarnir voru klauf- ar að jafna ekki þegar Kanu skaut yf- ir markið nánast af marklínu. Rooney skoraði tvö fyrir United UNGSTIRNIÐ Wayne Rooney skoraði í tvígang þegar Manchester United lagði Newcastle, 3:1, á St. James Park í Newcastle í gær. Rooney skoraði fyrsta markið með viðstöðulausu skoti á 7. mínútu og þannig var staðan allt fram á 71. mínútu. Alan Shearer jafnaði þá metin fyrir heimamenn en United skoraði tvívegis á síðustu 10 mín- útunum leiksins. Ruud Van Nistelrooy skoraði að vanda á St. James þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu og á lokamínútu leiksins var Rooney aftur á skotskónum. Reuters Wayne Rooney, til hægri, fagnar marki sínu gegn Newcastle ásamt Darren Fletcher og Ronaldo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.