24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 13
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 13 KLIPPT OG SKORIÐ Þórðarson heilbrigðisráðherra um helgina. Guðlaugi þóttu færslur Friðjóns ekki ýkja merki- legar og taldi hann litlu skipta hvað einhver Friðjón setti á netið. Fleiri láta sigvarða þaðsem þeir heyra í Ríkisútvarp- inu. Hlustanda sem kveikti á Rás 1 klukkan sjö á mánudagsmorgun brá illilega því sorgleg lög hljómuðu í stað Morgunvaktarinnar. Hélt hann að matarhallærið væri skollið á. Svo var ekki heldur hefur Sigrún Stef- ánsdóttir dagskrárstjóri útvarps endurreist gamla þuli á þessum tíma en hinn hrelldi hlustandi vonast til þess að þeir létti laga- valið með vorinu. beva@ruv.is vöruskorti. Þá voru áhyggjurnar af hafís og ófriði. Hrifning áummæl-um forset- ans er ekki einhlít. Bloggarinn Friðjón Friðjónsson, kenndur við bláu appelsínurnar, er harðorður og kallar hann ræðu forseta Íslands Bull á Bún- aðarþingi. „Eftir að hafa horft á stand up atriði forsetans á Rúv“ telur Frið- jón upp nokkra hápunkta í verð- lagningu á landbúnaðarvörum. „Af tillitssemi við forsetann og spádóma hans um hækkandi matvælaverð segi ég ekki frá því hvað við borguðum fyrir svína- kóteletturnar.“ Skoðanir sama bloggara bar á góma í viðtali Egils Helgasonar við Guðlaug Þór Áhyggjur Ólafs RagnarsGrímssonar, forseta Ís-lands, af mataröryggi þjóð- arinnar, glöddu hjörtu bænda á öll- um aldri og þó einkum og sér í lagi Haraldar Bene- diktssonar og annarra þjóðræk- inna fulltrúa á Búnaðarþingi á Hótel Sögu. Þótti þeim sem nýr tónn væri sleginn, þar sem fram kæmi virðing við íslenskan land- búnað. Tónn forsetans er þó ekki alveg nýr, því árið 1914 var skrif- uð greinin Hallærisvarnir í Fréttablaðið á Akureyri. Þar var haft eftir Guðmundi Björnssyni, þáverandi landlækni, að hann væri stöðugt á verði gagnvart því að Íslendingar líði neyð af mat- Hér höfum við félagslegt heil- brigðiskerfi svipað og á Norður- löndum, í Bretlandi og Kanada. Kerfið er mestmegnis fjármagnað af hinu opinbera sem á tæki og að- stöðu að mestu. Þó er takmarkaður einkarekstur heimill og þá bera sjúklingar kostnaðarauka af hon- um. Notendur heilbrigðiskerfisins hafa hingað til borið lítinn kostnað af þjónustunni og markmiðið hefur verið að tryggja jafnan aðgang allra óháð efnahag. Um þetta heilbrigð- iskerfi ríkir almenn sátt í landinu. Sífellt er þó deilt á kerfið fyrir það hversu dýrt það er, en það sem veld- ur vaxandi kostnaði í heilbrigðis- kerfinu er m.a. hækkandi meðal- aldur þjóðarinnar auk stöðugt fullkomnari og dýrari tækja til sjúk- dómsgreininga og lækninga. Einnig koma á markað ný, betri og dýrari lyf. Kröfur um skilvirkni og skýra framtíðarsýn eru eðlilegar þegar miklir fjármunir eru í húfi. En þeg- ar rætt er um háan kostnað við heil- brigðiskerfið má ekki gleymast að við höldum uppi háþróuðu heil- brigðiskerfi á heimsmælikvarða í fámennu samfélagi. Skortur á fjár- magni krefst forgangsröðunar til að fjármagn nýtist sem best og eykur þrýsting á að sjúklingar taki meiri þátt í kostnaði. Í því sambandi hafa verið uppi hugmyndir um hækkun þjónustugjalda og jafnvel að auka hlut sjúklinga. Því miður hafa kom- ið í ljós bein tengsl milli kostnaðar og þess að fólk frestar því að leita sér lækninga. Því meiri kostnaður og því lægri tekjur einstaklings eða fjölskyldu, því meiri hætta er á að læknisheimsókn verði frestað. Það leiðir aftur til þess að beinlínis er hægt að draga úr eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu með því að auka hlutdeild sjúklinga. En hvað hefur sú leið í för með sér? Dr. Rún- ar Vilhjálmsson o.fl. gerðu könnun á því hvaða hópar það væru sem bæru mestar byrðar af kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Mest reyndist byrðin meðal eftirtalinna hópa: Kvenna, aldraðra, atvinnulausra, lágtekjufjölskyldna, langveikra og líkamlega fatlaðra. Þetta eru þeir hópar sem bera mestar byrðar núna – og er ekki á bætandi. Aukin kostnaðarhlutdeild notenda heil- brigðiskerfisins er því líkleg til að leiða til þess að þeir sem hafa minnst á milli handanna borgi hlutfallslega mest fyrir kerfið. Æski- legra er að vísa sjúklingum betur um kerfið með því að efla heilsu- gæslu sem fyrsta viðkomustað sjúk- linga vegna þess að hún er miklu ódýrari kostur en spítali. Undanfar- in ár hefur verið gert stórátak í því að kostnaðargreina alla starfsemi Landspítala-háskólasjúkrahúss og er það afar mikilvægt. Markmiðið er að kostnaðargreina öll verk og lyf. Einnig er mjög mikilvægt að skilgreina betur hlutverkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og skiptingu verkefna innbyrðis milli ráðuneyta. Markvissara heilbrigðiskerfi leiðir til sparnaðar. Nú vinnur heilbrigð- isráðuneytið að uppbyggingu svo- kallaðrar sjúkratryggingastofnunar sem á að kaupa heilbrigðisþjónustu fyrir hönd landsmanna. Einnig er stefnt að svokallaðri „blandaðri fjármögnun“ þar sem stofnanir eru að hluta til fjármagnaðar með föst- um greiðslum og að hluta til með afkastatengdum greiðslum. Sjúkra- tryggingastofnunin mun vonandi verða til þess að auka hagkvæmni og skilvirkni heilbrigðiskerfisins. Ég vona að ríkisstjórninni takist að forðast að þessi nýja stofnun leiði til þess að hlutur einkareksturs aukist um of í því samkeppnisumhverfi sem skapast. Það getur orðið vafa- samt fyrir hagsmuni sjúklinga. Nauðsynlegt er að opin umræða fari fram í samfélaginu um stefnu- mótun í þessum mikilvæga mála- flokki, sérstaklega ef til stendur að sveigja af þeirri leið sem þjóðarsátt hefur hingað til verið um; félagslegt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingar bera sem minnstan kostnað. Allra mikilvægast er að reisn og réttindi sjúklinga verði ávallt í fyrirrúmi við ákvarðanatöku og að þjóðin standi sameiginlega vörð um eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi, hér eftir sem hingað til. Höfundur er varaborgarfulltrúi Kostnaðarhlutdeild sjúklinga VIÐHORF aMargrét K. Sverrisdóttir Ég vona að ríkisstjórn- inni takist að forðast að þessi nýja stofnun leiði til þess að hlutur einkareksturs auk- ist um of í því samkeppn- isumhverfi sem skapast. Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 H Ú SG AG N A - LA G ER SA LAHÚSGAGNA LAGERSALA Opnunartími mán-fös 9.00-18.00 lau 11.00-16.00 ALLTAF FRÁBÆRT VERÐ! Félagsfundur FRS. Framsóknarfélag Reykjavík suður boðar til félagsfundar að Hverfisgötu 33, í Reykjavík, þriðjudaginn 11. mars, 2008, kl. 19.30. Dagskrá 1. Tillaga um að Framsóknarfélag Reykjavík suður verði lagt niður og sameinað í einu Framsóknar- félagi með Framsóknarfélagi Reykjavík norður. Verði tillaga samþykkt verður haldinn stofnfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur á sama stað þriðjudaginn, 11. mars, 2008, kl. 20.30. Félagsfundur FRN. Framsóknarfélag Reykjavík norður boðar til félagsfundar að Hverfisgötu 33, í Reykjavík, þriðjudaginn 11. mars, 2008, kl. 19.30. Dagskrá 1. Tillaga um að Framsóknarfélag Reykjavík norður verði lagt niður og sameinað í einu Framsóknar- félagi með Framsóknarfélagi Reykjavík suður. Verði tillaga samþykkt verður haldinn stofnfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur á sama stað þriðjudaginn 11. mars, 2008, kl. 20.30. Stofnfundur FR. Dagskrá 1. Tillaga um stofnun Framsóknarfélags Reykjavíkur. 2. Tillaga að lögum Framsóknarfélags Reykjavíkur. 3. Kosningar samkvæmt nýsamþykktum lögum. 4. Önnur mál. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Björgum mannslífum! • Ávallt tilbúið til notkunar • Einfalt og öruggt • Einn aðgerðarhnappur • Lithium rafhlaða • Íslenskt tal PRIMEDIC hjartastuðtæki Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.