Morgunblaðið - 21.12.2004, Síða 17

Morgunblaðið - 21.12.2004, Síða 17
Morgunblaðið/ÞÖK MISRÆMI milli eigin fjármögnunar Íbúðalánasjóðs og útlána sjóðsins eykst með endurgreiðslu lántakenda sjóðsins í kjölfar aukinnar sam- keppni á íbúðalánamarkaði. Þetta er skoðun Verslunarráðs Íslands. Telur ráðið að sú áhættuþóknun sem lögð var á við útlánin dugi ekki til að mæta auknum kostnaði. Sjóðurinn hafi brugðist við þessu með beiðnum um uppgreiðslu á sínum lánum, en útlit sé fyrir að það muni ekki nægja og ganga þurfi á eigið fé sjóðsins til að mæta þessum kostnaði. Svigrúm- ið sé ekki mikið þar sem eigið fé Íbúðalánasjóðs sé í kringum 10 millj- arðar á móti skuldum sem nemi yfir 450 milljörðum. Það er skoðun Verslunarráðs að með því að Íbúðalánasjóður heimili öðrum lánum að liggja framar á veð- rétti, og jafnvel markaðssetji ný lán undir þessum formerkjum í sam- starfi við tilteknar fjármálastofnan- ir, sé verið að rýra mjög gæði útlán- anna og safnsins í heild. Sá sem raunverulega beri áhættuna af þessu sé ríkissjóður. Þetta kemur fram í samantekt Verslunarráðs Íslands þar sem lýst er skoðun ráðsins á hlutverki ríkis- ins á íbúðalánamarkaði. Telur ráðið rétt að endurmeta starfsemi Íbúða- lánasjóðs í tilefni af þeim breyting- um sem orðið hafi á íbúðalánamark- aði. Samkeppnin hafi aukist verulega og gjörbreytt möguleikum til fjármögnunar íbúðakaupa hér á landi. Í fyrsta sinn sé kominn raun- hæfur valkostur við Íbúðalánasjóð til fjármögnunar íbúðahúsnæðis. Ávinningur almennings í formi bættra kjara á fasteignalánum sé ótvíræður, bæði hvað varðar endur- fjármögnun eldri lána og við kaup á nýjum eignum. Hætta af auknum umsvifum Verslunarráð segir að þar sem Íbúðalánasjóður er í eigu ríkissjóðs, sem beri ábyrgð á skuldbindingum hans, hafi sjóðurinn sama áhættu- mat og ríkissjóður og njóti því sömu kjara. „Hlutfall Íbúðalánasjóðs í ábyrgð- um ríkissjóðs hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum,“ segir Verslun- arráð. „Bent hefur verið á að þetta hlutfall er einn þeirra þátta sem skiptir máli við mat á lánshæfi Ís- lands og hefur þ.a.l. áhrif á þau vaxtakjör sem ríkissjóður fær á er- lendum mörkuðum. Lánshæfismat ríkissjóðs hefur einnig áhrif á láns- hæfismat íslenskra fyrirtækja og fjármálastofnana. Bæði Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn og erlend mats- fyrirtæki hafa bent á hættu af þess- ari aukningu og lagt til að dregið verði úr henni með því að fjármögn- un íbúðarlána færist til banka og líf- eyrissjóða eins og nú hefur orðið raunin.“ Veikari staða Íbúðalánasjóðs Það er mat Verslunarráðs að á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því bankarnir fóru að veita fasteignalán hafi þeir náð að festa sig í sessi. Seg- ir ráðið að lán bankanna til fast- eignakaupa í lok árs 2004 muni nema um 110–120 milljörðum króna. Þessi staða endurspeglist með öfugum for- merkjum í reikningum Íbúðalána- sjóðs en ætla megi að uppgreiðslur þar nemi um 100 milljörðum króna, sem sé að stærstum hluta í húsbréfa- kerfinu. Verslunarráð segir að sérstaða Íbúðalánasjóðs sé ekki lengur fyrir hendi. Stjórnvöld ráði miklu um hvort hér takist að þróa heilbrigða samkeppni í íbúðalánum. Afstaðan til framtíðar Íbúðalánasjóðs skipti þar mestu. „Aukin samkeppni af hálfu sjóðsins í formi víðtækari heimilda til útlána gerir öðrum að- ilum erfitt fyrir og dregur úr líkum þess að hér þróist samkeppni í íbúða- lánum til hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Staða sjóðsins hefur nú þeg- ar veikst vegna uppgreiðslna og áhætta á beinum framlögum ríkisins hefur aukist verulega. Möguleikar ríkisins á að bjóða ívilnanir í tengslum við íbúðakaup takmarkast ekki við rekstur Íbúðalánasjóðs í nú- verandi mynd,“ segir Verslunarráð Íslands. Ganga þarf á eigið fé Íbúða- lánasjóðs Verslunarráð Íslands telur rétt að endurmeta starfsemi sjóðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÚR VERINU FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusam- bandsins (ESB) áformar að leggja til að haldið verði áfram verndaraðgerðum vegna innflutnings á eldislaxi til ESB. Fram- kvæmdastjórnin ákvað fyrr á þessu ári að grípa til verndaraðgerða til bráðabirgða. Þær aðgerðir féllu hins vegar úr gildi í byrj- un desember þar sem ráðherraráð ESB staðfesti þær ekki innan tilskilins tímafrest. Eigi að síður vill framkvæmdastjórnin að áfram verði beitt slíkum verndarráðstöfun- um til næstu þriggja ára í því skyni að vernda laxeldisframleiðendur innan ESB fyrir meintum undirboðum. Þetta kemur fram í Stiklum, vefriti við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þar segir enn fremur: „Þrátt fyrir vernd- arráðstafanir framkvæmdastjórnarinnar hefur verð á eldislaxi á mörkuðum í Evr- ópusambandinu verið með allra lægsta móti undanfarna mánuði. Meginástæða þessa lága verðs virðist vera mikil framleiðsla á eldislaxi í Noregi og Chile. Samhliða hugs- anlegum verndaraðgerðum rannsakar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins einnig meint undirboð af hálfu Norðmanna á eldislaxi. Ekki er útilokað að gripið verði til aðgerða gegn undirboðum Norðmanna af hálfu framkvæmdastjórnarinnar, annað hvort samhliða verndaraðgerðum eða í stað almennra verndaraðgerða. Hugmyndir framkvæmdastjórnarinnar um áframhaldandi verndarráðstafanir gera ráð fyrir að þeim ríkjum, sem flutt hafa inn eldislax á markaði í Evrópusambandinu, verði úthlutað innflutningskvóta. Þá verði jafnframt sett lágmarksverð á eldislax, 2,85 evrur á kílóið. Íslensk stjórnvöld hafa ítrek- að mótmælt því að gripið verði til slíkra að- gerða sem hamli viðskiptum á Evrópska efnahagssvæðinu. Enn deilt um laxinn BÁTASMIÐJAN Mótun afhenti nýverið nýjan bát af gerðinni Gáski 1100 til Neskaupstaðar. Kaupandinn er Halldór Gunn- laugsson. Báturinn hefur fengið nafnið Stella NK. Hann er 11 metra langur, búinn 580 Cumm- ings-aðalvél og gekk 27 sjómíl- ur í reynslu siglingu. Siglinga- og fiskileitartæki eru frá R. Sig- mundssyni. Í lest rúmast fimm- tán 380 lítra kör. Í bátnum eru kojur fyrir þrjá menn en Hall- dór hefur róið einsamall und- anfarin ár og mun gera áfram. Við hönnun bátsins var lögð höfuðáhersla á öryggisþáttinn, en í bátnum eru þrír 800 lítra sjótankar. Dæla má sjó í tank- ana þegar komið er á miðin er við það dregur úr veltingi og báturinn verður stöðugri. Hall- dór átti áður Gáskabát með sama nafni. Sá var fjögurra ára en hefur nú verið seldur til Siglufjarðar. Halldór ætlar að gera bátinn út á línu og rær með beitningatrekt. Halldór Gunnlaugsson í nýja bátnum. Nýr Gáski seldur til Neskaupstaðar ● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu alls 10,9 milljörðum. Mest voru viðskipti með íbúðabréf en við- skipti með hlutabréf voru fyrir um 4,1 milljarð. Mest voru viðskipti með bréf KB banka fyrir rúma 3 milljarða en mest hækkun var á bréfum Öss- urar hf. (0,6%) á meðan mest lækk- un varð á bréfum Atorku (-0,9%). Úr- valsvísitala lækkaði um 0,1% í 3.375 stig. Össur hækkaði mest ● FÆREYSKA olíufélagið Atlantic Petroleum verður skráð í Kauphöll Íslands í byrjun næsta árs. Þar með verður Atlantic Petroleum fyrsta fær- eyska félagið á hlutabréfamarkaði. Samkvæmt fréttatilkynningu frá fé- laginu er það markmið félagsins að styrkja fjárhag sinn með útboði hluta- bréfa en til stendur að byggja þrjá ol- íuborpalla norður af Hjaltlandseyjum en reiknað er með að olíuframleiðsla hefjist árið 2006. Gert er ráð fyrir að hlutabréfaútboð afli félaginu að minnsta kosti 5 milljóna danskra króna að nafnvirði en að hámarki 30 milljóna danskra króna að nafnvirði. Færeyskt félag í Kauphöllina ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.