24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 24stundir ... eru betri en aðrar Reykjavíkurborg var í gær dæmd til að greiða eiganda Vatnsstígs 11 rúmar 27 millj- ónir króna í bæt- ur vegna ófull- nægjandi skila. Félagsmála- stofnun borg- arinnar leigði húsnæðið árum saman og var uppi ágreiningur um hvort borgin hefði greitt að fullu bætur vegna skemmda á húsnæðinu og fyrir það tjón sem eigandinn taldi sig hafa orðið fyr- ir vegna tapaðra leigutekna. Eig- andinn krafðist tæpra 80 milljóna en héraðsdómur dæmdi borgina til að greiða tæpar 10 milljónir vegna tafa á afhendingu og rúmar 17 milljónir vegna endurbóta. ÞE Héraðsdómur Reykjavíkur Borgin dæmd til greiðslu bóta Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Æskilegt er að samfélagsumræða fari fram um það hvort stofn- frumurannsóknir séu yfirhöfuð siðferðilega réttlætanlegar, áður en lögum um tæknifrjóvganir er breytt í þá átt að leyfilegt verði að nota umframfósturvísa til stofn- frumurannsókna. Þetta segir Krist- ján Kristjánsson, prófessor í heim- speki við Kennaraháskóla Íslands. Árið 2005 skipaði heilbrigðis- ráðherra nefnd til að fjalla um nýt- ingu stofnfrumna til rannsókna og lækninga. Í frumvarpi sem nefndin skilaði, en hefur ekki enn verið samþykkt af Alþingi, er lagt til að aflétt verði banni við því að fóst- urvísar séu notaðir til stofnfrumu- rannsókna og kjarnaflutninga. Áfram verði þó bannað að rækta fósturvísa eingöngu í því skyni að gera á þeim rannsóknir en leyfilegt að nota til þess umframfósturvísa - þ.e. fósturvísa sem búnir eru til við framkvæmd glasafrjóvgunarmeð- ferðar, en ekki notaðir. Ekki tekið á ágreiningsefninu „Þetta er flótti frá því að taka á hinu raunverulega ágreiningsefni í þessu máli sem er það hvort rann- sóknir á fósturvísum, sem leiða til dauða þeirra, séu yfirhöfuð sið- ferðilega réttlætanlegar. Um þetta grundvallaratriði þarf að fara fram umræða,“ segir Kristján. Hann seg- ir sérkennilegt að leyfa stofn- frumurannsóknir af þeirri ástæðu einni að til séu umframfósturvísar sem verði hvort eð er hent. „Það er eins og að réttlæta það að eitthvað verk sé framkvæmt, með því að benda á að til séu svo margir fangar til að framkvæma það.“ Hvati til slæmrar nýtingar Kristján bendir einnig á að verði frumvarpið að lögum, muni mark- miðið um betri nýtingu fósturvísa við glasafrjóvganir stangast á við markmið þeirra sem stunda vilja stofnfrumurannsóknir. „Það má segja að allar endurbætur sem yrðu gerður á glasafrjóvgunum, í því augnamiði að fækka umframfóst- urvísum, myndi þá beinast beint gegn tilgangi þessa frumvarps.“ Flótti undan ágreiningnum  Umræða um réttmæti stofnfrumurannsókna þarf að fara fram  Stangast á við markmið um betri nýtingu fósturvísa ➤ Að hámarksgeymslutímaliðnum (fimm árum) verði heimilt að ráðstafa umfram- fósturvísum til stofn- frumurannsókna, ef fyrir ligg- ur upplýst samþykki beggja kynfrumugjafa. ➤ Við ráðstöfun fósturvísaskulu upplýsingar um upp- runa dulkóðaðar en má þó af- kóða í sérstökum tilfellum. FRUMVARPIÐ Kristján Kristjánsson Segir samfélagsumræðu þurfa að fara fram um réttmæti stofn- frumurannsókna. 24stundir/Kristinn Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu verð á tjöruhreinsi m/ sápu frá Undra. Enda hefur veturinn verið bíleig- endum harður, með tilheyrandi salti, tjöru og löngum biðröðum hjá bílaþvottastöðvum. Verslunin Brynja á Laugaveginum er með lægsta verð- ið á 5 ltr. brúsum og N1 það hæsta, þar sem þeir eru um fjórðungi dýrari en hjá Brynju. 25% munur á tjöruhreinsi Þuríður Hjartardóttir NEYTENDAVAKTIN Tjöruhreinsir m/sápu frá Undra 5 ltr. Verslun Verð Verðmunur Brynja 2.570 Shell 2.950 14,8 % Húsasmiðjan 2.999 16,7 % Olís 3.179 23,7 % N1 3.220 25,3 % Kristján S. Guðmundsson, fyrrverandi skipstjóri, krefst þess að allir dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur víki sæti í meiðyrða- málum sem Björgólfur Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og bankinn hafa höfðað gegn Kristjáni. „Dómararnir eru vanhæfir til að skipta sér af þessu máli vegna fyrri matsmála tengdum mér, sem þeir töldu sig hafa afgreitt en hafa ekki gert enn.“ Kristján flytur mál sitt í dag þar sem hann mun fara fram á að óháður dómari verði skipaður í málinu, sem sé á engan hátt tengdur Héraðsdómi Reykjavíkur. Ekki farið fram á skaðabætur Björgólfur og Landsbankinn stefndu Kristjáni vegna aðsendrar greinar hans „Eimskip, óskabarn þjóðarinnar“, sem birtist í Morg- unblaðinu 29. október síðastlið- inn. Í greininni segir Kristján meðal annars að Björgólfur hafi með „tilkomu Rússagulls“ náð yfir- höndinni í hlutabréfaeign Eim- skipafélagsins. Hvorki Björgólfur né lögmaður Landsbankans fara fram á skaðabætur eða refsingu, heldur einungis að ummæli Krist- jáns verði dæmd dauð og ómerk. atlii@24stundir.is Meiðyrðamál gegn Kristjáni S. Guðmundssyni, fyrrum skipstjóra Vill láta ryðja héraðsdóm

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.