Morgunblaðið - 18.12.2004, Side 8

Morgunblaðið - 18.12.2004, Side 8
8 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það verður æ erfiðara fyrir skattmann að fylgja hjörðinni eftir. Senn líður að því aðnýtt ár gangi í garðmeð öllum sínum vonum og væntingum. Eitt af því sem þorri lands- manna getur verið viss um að geta vænst um áramótin eru ýmsar gjaldhækkanir hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga. Ekki gefst færi á því að gera tæmandi yfirlit yfir þær skatta- og gjaldhækkanir sem taka gildi um áramótin hér en stiklað verður á stóru og farið lauslega yfir helstu gjaldhækkanir m.a. hækk- un útsvars, bifreiðagjalda, sorphirðugjalda og fast- eignagjalda. Útsvarshámark fullnýtt Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005, sem var samþykkt í fyrrinótt, kem- ur fram að útsvar í Reykjavík hækkar úr 12,7% í 13,03%. Verður útsvarshámarkið þar með fullnýtt. Áætlað er að breytingin færi borgarsjóði 740 milljónir króna á næsta ári. Jafnframt var ákveðið að fasteignaskattur yrði hækkaður til samræmis við nágrannasveitar- félög í 0,345% af fasteignamati. Sú breyting mun koma til með að færa borgarsjóði 130 milljónir króna. Vert er þó að benda á að í þessum tölum hefur ekki verið tekið tillit til hækkunar afsláttar af fasteigna- skatti til lífeyrisþega. Í viðtali við Morgunblaðið í nóvember útskýrði Árni Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar, að verið væri með þessu að auka svigrúm borgarinn- ar til þess annars vegar að grynnka á skuldum borgarinnar og hins vegar til þess að mæta kjarasamn- ingum. Auk ofangreindra gjalda í Reykjavík hefur verið samþykkt að sorphirðugjald hækki sömuleið- is um 30% á næsta ári. Sú hækkun er ætluð til að samsvara raun- kostnaði við söfnun á heimilisúr- gangi. Gjald á hverja 240 lítra sorp- tunnu hækkar þá úr 7.478 krónum í 9.721 krónu ef losað er vikulega. Borgarbúum verður þó boðið upp á lækka gjaldið um helming með því að sorp verði sótt til þeirra hálfs- mánaðarlega. Meðal annarra hækkana í Reykjavík er hækkun leikskóla- gjalda leikskóla Reykjavíkur á næsta ári um 1,7% til rúmlega 3%. Þessu hefur verið harðlega mót- mælt, ekki hvað síst af stúdentum. Ákveðið hefur verið að innleiða gjaldhækkunina í þrepum á árinu. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að hækka gjald vegna þjónustu frí- stundaheimilanna um 10% og að innheimt verði sérstaklega fyrir tímann fyrir hádegi þá daga sem frístundaheimilin eru opin allan daginn. Frá og með 1. janúar 2005 hækkar því mánaðargjaldið úr 6.500 krónur í 7.150 krónur. Álögur of miklar á bifreiðar Eins og minnst var á að ofan þá munu bifreiðagjöld hækka þegar nýja árið gengur í garð. Gjaldið mun hækka um 3,5%, samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, lagði fram á Al- þingi. Með hækkuninni er áætlað að tekjur ríkissjóðs aukist um 120 milljónir króna á ársgrundvelli. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að bifreiðagjaldið hækkaði seinast í ársbyrjun 2002. Það hafi ekki hækkað í samræmi við almenna verðlagsþróun á síð- ustu árum og sé gjaldið leiðrétting á því. Stjórn Félags íslenskra bifreiða- eigenda (FÍB) hefur mótmælt „at- lögu ríkisvaldsins að hagsmunum íslenskra bifreiðaeigenda sem birt- ist í frumvarpi fjármálaráðherra,“ eins og segir í ályktun stjórnar fé- lagsins. „Við teljum álögur á bifreiðaeig- endur nú þegar allt of miklar og tökum heilshugar undir mótmæli sem komið hafa frá FÍB,“ segir Jó- hannes Gunnarsson, talsmaður Neytendasamtakanna. ASÍ vinnur að úttekt Alþýðusamband Íslands (ASÍ) vinnur nú að úttekt þar sem teknar eru saman allar þær gjaldhækkan- ir sem taka gildi um áramótin og áhrif þeirra á fólkið í landinu. Að sögn ASÍ eru þær hækkanir sem taka gildi í flestum tilfellum tals- vert umfram almennar launa- hækkanir sem taka gildi um ára- mótin, sem rýrir kaupmátt. Ekki sé leitað leiða til þess að hagræða heldur eru gjöld hækkuð með tilvísun í verðlagið. Verið sé með því að búa til framtíðarverð- bólgu með því að vísa í fortíðar- verðbólgu. Ekki er um eintómar hækkanir að ræða á komandi ári. Sem dæmi hefur Árni Magnússon félagsmála- ráðherra ákveðið í samráði við rík- isstjórnina að hækka atvinnuleys- isbætur, hámarksábyrgð úr Ábyrgðasjóði launa, fæðingarstyrk og lágmarksgreiðslum úr Fæðing- arorlofssjóði um 3–4% áramótin. Atvinnuleysisbætur hækka um 3% frá 1. janúar hámarksbætur at- vinnuleysistrygginga þá 4.219 krónur á dag. Hámarksgreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa hækka um 4%. Fæðingarstyrkir og lágmarks- greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækka um 3%. Fréttaskýring | Nokkrar gjaldhækkanir taka gildi nú um áramótin Kaupmáttur mun rýrna Útsvar, bifreiðagjöld, fasteignagjöld og sorphirðugjöld meðal þess sem hækkar Ýmsar álögur hækka um áramótin. Færri gjaldflokkar hjá leikskólum Reykjavíkur  Í starfsáætlun ársins 2005 hjá Leikskólum Reykjavíkur er til- laga að nýrri gjaldskrá sem bygg- ir á því að tveir gjaldflokkar verða í stað þriggja áður. Þetta felur í sér að námsmenn þar sem annað foreldri er í námi greiða sama gjald og giftir for- eldrar og sambúðarfólk. Skv. til- lögunni munu foreldrar sem eru 75% öryrkjar eða meira greiða lægra gjald. Þessi breyting felur í sér tekjuauka upp á 28,5 milljónir kr. Gert ráð fyrir að fjárhags- rammi 2005 lækki sem því nemur. jonpetur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.