24 stundir - 12.04.2008, Side 8

24 stundir - 12.04.2008, Side 8
8 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 24stundir Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Ég bara er stórhneykslaður á því að verslanir séu að hækka eldri vörur og geti ekki tekið smáþátt í að halda aðeins í við sig enda gengið aðeins að lagast,“ segir Björn Ólafsson, eigandi verslunar- innar Brims, en þar hafa verið hengdar upp tilkynningar þess efnis að verð í búðunum hafi ekki hækkað. „Ástæðan hjá okkur er sú að við vorum komin með 70% af sumarfatnaðinum. Okkur dett- ur bara ekki í hug að hafa það á öðru verði og persónulega finnst mér það bara glæpur að hækka gamlar vörur, ég á eftir að sjá að þær lækki aftur,“ bætir hann við. Súrt ástand Hildigunnur Hafsteinsdóttir hjá Neytendasamtökunum segir eitthvað hafa borið á því að fyr- irtæki auglýsi á þennan hátt. Hún segir að á tímum hækk- andi lána og eldsneytis, sveiflna í gengi og stöðugt vaxandi verð- bólgu fagni hún því ef verslanir sjá sér fært að hagræða eða gera eitthvað annað en að velta þess- um sveiflum beint á neytandann strax. „En auðvitað er það súrt að ástandið sé þannig að það þurfi að auglýsa sérstaklega að verð hækki ekki,“ segir hún. Fagnaðarefni Alþýðusamband Íslands (ASÍ) fylgist með verðþróun í landinu en Henný Gunnarsdóttir Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, kannast ekki við auglýsingar sem þessar. Hún segir sambandið enn ekki hafa haldbær gögn til að segja til um þróun verðlags undanfarið þó að mikið beri á umræðu um verðhækkanir. „Það er fagnaðarefni ef versl- unareigendur ákveða að hækka ekki verð hjá sér,“ segir hún. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Auglýsir sama verð „Persónulega finnst mér það glæpur að hækka gamlar vörur,“ segir verslunareigandi Hækka ekki Verslunin Brim tekur það sérstaklega fram að þar hafi verð ekki hækkað. ➤ Gengi krónunnar féll um 7% áeinum degi um miðjan mars. ➤ Gengið hefur fallið um 24,7%frá áramótum. GENGISSVEIFLUR Nú eru sex vikur þar til ráðstefn- an Tengslanet IV– völd til kvenna verði haldin í Háskólanum á Bifröst og hafa á þriðja hundrað konur skráð sig. „Það er mjög óvenjulegt að svona margir þátttakendur hafi skráð sig á þessum tíma svo mér sýnist síga í metþátttöku. Mér sýnist líka þátttakendahópurinn ætla að verða ekki síður fjölbreyttur en áð- ur,“ segir Herdís Þorgeirsdóttir, lagaprófessor á Bifröst, sem skipu- leggur ráðstefnuna. Ráðstefnan verður haldin dagana 29. og 30. maí og er yfirskrift hennar að þessu sinni Konur og réttlæti. Ju- dith Resnik, prófessor í lagadeild Yale, og Maud de Boer-Buquicchio, annar framkvæmdastjóri Evrópu- ráðsins, eru á meðal fyrirlesara en einnig verður fjöldi kvenna af ýms- um sviðum samfélagsins með er- indi. thorakristin@24stundir.is Metþátttaka í Tengslaneti: Völd til kvenna Á þriðja hundrað konur hafa þegar skráð þátttöku voru aðeins sumar stúlkurnar sem enn mættu í slíkum búningi. Í sögu Kvennaskólans segir að það muni hafa verið um vorið 1921 sem stúlkurnar tóku sig allar saman um að gera það til hátíðabrigða að koma á peysufötum í skólann og gera sér ofurlítinn dagamun á eftir. Þetta var fyrsti peysufatadagurinn og hefur hann jafnan verið end- urtekinn einu sinni á ári með vax- andi viðhöfn. maria@24stundir.is Peysufatadagur Kvennaskólans í Reykjavík var haldinn hátíðlegur í gær, en á þessum degi klæða þriðjubekkingar skólans sig upp í þjóðbúning og fara um bæinn með söng og dansi. Dagurinn hófst á Hallveigarstöðum þangað sem nemendum var boðið í morgun- mat af ungum jafnaðarmönnum. Þá voru þjóðdansarnir dansaðir á lóð Kvennaskólans, Ingólfstorgi og dvalarheimilunum Grund og Hrafnistu. Með vaxandi viðhöfn Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1874 af hjónunum Páli og Þóru Melsteð, sem rak skól- ann. Í hennar skólastjóratíð tíðk- aðist að stúlkurnar klæddust ís- lenska búningnum í skólanum. Þetta breyttist þó með árunum og þegar komið var fram undir 1920 Dansandi kát á peysu- fatadegi Kvennaskólans Þriðjubekkingar klæða sig upp í þjóðbúninga Persónuvernd leggst gegn 30 ára varðveislutíma stjórn- valds á upplýsingum um lyfjaneyslu landsmanna á meðan ekki liggur fyrir þarfagreining er sýni fram á hve lengi nauðsynlegt er að varðveita slíkar upplýsingar. Í frumvarpi um breytingu á lyfjalögum er lagt til að varð- veislutími persónugrein- anlegra dulkóðaðra gagna í lyfjagagnagrunni landlæknis verði framlengdur úr þremur árum í 30 ár. Persónuvernd bendir á að ár- ið 2003 hafi löggjafinn talið 3 ár eðlilegan varðveislutíma og að þá hafi mjög vönduð þarfagreining verið lögð til grundvallar. Engin slík grein- ing liggi nú fyrir. Í lyfjafrumvarpinu segir að landlæknir og Lyfjastofnun auk fleiri aðila hafi eindregið hvatt til þess að geymslutím- inn yrði lengdur. Þrjátíu ár hafi verið valin með hliðsjón af tveimur tilskipunum ESB. Mikilvægt sé að landlæknir hafi áfram yfir að ráða gögn- um sem nýtist stjórnvöldum til faraldsfræðilegra rann- sókna, rannsókna á öryggi lyfja og stefnumótunar á sviði heilbrigðismála. ibs Lyfjaneysla í 30 ár Persónuvernd andvíg Umsóknarfrestur er til 30. apríl Kynntu þér námið á www.hr.is Námið er einkum ætlað þeim sem hafa lokið BSc-prófi í verkfræði eða tæknifræði með góðum árangri. Nemendur sem hafa annan bakgrunn úr BSc-námi sínu geta útskrifast með meistara- próf á tilteknum sérsviðum verkfræðinnar, s.s. meistarapróf í framkvæmdastjórnun, umferðar- og skipulagsfræðum, heilbrigðisvísindum o.fl. TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR MEISTARANÁM VIÐ Tækni- og verkfræðideild HR býður meistaranám í • Byggingarverkfræði - Framkvæmdastjórnun - Umferðar- og skipulagsfræðum - Steinsteyputækni - Mannvirkjahönnun • Fjármálaverkfræði • Véla- og rafmagnsverkfræði • Heilbrigðisverkfræði • Líf- og heilbrigðisvísindum • Ákvarðanaverkfræði

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.