24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir www.IKEA.is © In te rI KE A Sy st em sB .V .2 00 8 1.990,- FICUS BONSAI H45cm. Ný sending af STOFUBLÓMUM! VÍÐA UM HEIM Algarve 25 Amsterdam 20 Alicante 27 Barcelona 28 Berlín 16 Las Palmas 25 Dublin 16 Frankfurt 22 Glasgow 15 Brussel 19 Hamborg 16Helsinki 9 Kaupmannahöfn 23 London 20 Madrid 19 Mílanó 30 Montreal 17 Lúxemborg 19 New York 23 Nuuk 9 Orlando 23 Osló 26 Genf 21 París 22 Mallorca 27 Stokkhólmur 26 Þórshöfn 12 Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Rigning eða súld með köflum austantil en þykknar upp um landið vestanvert og dálítil væta með köflum þar seint í kvöld einkum á Vest- fjörðum. VEÐRIÐ Í DAG 11 14 26 12 17 Sól á Suður- og Vesturlandi Hægviðri eða hafgola. Yfirleitt skýjað við norður- og austurströndina og sums staðar þoka, en annars bjartviðri. Hiti 8 til 22 stig, svalast í þokunni en hlýjast í uppsveitum suð- vestanlands. VEÐRIÐ Á MORGUN 10 16 18 14 15 Hlýtt og gott um allt land „Við ætlum að fresta þessu um nokkra mán- uði ,“ segir Jóhann Antonsson stjórnarformað- ur Sparisjóðs Svarfdæla, en ekki var staðið við fyrri samþykkt um að breyta sjóðnum í hluta- félag í vikunni. Stjórn sjóðsins lagðist gegn breytingunni nú og var tillaga þar um sam- þykkt. „Það stendur enn til að breyta Spari- sjóðnum í hlutafélag en þetta er bara spurning um að fresta ákvörðun fram á haust,“ segir Jó- hann. 80-90 manns mættu á fundinn síðastliðið fimmtudagskvöld. „Það er ágæt samstaða um að bíða, allir voru á einu máli um að vinna þetta eftir því sem stjórnin lagði til,“ segir Jóhann. Stofnfjáreigendur, sem eru um 150 talsins, greiddu hlutafé um hálfa milljón í hlutafé í sjóð- inn og bíða nú eftir breytingunni. „Ástæða þess að við ætlum að bíða er að staða á erlendum fjármálamörkuðum,“ segir Jóhann og bendir á að staðan verði endurmetin með haustinu. „Það breytir ekki því að við ætlum að gera þetta, en tímasetningin breyttist vegna óróa á mörkuð- um,“ segir hann. „Það var almenn samstaða um málið, ég get staðfest það,“ segir Atli Friðbjörnsson bóndi á Hóli og einn af stofnfjáreigendum sjóðsins. „Órói á innlendum og erlendum mörkuðum var ástæða þess að bíða með þessa breytingu,“ segir hann og bætir við að staða á mörkuðum sé ekki endilega sem ákjósanlegust til að fara út á markað strax. Ekki eru allir stofnfjáreigendur sammála Atla um ástæðu frestunarinnar eða að það verði eitthvað betra að breyta sjóðnum í hlutafélag í haust. Nokkrir þeirra sem ekki vilja koma fram undir nafni hafa efasemdir um fjár- hagsstöðu sjóðsins og ástæðu frestunarinnar. 1. maí 1993 sameinuðust þrír sparisjóðir undir heitinu Sparisjóður Svarfdæla, Dalvík. Þar var um að ræða Sparisjóð Svarfdæla, Sparisjóð Hríseyjar og Sparisjóð Árskógsstrandar. Spari- sjóður Svarfdæla á Dalvík opnaði síðar útibú í Hrísey sem jafnframt er pósthús. asab@24stundir.is/beva@24stundir.is Stjórn sparisjóðs fyrir norðan vildi ekki hlutafélag strax Sparisjóður Svarfdæla bíður átekta „Ég vil ekki vera að tjá mig efn- islega um þessi mál að svo stöddu. En það liggur í augum uppi að rannsóknartíminn í þessu máli hefur verið alltof lang- ur, síst í ljósi þess að það hefur áður verið til lykta leitt fyrir æðsta dómstigi skattayfirvalda,“ segir Hreggviður Jónsson fyrrver- andi framkvæmdastjóri Norður- ljósa. mh Of langur tími farið í rannsókn „Nú er þessari sex og hálfs árs löngu bið lokið og ég fagna því. Þetta hefur verið íþyngjandi tími og auðvitað á ekki að leggja það á nokkurn mann að vera rannsak- aður í þetta langan tíma. En ég mun hreinsa nafn mitt af þessum ásökunum,“ segir Jón Ólafsson um ákærurnar. mh Segist ætla að hreinsa nafn sitt Eftir Magnús Halldórsson magnush@24stundir.is Jón Ólafsson kaupsýslumaður hef- ur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum en hann er sakaður um að hafa skilað röng- um skattframtölum á árunum 1998 til 2002. Í ákæru málsins, sem 24 stundir hafa undir hönd- um, er Jón sagður hafa komið sér undan greiðslu tekjuskatts upp á 155 milljónir króna, greiðslu fjár- magnstekjuskatts upp á tæplega 203 milljónir og greiðslu eigna- skatts upp á 3,2 milljónir. Jón er í ákæru sagður hafa van- talið launagreiðslur frá félögunum Skífunni, Spori, Fjölmiðlun og Ís- lenska útvarpsfélaginu. Einnig er hann sagður hafa vantalið per- sónuleg útgjöld sem félög hans greiddu fyrir hann. Þá er Jón einnig ákærður, ásamt Hreggviði Jónssyni, Ragnari Birgissyni og Símoni Ásgeiri Gunnarssyni, fyrir skattalagabrot við rekstur fyrirtækjanna Norður- ljósa, Skífunnar og Íslenska út- varpsfélagsins. Símon var endur- skoðandi félaganna á árunum 1998 til 2002, Ragnar var fram- kvæmdastjóri Skífunnar og Hreggviður Jónsson var fram- kvæmdastjóri Norðurljósa og Ís- lenska útvarpsfélagsins. Hjá Norðurljósum voru sam- kvæmt ákæru vantalin laun upp á 206 milljónir og ógreidd opinber gjöld upp á 76,3 milljónir. Jón og Hreggviður eru ákærðir saman fyrir að hafa gjaldfært kostnað upp á 25,7 milljónir króna sem tengdist félögum Jóns í Lúxemborg en ekki félaginu. Í rekstri Skífunnar á fyrrnefndu tímabili voru vantalin laun 29,4 milljónir og ógreidd opinber gjöld 11,4 milljónir. Í ákærunni segir einnig að röngum virðisaukaskatt- skýrslum hafi verið skilað inn hjá félaginu og með því hafi félagið komið sér undan því að greiða 9,6 milljónir króna til ríkissjóðs. Ákærurnar sem snerta rekstur Íslenska útvarpsfélagsins eru um- fangsmestar af ákærum vegna fyrrnefndra félaga. Laun voru vantalin um 117 milljónir króna og opinber gjöld sem námu um 43 milljónum króna ekki greidd. Auk þess var virðisaukaskattur ranglega fram talinn um sem nemur um sex milljónum. Jón, Hreggviður og Símon eru allir ákærðir fyrir að hafa skilað inn röngum skattframtölum á ár- unum 1998 til 2002 og ranglega fært inn gjöld upp á 632 milljónir króna og með því „komið félag- inu undan greiðslu tekjuskatts sem þessu nam“ eins og orðrétt segir í ákæru. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra hefur haft málið til rannsóknar í sex og hálft ár en það er umfangsmesta skattsvika- mál sem rannsakað hefur verið hér á landi. Það hófst með húsleit í höfuðstöðum Norðurljósa í febr- úar 2002. Jón hefur áður krafist þess að málið yrði látið niður falla en Hæstiréttur vísaði þeirri kröfu frá. Málið verður þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur 16. júlí. Ákært fyrir svik upp á hundruð milljóna  Jón Ólafsson ákærður eftir sex og hálfs árs rannsókn  Margvísleg skattsvik Ríkislögreglustjóri Efnahagsbrotadeildin var sex og hálft ár að rann- saka málið. ➤ Jón er ákærður fyrir hafa ekkigreitt eignaskatt af tveimur húseignum í London og einni í Cannes í Frakklandi ➤ Ragnar Birgisson er ákærðurfyrir að hafa vantalið tekjur sem hann þáði frá Skífunni upp á 4,9 milljónir króna MÁL JÓNS ÓLAFSSONAR STUTT ● Ómenguð strandlengja Hvergi hefur orðið vart við skólpmengun við strandlengju Reykjavíkurborgar, en um- hverfis- og samgöngusvið vakt- ar. Heilbrigðisfulltrúar taka sýni mánaðarlega á ellefu stöð- um. Mörkin í nánd við fjörur eru 100 saurkólígerlar í 100 millilítrum. ● Minna torg Ingólfstorg minnkar um fjórð- ung, tvö hús verða færð inn á torgið vegna hótelbyggingar. Kaupmenn við torgið áttu fund með miðborgarstjóra vegna málsins í dag, en skammt er um liðið frá því þeir heyrðu af áformunum. mbl.is Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Rúmlega 20 túlkar sem starfa hjá Evrópuþinginu munu dvelja á Skáni í Svíþjóð í nokkrar vikur til að ná betri tökum á hinni hráu mállýsku Suður-Svía. Túlkarnir, sem þýða úr sænsku yfir á eigin tungu, munu dvelja bæði í Malmö og Ystad til að skilja betur ýmis hugtök og hrynjandann. aí Túlkar Evrópuþingsins Læra skánsku SKONDIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.