Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 7

Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 7
OsköD veniuleaur maður ANDSPÆNIS mér situr ósköp venjulegur maður, í meðallagi greindur og með andlit, sem eng- inn veitti neina sérstaka athygli á götum úti eða í fjölmenni. Slík andlit eru hluti af stórborgum, al- veg eins og grá hús, blaðsöluskúr- ar og halarófur af leigubílum; við sjáum þessi andlit í tugatali á hverjum degi og það er með öllu ógerlegt að muna eftir þeim eða lýsa þeim. Maður með einmitt slíkt andlit situr andspænis mér og reykir sígarettu. Hann brosir örlítið hæðnislega og segir: — Ég virðist vera fjarska venjulegur maður. Taugarnar eru í ágætu lagi, ég drekk ekki mikið og að Því cr ég bezt veit fyrirfinnst engin líkamleg eða andleg veila í astt minni. Þess vegna kom mér t>að svo mjög á óvart, þegar ég stóð mig að því að gæla við ó- löglegar hugsanir. Þegar ég las blaðafréttir um morð og þjófnaði eða einhverja dularfulla illvirkja, sem frömdu makalausa glæpi, þá veyndi ég ósjálfrátt að gera mér 1 hugarlund hvernig það væri að vera einn þessara glæpamanna. Auðvitað eru flestir glæpir mjög heimskulegir, ógeðslegir og grát- 'ega árangurslitlir. En þegar ég bnyndaði mér að ég stæði í spor- um glæpamannsins var ég sann- íærður um að mér hefði tekizt miklu betur til en honum. I fyrsta sinn féll ég fyrir freist- •ngunni inni í lítilli vefnaðarvöru- búð. Ég hafði farið þangað inn að kaupa mér hanzka. Af- Sreiðslumaðurinn, sem var Gyð- •ngur, lét mikið af hönzkum á borðið fyrir framan mig. Ég var enn að ieita að þeim, sem hæfðu niér, þegar kona birtist í hliðar- byrum og sagði eittlivað við hann á hans eigin máli. Hann bað mig afsökunar með fáum orðum, fór, og það var greinilegt að hann treysti mér fullkomlega. Ég fann fljótlega hanzka, sem ég var ánægður með, og beið þess að sölumaðurinn kæmi aftur. En hann kom ekki. Mér fór að leið- ast biðin. Allt í cinu rann það upp fyrir mér, að ef ég væri þjófur, væri þarna ágætt tækifæri til að troða vasana út með hönzkum og fara út úr verzluninni án þess að neinn tæki eftir. Ég fann til und- arlegrar kitlandi löngunar til að taka eitthvað sem ég ekki ætti. Ég tók viðbragð ósjálfrátt eins og ég hefði þcgar framið þjófnað- inn og rcyndi að hugsa um eitt- hvað annað. En ég gat ekki losnaö við þessa kynlegu löngun. Ég tók upp hanzka. Ég gæti látið þá í vasa minn á örskots- stundu. Ég hafði cnga þörf á því að stcla, cn mig nærri því verkj- aði í fingurna af löngun til þess. Þessi tilfinning blandaðist megnri forvitni, líklega sams konar for- vitni og kemur börnum til að leggja stein á járnbrautarteina eða kveikja í sátum og leggjast síðan í leyni með ákafan hjart- slátt til að sjá, hvaö gerist. Ég gat ckki haft hemil á hug- aræsing mínum, þegar ég stóð þarna með hanzkana i höndunum í eitthvað tíu sekúndur. Mér fannst það langur tími. Loks stakk ég hönzkunum í vasann. Það var undarlegt hve snögg- lega taugaspennan slaknaði. Ég ljómaði af leyndri gleði og ánægju. Þetta var sama hrifningin og að fara á bifhjóli með ofsahraða, þar sem minnsta óaðgætni eða arða á veginum getur ráðið úrslitum lífs eða dauða. Já, slík áhætta er hríf- andi. Spilamenn þekkja þessa kennd, það gera þjófar líka, veiði- menn og hermenn. Ef til vill reyna allir þetta einhvern tíma ævinnar. Hversdagslegt öryggi sið- menningarinnar hefur haft áhrif á okkur alla; það hefur beizlað þá eðlishvöt, sem fyrr á tímum hvatti djarfa menn til mikilla dáða, til landafunda, til baráttu, til hctjuskapar. Þcssi eðlishvöt í mér hafði fundið sér leið til útrásar — með þeirri afleiðingu, að ég hafði tekið hanzkana. Ég valdi mér aðra hanzka og Iiélt áfram að bíða eftir sölumann- inum og huggaði mig við þá hugs- un, að ég gæti snúið öllu upp í gaman, ef hann tæki eftir stuldi mínum, ég gæti þá fengið honum lianzkana með fáeinum föðurlegum áminningarorðum um óaðgæzlu hans. Hann kom- loks aftur, bjó um hanzkana, sem ég hafði valið, tók við andvirðinu, þakkaði mér fyrir og fór að koma hinum höhzkun- um fyrir í skúíf.unum. Ég þóttist Smásaga eftir Knuts Lesins Höfundur þessarar sögu, Knuts Lesins, fæddist í Riga árið 1909 og stundaði á yngri árum nám í bæði lögfræði og tónlist. Hann hefur gefið út þrjár skáldsögur og fjölmörg smásagnasöfn, og er með- fylgjandi saga tekin úr einu þeirra. ALÞÝÐUBLAÐIÐ SUNKUDAGSBLAí> 55

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.