Morgunblaðið - 18.12.2004, Síða 21

Morgunblaðið - 18.12.2004, Síða 21
ur áhugaverð tækifæri, en það á eftir að fara í gegnum það hvort að sá mögulegi ávinningur sem því fylgir réttlæti þann kostnaður og umfang sem því er samhliða.“ Hvernig er staðan á yfirtöku Kredittbanken? „Henni lauk að fullu 30. nóv- ember sl.“ Er hagnaðarvon í norskum sjávarútvegi? „Við teljum að þær breytingar sem við sjáum framundan í norsk- um sjávarútvegi muni leiða til auk- innar framlegðar og hagnaðar í norskum sjávarútvegi. Við teljum okkur þekkja þennan iðnað á heimsvísu og höfum starfað í Nor- egi sl. þrjú ár. Við teljum okkur vita hvað þurfi að varast sem er fjöldamargt og við munum fara okkur varlega, en við viljum sjá fjárfestingarnar í geiranum betur nýttar.“ Hver er munurinn á sjávar- útveginum í Noregi og á Íslandi? „Það er mikið verk óunnið í norskum sjávarútvegi. Í Noregi er kvótakerfi eins og á Íslandi, þó með nokkuð mismunandi hætti. Samþjöppun hefur ekki átt sér stað. Kvóti á hvert skip er mun minni en hér á landi, en við erum að sjá fram á breytingar á þessu þar sem heimildir verða auknar til að úrelda skip og flytja kvóta á milli skipa. Á Íslandi er stór hluti af aflanum sem unninn er í land- vinnslunni frá skipum sem eru í eigu sama fyrirtækis. Þetta er bannað í Noregi. Við teljum að nánari samvinna á milli veiða og vinnslu sé skynsamleg fyrir báða aðila, og við trúum að þessar breytingar muni eiga sér stað. Við höfum átt ágætis samskipti við norska sjávarútvegsráðuneytið og nefnd á vegum þess um breytingar á þessu sviði og við trúum því að geirinn muni taka breytingum í þá veru sem ég var að tala um á næstu 3–5 árum.“ Það hefur orðið grundvall- arbreyting á starfsemi Íslands- banka. Hversu stór hluti af starf- semi bankans er nú erlendis? „Við þessi kaup er meirihluti af eignum okkar erlendis. En vegna viðskiptabanka- og trygginga- starfsemi okkar hér á Íslandi er meirihluti tekna okkar enn á Ís- landi. En við erum óðfluga að nálgast það að helmingurinn af tekjum og hagnaði verði utan Ís- lands.“ Hvar sérðu bankann eftir 10 ár í þessu tilliti? „Ég tel að sívaxandi hluti starf- seminnar verði utan Íslands en að sjálfsögðu er Ísland mjög mik- ilvægur hluti af okkar heimamark- aði, hann er okkar grunnur og við munum rækta hann. Það er mik- ilvægt að hann sé stöðugur og öruggur og ljóst að við værum ekki í þessari útrás og þessum vexti nema af því að við erum með traustan grunn til að byggja á. Bæði er grunnurinn traustur rekstrarlega og við erum með góða viðskiptamenn, og sömuleiðis virkan hlutabréfamarkað sem er aðgengilegur þegar ná þarf í nýtt fé.“ Sérðu einhver frekari vaxt- artækifæri á íslenska mark- aðnum? „Vaxtartækifærin liggja einkum í íbúðalánum og samþættingu banka og tryggingaafurða. Þá liggja tækifæri í frekari hagræð- ingu fjármálakerfisins, en það er ómögulegt að segja til um hvað framtíðin kann að bera í skauti sér. Í sjálfu sér hefur okkur verið að miða frekar afturábak en áfram á þessu ári með frekari einangrun sparisjóðakerfisins og framsókn Íbúðalánasjóðs.“ Hvernig ráða íslensku bank- arnir við breytt umhverfi á lána- markaði með tilkomu íbúðalána m.a.? „Fjármögnunin byggist mikið á fjármagni af heildsölumarkaði. Við í okkar tilfelli höfum byggt þennan vöxt á auknu eigin fé, auknum inn- lánum og útgáfu á skuldabréfum í krónum. Það mun væntanlega verða svo áfram jafnframt því sem möguleikar til annars konar fjár- mögnunar verða skoðaðir.“ Hefur innkoma ykkar á íbúða- lánamarkaðinn skilað ykkur ávinningi? „Það er okkar mat að það hafi verið nauðsynlegt og eðlilegt að bankakerfið sinnti þjónustu af þessum toga. Húsnæðisfjár- mögnun er grunnþáttur í við- skiptasambandi hvers einstaklings við bankann og gott að hafa sem stærstan hluta af heildarmyndinni undir. Gagnvart okkar áhættudreifingu þá eru þetta mjög örugg útlán og þar sem við horfum til þess að lánshæfismat okkar er lykilatriði til vaxtar á erlenda markaði þá eru húsnæðislánin traustur grunn- ur tekjumyndunar. Þess vegna er þetta mjög góður þáttur í okkar heildarútlánasafni og af sama toga og tilkoma BNbank í samstæðuna. Þetta býður upp á stöðugt og gott tekjustreymi, og er nauðsynlegur hluti af starfseminni. Þá bjóða þessi íbúðalán upp á vaxandi teng- isölu inn á tryggingaafurðir og aðra þjónustuþætti.“ Gætirðu tjáð þig almennt um útrás íslensku bankanna? „Almennt séð er þróunin búin að vera jákvæð. Bankarnir eru bæði að fylgja eftir sínum viðskipta- mönnum á erlenda markaði og þróa sig almennt sjálfir sem al- þjóðleg fjármálafyrirtæki. Það hef- ur verið mín skoðun alla tíð að það sé lykilatriði að fjármálakerfið, sem er sá milliliður sem færir fjár- magn til arðbærustu fjárfestinga að teknu tilliti til áhættu hverju sinni, sé alþjóðlega samkeppn- ishæft, og fjármálafyrirtækin örvi frekar en hefti viðskiptalífið. Það hafa íslenskir bankar gert á und- anförnum árum og ég sé engar breytingar þar á í náinni framtíð.“ tobj@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 21 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum innanlands er þriðjudagurinn 21.12. www.postur.isFinndu pósthúsið næst þér á Komdu tímanlega ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - IS P 25 98 4 1 1/ 20 04 með jólapakkana FISKBÚÐIN HAFRÚN ❆ SKIPHOLTI 70 ❆ S. 553 0003 ÞORLÁKSMESSUSKÖTUNA JÓLASÍLDIN ER KOMIN Opið Laugardaga frá kl. 10 -14. ❆ VERIÐ VELKOMIN ❆ MUNIÐ Kringlan 8-12, sími 568 6211 INNISKÓR MIKIÐ ÚRVAL - FRÁBÆRT VERÐ 2.990 Str. 39-47 svartir str. 36-41 svartir str. 36-42 svartir, vínrauðir str. 36-41 svartir Fréttir á SMS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.