24 stundir


24 stundir - 15.03.2008, Qupperneq 32

24 stundir - 15.03.2008, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og hvers vegna? Ætli það sé ekki hún mamma mín, hún er yndisleg, bæði góðhjörtuð og hjálpsöm og mjög dugleg að vinna. Hver er þín fyrsta minning? Þegar ég labbaði út í búð á Akranesi þegar ég var þriggja ára – búðin var mjög nálægt! Hver eru helstu vonbrigðin hingað til? Að hafa ekki haldið áfram í píanónám- inu sem ég stundaði, en það er aldrei of seint að fara í nám og ég er ekki enn bú- in að læra allt það sem mig langar til að læra. Hvað í samfélaginu gerir þig dapra? Hvað það eru fá úrræði fyrir geðsjúka. Leiðinlegasta vinnan? Það var þegar ég var að selja bækur í símasölu. Ég mætti eitt kvöld og eftir það, ALDREI aftur! Uppáhaldsbókin þín? Flugdrekahlauparinn. Ég er núna að lesa Þúsund bjartar sólir eftir sama höfund. Hvað eldarðu hversdags, ertu góður kokkur? Ég elda ýmislegt. Ég er góð í að útbúa lasagna og salöt hvers konar. Ég held að ég sé ágætur kokkur. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Ha ha ha …Þessu á ég erfitt með að svara og læt aðra um það! Að frátalinni húseign, hvað er það dýr- asta sem þú hefur fest kaup á? Bíllinn og svo stofusófinn Mesta skammarstrikið? Er ekki og hef ekki verið talin mikill prakkari, en auðvitað hef ég gert einhver skammarstrik. Hvað er hamingja að þínu mati? Fjölskyldan Hvaða galla hefurðu? Get verið fljótfær og er svakalega auð- trúa. Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfi- leikum, hverjir væru þeir? Ég mundi sjá í gegnum allt og fljúga á milli staða, það er fljótlegra. Hvernig tilfinning er ástin? Ólýsanleg en ómissandi tilfinning Hvað grætir þig? Ég græt bæði vegna sorgar og gleði, er mikil tifinningavera. Hefurðu einhvern tímann lent í lífs- hættu? Nei, sem betur fer. Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest? Myndir málaðar af dóttur minni og hring frá kærastanum Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Læt renna í heitt bað, slaka svo á með góða bók í hendi. Hverjir eru styrkleikar þínir? Ég er mikil félagsvera og finnst gaman að vinna með fólki og á auðvelt með það. Ég er mjög stundvís og er mátulega skipulögð og get verið að gera ótal hluti í einu. Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lítil? Búðarkona og söngkona Er gott að búa á Íslandi? Já, yndislegt … ég bara held að við vit- um ekki hvað við erum heppin. Hefurðu einhvern tímann bjargað lífi einhvers? Nei, ég hef ekki lent í þeirri stöðu. Hvert er draumastarfið? Sem betur fer upplifi ég draumastarfið alla daga. Hvað ertu að gera núna? Er að undirbúa Serbíuför með öllu til- heyrandi ásamt ýmsum öðrum hlutum. Regína Ósk Óskarsdóttir Regína hefur þrisvar sinnum farið út sem bakrödd í Euro- vision og eins og alþjóð veit mun hún nú fara utan í fjórða sinn. Nú ásamt Friðriki Ómari og munu þau tvö keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision með lagið Þér við hlið. Regína hefur sungið inn á tugi platna bæði sem sóló og bak- rödd. Regína gaf út sína fyrstu plötu fyrir jólin 2005 sem ber einfaldlega nafn hennar. Hún gaf út sína aðra plötu fyrir síð- ustu jól en hana vann hún með Barða Jóhannssyni. Hún er nú að vinna að sinni þriðju plötu sem kemur út í haust og verð- ur sú plata eingöngu með frumsömdu efni eftir hana og Karl Olgeirsson sem vinnur plötuna með henni. a Ég græt bæði vegna sorgar og gleði, er mikil tifinningavera. 24stundir/Golli 24spurningar Fitnessvog • Mælir þyngd • Líkamsþyngdarstuðul BMI • Fituhlutfall • Hlutfall vökva í líkamanum • Hlutfall vöðvamassa • Hitaeiningaþörf metabolic rate www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Upplýsingar Kolbrún S. 510 3722 kolla@24stundir.is Katrín S. 510 3727 kata@24stundir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.