Morgunblaðið - 18.12.2004, Síða 37

Morgunblaðið - 18.12.2004, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 37 MENNING GLÍMAN við Glám er nafnið á geisla- diski með gítartónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Þar er að finna Ís- lenska rapsódíu, Hommega Django Reinhardt, Ölerindi og fleira. Fyrst á diskinum er einstaklega skemmtilegur lagaflokkur, Undir regnboganum, sem áður heyrðist í heimildarmynd Ríkissjónvarpsins, Svartur sjór af síld. Svipuð lögmál gilda um tónlist við heimildarmynd og kvikmyndatónlist; hún verður að vera þægileg áheyrnar og skapa stemn- ingu, og á það svo sannarlega við um tónsmíðar Gunnars Reynis. Lög hans eru fallega lagræn, hlýleg og minna á köflum á suðræna gítartónlist. Þau eru frjálsleg og margbrotin og stundum hefur maður á tilfinning- unni að verið sé að leika af fingrum fram. Annað á geisladiskinum er kannski ekki alveg eins aðgengilegt, Homm- ega Django Reinhardt er talsvert innhverfara, draumkenndara, jafnvel súrrealískt og maður veit aldrei hvað kemur næst. Innra samræmi tónlist- arinnar er þó sterkt og það sem ger- ist er alltaf rökrétt eftir á. Blik norð- urljósanna, sem er annað lagið í þessum flokki, er sérlega magnað og seiðandi ískaldir lokatónarnir á efsta tónsviðinu koma verulega á óvart. Svipaða sögu er að segja um hug- vitssamleg tilbrigðin í Ölerindi, einnig Íslenska rapsódíu og Dag skal að kvöldi lofa. Það síðastnefnda gerir mestu kröfurnar til hlustandans, þetta er frumleg tónsmíð með óvænt- um uppákomum og skreytt alls konar blæbrigðum. Geisladiskurinn er af- rakstur fjórtán ára samvinnu Gunn- ars Reynis og Símonar H. Ívarssonar gítarleikara, en Símon mun hafa að- stoðað tónskáldið við að aðlaga verkin eiginleikum gítarsins. Greinilegt er að það hefur tekist framar vonum; tónlistin er gítarvæn og möguleikar hljóðfærisins eru nýttir ágætlega. Símon spilar glæsilega, leikur hans er nákvæmur og vel mótaður; túlkunin er lifandi, tilfinningarík og þrungin viðeigandi andstæðum. Innkoma gestagítarleikarans Jörgens Brilling er ennfremur prýðileg. Þetta er frábær geisladiskur og án efa kærkomin jólagjöf handa öllum sem unna nútímatónlist. Framar vonum TÓNLIST Íslenskar plötur Gítarverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Símon H. Ívarsson leikur á gítar; gesta- hljóðfæraleikari er Jörgen Brilling gít- arleikari. Smekkleysa 2004 Glíman við Glám Símon H. Ívarsson Gunnar Reynir Sveinsson Jónas Sen BESTA SPILIÐ FYRIR ÞÁ SEM NENNA AÐ HUGSA Carcassonne hefur broti› bla› í sögu bor›spila. Í sta› fless a› spilinu sé ra›a› upp í byrjun, er a›eins lag›ur ni›ur einn lítill reitur(ferningur). fiátttakendur ra›a sí›an sjálfir upp spilinu me› flví a› draga ferninga, sem byggja upp spilabor›i› og spila jafn- framt út sínum förunautum á bor›i›. Reglurnar eru einfaldar og fljótlær›ar mi›a› vi› d‡pt spilsins. Í hverju spili er uppi n‡ sta›a og möguleikarnir eru síst færri en í skák. Ómissandi vi›bót fyrir alla a›dáendur Carcassonne, me› fjölmargar spennandi og áhættusamar n‡jungar. Kóngar, krár og kirkjur er vi›auki vi› grunnspili›. • Margver›launa› spil • Eitt mest selda spili› • Spil ársins í Evrópu • Einfaldar reglur Sigurvegari Íslandsmótsins í Carcassonne 2004, Georg Haraldsson (í mi›ju), fór á heimsmeistaramóti› í fi‡skalandi í október s.l. www.spil.is Kóngar, krár og kirkjur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.