Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 8
vera að lesa auglýsingaspjöld á veggnum og var viljandi kyrr inni í búðinni, þar til hann var búinn að koma öllum hönzkunum fyrir. Ég vildi vera viss um að hann hefði ekki orðið þess var, hvað fyrir hafði komið. Loks kvaddi ég og gekk út á götuna. Þegar ég kom heim horfði ég lengi á stolnu hanzkana og hugs- aði: — Nú er ég orðinn þjófur. Hanzkarnir voru í augum mínum eins og veiðibráð, eins og feldur af cinhverju sjaldgæfu dýri og það Veitti mér kynlega hugsvölun að ganga með þá, Ég beið eftir sam- vizkubitinu, en samvizkan lét mig alveg í friði. Kannski hafði stuld- urinn verið of smávægilegur? — Hann var engu að síður óvéfengj- anleg staðreynd. Ég var þjófur, hvort sem þjófnaðurinn var stór eða lítill. Smám saman fór þetta atvik að fölna í minningunni. En ég fann ekki aftur hjá mér löngun til að stela. Ég var bersýnilega ekki stelsjúkur. Löngun mín stóð til miklu öflugri reynslu, reynslu, sem ég nyti af iífi og sál. Tæki- færið kom von bráðar alveg að óvöru. Það gerðist um eitt leytið að nóttu til. Ég var á heimleið úr samkvæmi í einu af hverfum Riga. Ég þurfti að fara yfir gömlu járn- brúna á Daugava. Þetta var snemma vors. Loftið var mettað fyrstu hræringum nátt- úrunnar og í hvert skipti sem ég andaði því að mér, sannreyndi ég að vorið var ekki langt undan. Þetta var á þeim tíma árs, þegar allt er í óreiðu eins og alltaf þegar náttúran er að byrja nýtt líf og áður en farið er að brydda á þeim dásamlega samhljómi hljóða, ilms og lita, sem að lokum umlykur allt. Fölur máni birtist annað veifið í rifum milli skýjafláka, sem vindurinn rak áfram. Undir fótum mj'num rak ísinn niður eftir ánni. Endalaus fylking ísjaka af alls kyps lögun og stærðum, sem fléttuðust saman, rákust á og brotn uðu, barst niður eftir ánni í átt til sjávar eins og heill floti af skiftsflökum. Ég nam staðar og hallaði mér út yfir |rindverkið. Þegár ég horfði niður á ísinn, sem fyrsta vormagnið hafði leyst úr læðingi, gleymdist mór stund og staður, eins og ég væri sjálfur hluti af þeim leik náttiiruaflanna, sem var að gerast umhverfis mig. Ég veit ekki hve lengi ég hafði staðið þarna, þegar léttur skjálfti fór um mig og ég varð þess var, að mér var farið að kólna. Sam- runi minn við náttúruna var þeg- ar á enda og ég varð aftur sjálf- stæður einstaklingur. Ég sneri mér við og ætlaði að halda áfram á leið minni. í sömu apdrá kom ég auga á dökka mannsmynd á brúnni, — í skugga eins af brúarstólpunum. Þetta var karlmaður. Hann var alveg hreyfingarlaus, og fyrst hélt ég að mér hefði missýnzt. Bolur hans. undarlega snúinn, hallaðist hálfur út yfir grindverkið, svo að fæturnir hámu varla við jörð. — Hann minnti mig á flugu, sem er föst í köngurlóarvef. Ég nam ósjálfrátt staðar og horfði í átt til hans. Ef til vill hafði hann ekki teklð eftir mér fyrr; það höfðu verið um tuttugu skref á milli okkar. En nú sneri hann höfðinu og horfði á mig. Ég vildi ekki að hann héldi, að ég væri að horfa á hann af einberri forvitni, svo að ég þóttist vera að horfa á skýjafarið, geispaði og gekk hægum skrefum í átt til hans. Þegar ég var að ganga fram hjá honum, ávarpaði hann mig hárri röddu: — Fyrirgefið. — Mér datt í hug að þér — — Mjg langaði til að biðja yður. — Eigið þér eldspýtu? Ég er víst þúinn með mínar. Hann fálmaði með hendinni ofan í vas- ann eins og til að sanna mál sitt. Ég rétti honum eldspýtnastokk, en hann hélt áfram að leita í vös- unura. — Fyrirgefið, að ég ónáða yður, sagði hann og hló óstyrkum hlátri, — en það er svo að sjá, að ég eigi ekki nelnar sígarettur heldur. Ég hólt þær væru í vasanum, en ég hlýt að hafa skilið þær eftir heima. >— Gerið þér svo vel. Fáið yður eina af mínum. Hann náði sér í sígarettu úr pakkanum, sló eld og kúpt.i hend- urnar utan um logann til vernd- ar gegn golunni. Þetta var ungur maður með sjúklegt og tekið and- lit, augu hans vobu blóðhlaupin og þéttir skeggbroddar huldu ó- rakaðar kinnar hans og höku. Ég kveikti mér líka í sígarettu. Síðan varð óþægileg þögn. Ég gat ekki gert það upp við mig, hvort ég ætti. að segja eitthvað meir eða halda áfram. Loks fékk ég honum noklcrar sígarettur og sagði að hann gæti haft stokkinn áfrani. Þetta kom honum greinilega á ó- vart og hann þakkaði mér lyrir og púaði sígarettuna hratt á meðan eins og hann væri að flýta sér. — Hafið þér staðið hér lengi? Ég heyrðj ekki, þegar þér komuð, sagði ég. Kynlegt bros breiddist út um andlit hans. — Hef ég staðið hér lengi? .Tá, talsvert lengi. Ég er satt að segja búinn að véra hér síðan í kvöld. Ég var hinum megin á brúnni, þegar þér komuð. Hann horfði fast á mig um stund. Síðan tók hann sig á og brutust þau fram með slíkum er virtist eftir að hafa sigrazt á einhverjum innri hömlum. Það var eins og sægur af orðum hefði allt í einu losnað í hálsi hans og nú brutust þau fram með slíkum krafti, að hann gat meff naumind um haft stjórn á þeim. — Ég hef eiginlega annarrar bónar að biðja, undarlegrar bón ar. Það getur vel verið einhver til gangur með því, fyrir mig að minnsta kosti, að við skyldum hafa hitzt hér í nótt. Þér getið auðvitað neitað bón minni en það getur vel verið, að þér séuð ein mitt maðurinn, sem getur skilið mig. Ég fylgdkt með yður allan tím ann, sem þér voruð að horfa nið ur í ána. Fyrst hélt ég meira að segja, að þér hefðuð komið hingað í spmu erindagerðum og ég. — Ég verð að binda end; á þetta allt. Með einhverju móti verð ég að komast þangað niður, í ána. Hann hvíslaði síðustu orðin loð mæltur, snarþagnaði og leit á mig skörpu rannsóknarauga. — Á ég að skilja þetta svo, að þér viljið fremja sjálfsmorð? spurði ég. — Já,.ég yil það, og ég þarf á aðstoð yðar að halda. 5g SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.